Hvað vakti fyrir Júdasi? Illugi Jökulsson skrifar 29. mars 2015 09:00 Júdas kyssir meistarann Ég var að tala um Júdas. Manninn sem sveik meistara sinn Jesú frá Nasaret og var úthrópaður versti níðingur heimsins. Fyrir viku hafði ég náð að skoða hvað sagt var um Júdas og þá einkum afdrif hans í tveimur elstu guðspjöllunum, þeim sem kennd eru við Markús og Matteus. Og ég vísa í því sambandi til flækjusögunnar fyrir viku, en hlýt þó að endurtaka að hjá Markúsi var ekkert sagt um hvað varð um Júdas eftir að hann sveik meistara sinn, en Matteus kvað hann hafa gengið út og hengt sig, svo djúpan móral hefði hann fengið eftir að hafa horft upp á Jesú handtekinn fyrir sinn tilverknað. Og hann átti að hafa fleygt þeim 30 silfurpeningum, sem hann fékk fyrir svikin, aftur í æðstu prestana sem höfðu greitt honum féð. Og svo bætti guðspjallamaðurinn við frásögn af því hvað prestarnir hefðu gert við peningana, keypt fyrir þá akur sem síðan hefði verið notaður til að jarðsetja útlendinga. Sú frásögn er öll hin skrýtnasta og virðist í raun einna helst vera tilraun til að skýra af hverju þessi óviðkomandi akur hafi verið kallaður „blóðakur“ – sem sé af því hann var keyptur fyrir „blóðpeninga“. Um leið hafi frásögn Matteusar verið ætlað að varpa akkerum í spádómum Gamla testamentisins, en guðspjallamennirnir lögðu allir mikið upp úr því að geta tengt frásagnir sínar af Jesú við orð spámanna Gamla testamentisins og fóru stundum heillangar Fjallabaksleiðir til þess. En hvað hafði þá Lúkas um þennan erkisvikara páskanna að segja? Hann skrifaði guðspjall sitt líklega um svipað leyti og Matteus; sennilega um árið 80-90 eftir Krist, eða jafnvel nokkru síðar. Í því felst að Lúkas sat við skriftir í besta falli heilum 50 árum eftir að Jesú var krossfestur. Og ljóst má vera að þótt Lúkas hafi augljóslega haft guðspjall Markúsar til hliðsjónar þegar hann skrifaði sína frásögn, þá hefur hann ekkert vitað um hvað Matteus hafði til mála að leggja, enda er til dæmis frásögn hans af Júdasi og afdrifum hans allt önnur en Matteus greindi frá. Lúkas segir í fyrsta lagi frá því að Júdas hafi svikið Jesú ekki af fégræðgi, heldur af því að „Satan fór í [hann]“ og hann bauðst til að framselja Jesú alveg án þess að biðja um fé fyrir, þótt að vísu hafi prestarnir síðan boðið honum ótilgreinda upphæð (ekki minnst á 30 silfurpeninga altso) og hann gengið að því. Í guðspjalli Lúkasar er svo sagt frá svikum Júdasar í Getsemane-garðinum, það er hin kunnuglega frásögn af því þegar hann kyssir meistara sinn svo hermennirnir viti hvern þeir eiga að handsama, en svo er ekki frekar minnst á Júdas í guðspjallinu. Hins vegar skrifaði sami Lúkas líka Postulasöguna, á því er lítill vafi, og þar er reyndar frásögn um afdrif Júdasar. Postularnir koma saman eftir krossfestingu og upprisu Jesú til að velja nýjan mann í stað Júdasar, en hann – segir Pétur postuli í frásögn Lúkasar – „keypti reit fyrir laun ódæðis síns, [en] steyptist á höfuðið og brast sundur í miðju svo að iðrin öll féllu út“. Svo bætir Pétur við að þess vegna hafi reiturinn verið kallaður „blóðreitur“.Júdas í Jesus Christ SuperstarIllskeytt magakveisa Hvað er nú hér á ferð? Jú, bæði Matteus og Lúkas kannast sem sagt við að nálægt Jerúsalem hafi verið reitur eða skiki sem kallaður hafi verið því einkennilega nafni blóðakur, eða eitthvað í þá áttina. Og báðir þekkja sögur í kreðsum hinna frumkristnu um að akurinn hljóti að hafa tengst svikaranum Júdasi og endalokum hans. Og þeir eða heimildarmenn þeirra hafa því búið til sögur sem gætu komið því heim og saman. En þótt útgangspunktur þeirra sé hinn sami – illa fór fyrir Júdasi, og eitthvað tengdist það blóðakri – þá urðu sögurnar mjög ólíkar. Matteus lætur hann ganga út og hengja sig en svo eru það æðstu prestarnir sem kaupa akurinn; Lúkas lætur Júdas hins vegar kaupa akurinn og þar springur hann af fitu eða illskeyttri magakveisu svo blóðug iðrin liggja úti. Svipaða viðleitni Matteusar og Lúkasar til að leggja út af óljósum sögum sem þeir hafa heyrt af meistara sínum má sjá í jólaguðspjöllum þeirra. Jesú var frá Galíleu í norðanverðri Palestínu en bæði Matteus og Lúkas höfðu hins vegar heyrt sögur sem tengdu hann í blábernsku við Betlehem í suðrinu. Þær sögur voru sprottnar af löngun hinna frumkristnu til að tengja Jesú við spádóma Gamla testamentisins um að nýr konungur myndi fæðast í Betlehem, og því sömdu báðir frásögn um það, en þær urðu gerólíkar. Hjá Matteusi var fjölskylda Jesú einfaldlega búsett í Betlehem um það leyti sem hann fæddist, en þurfti að flýja þaðan undan Heródesi Gyðingakóngi. En Lúkas samdi sitt fræga jólaguðspjall um skrásetninguna og för Jósefs og Maríu frá Galíleu til Betlehem, en sú frásögn er aldeilis fráleit frá sagnfræðilegu sjónarmiði, þótt hún kunni að vera snotur svona táknrænt. Ólíkar sögur Matteusar og Lúkasar um afdrif Júdasar eru sem sé til marks um hvernig guðspjallamennirnir reyndu að búa til sannfærandi og samhangandi frásagnir úr þeim heimildum sem þeir höfðu viðað að sér um ævi Jesú, og komu ugglaust úr ýmsum áttum. Hvort þeir hafa beinlínis samið þessar mismunandi sögur sjálfir eða skráð þær einfaldlega eftir misjöfnum heimildum, það skiptir svo ekki öllu máli.Júdas í The Passion of the Christ„Það sem þú gjör, gjör þú skjótt“ Fjórða guðspjallið, kennt við Jóhannes, það segir svo nokkuð aðra sögu um Júdas. Eins og allir vita eru Markúsar-, Matteusar- og Lúkasarguðspjöll að mörgu leyti mjög skyld, enda kölluð „samstofna guðspjöllin“ en Jóhannesarguðspjall sker sig að mörgu frá hinum þremur. Jóhannes kann vel að hafa haft aðgang að ýmsum gömlum heimildum frá ævisögum Jesú sjálfs sem hinir þrír þekktu ekki til, en hann var um leið djarfari en þeir allir við að smíða sína eigin mynd af Jesú. Hans guðspjall er yngst, skrifað varla fyrr en um árið 100-120 e.Kr. og þá hefur Kristsímynd Jesú þróast heilmikið frá því hinir þrír guðspjallamennirnir skráðu sínar frásagnir: Jesú Jóhannesar er miklu meiri guð heldur en Jesú samstofna guðspjallanna. Og það segir líka til sín í mynd Jóhannesar af Júdasi. Jóhannes telur af og frá að hans guðlegi Kristur geti í rauninni verið svikinn af dauðlegum manni, svo frásögn Jóhannesar gefur skýrt til kynna að svik Júdasar eru bara formsatriði; í raun er allt sem gerist samkvæmt forskrift guðs sjálfs. Og Jesú hvetur hann beinlínis áfram: „Það sem þú gjörir, gjör það skjótt!“ Júdas Jóhannesar þarf ekki einu sinni að kyssa Jesú til að svíkja hann, og Jóhannes sér enga ástæðu til að rekja örlög hans eftir svikin – svikarinn er lítið annað en viljalaust verkfæri í þessu guðspjalli og til hvers að níðast á því með því að búa til sögu um hve illa hafi farið fyrir honum? Jóhannes minnist einfaldlega ekki á Júdas framar. En hins vegar er Jóhannes reyndar einn um að reyna að gefa aðra og ögn þekkilegri skýringu á svikum Júdasar en einskæra fégræðgi eða vélabrögð Satans. Það er nefnilega Júdas Jóhannesar sem kvartar þegar María í Betaníu smyr fætur Jesú dýrum ilmsmyrslum og Júdas spyr hvort ekki hefði verið ráð að gefa peningana fátækum frekar en nota þá í svona pjatt.Móðir allra synda Júdas er í rauninni stórmerkileg persóna í Nýja testamentinu af því hann gefur svo skýrt til kynna hvernig hinir frumkristnu reyna að skilja og skýra veröldina og í leiðinni skapa sjálfir þann hugmyndaheim sem þeir ætla að búa í. Eins og getið var um í síðustu viku, þá er ekkert víst að Júdas hafi verið til, úr því ekki er minnst á hann í elstu heimildunum um Jesú og lærisveina hans sem til eru, bréfum Páls. En síðan má lesa í guðspjöllunum merkilega þróun frá því hvernig hann er í fyrstu notaður til að skýra þá furðulegu og hörmulegu staðreynd að hinn góði meistari skuli hafa fallið í hendur svívirðilegra óvina og verið krossfestur, og svo fara menn að spekúlera í, hvers vegna í ósköpunum gerðist það, og hlaut ekki ástæðan að vera fégræðgi, móðir allra synda, eða bara andskotinn sjálfur? Og hlaut Júdas þá ekki að hafa fengið makleg málagjöld? Jú, og menn búa til sögur um það, ólíkar sögur vissulega, en seinna eru gerðar klaufalegar tilraunir til að sameina þær, og þá er barin saman sú farsakennda saga sem ég rakti fyrir viku, sagan um hinn akfeita Júdas sem reyndi að hengja sig, en reipið slitnaði og þá brast kviður hans og iðrin lágu úti. En svo má áfram lesa þróun Júdasar – auðvitað gat ekki verið að almáttugur herrann hafi ekki vitað af yfirvofandi svikum Júdasar, hann vissi það náttúrlega, og vildi það sjálfur, þannig séð, því það varð að uppfylla ritninguna um sjálfsfórn hans, og var Júdas þá kannski bara ekkert svo slæmur, hafði hann ekki bara misskilið meistara sinn, var það ekki skýringin á svikunum, sem voru eiginlega hvort sem er bara leikþáttur Drottins sjálfs? Og endaði svo með því að Júdas fékk sitt eigið guðspjall löngu seinna, þar sem hann var hinn sanni lærisveinn, því hann hjálpaði þeirra allra mest til að uppfylla ritninguna. En þá var að vísu sagan um svikarann orðin of föst í sessi, sagan sem sögð verður nú um páskana, eina ferðina enn, hún er þrátt fyrir allt einföldust, og stundum er best að vera ekkert að flækja hlutina um of. Flækjusaga Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Ég var að tala um Júdas. Manninn sem sveik meistara sinn Jesú frá Nasaret og var úthrópaður versti níðingur heimsins. Fyrir viku hafði ég náð að skoða hvað sagt var um Júdas og þá einkum afdrif hans í tveimur elstu guðspjöllunum, þeim sem kennd eru við Markús og Matteus. Og ég vísa í því sambandi til flækjusögunnar fyrir viku, en hlýt þó að endurtaka að hjá Markúsi var ekkert sagt um hvað varð um Júdas eftir að hann sveik meistara sinn, en Matteus kvað hann hafa gengið út og hengt sig, svo djúpan móral hefði hann fengið eftir að hafa horft upp á Jesú handtekinn fyrir sinn tilverknað. Og hann átti að hafa fleygt þeim 30 silfurpeningum, sem hann fékk fyrir svikin, aftur í æðstu prestana sem höfðu greitt honum féð. Og svo bætti guðspjallamaðurinn við frásögn af því hvað prestarnir hefðu gert við peningana, keypt fyrir þá akur sem síðan hefði verið notaður til að jarðsetja útlendinga. Sú frásögn er öll hin skrýtnasta og virðist í raun einna helst vera tilraun til að skýra af hverju þessi óviðkomandi akur hafi verið kallaður „blóðakur“ – sem sé af því hann var keyptur fyrir „blóðpeninga“. Um leið hafi frásögn Matteusar verið ætlað að varpa akkerum í spádómum Gamla testamentisins, en guðspjallamennirnir lögðu allir mikið upp úr því að geta tengt frásagnir sínar af Jesú við orð spámanna Gamla testamentisins og fóru stundum heillangar Fjallabaksleiðir til þess. En hvað hafði þá Lúkas um þennan erkisvikara páskanna að segja? Hann skrifaði guðspjall sitt líklega um svipað leyti og Matteus; sennilega um árið 80-90 eftir Krist, eða jafnvel nokkru síðar. Í því felst að Lúkas sat við skriftir í besta falli heilum 50 árum eftir að Jesú var krossfestur. Og ljóst má vera að þótt Lúkas hafi augljóslega haft guðspjall Markúsar til hliðsjónar þegar hann skrifaði sína frásögn, þá hefur hann ekkert vitað um hvað Matteus hafði til mála að leggja, enda er til dæmis frásögn hans af Júdasi og afdrifum hans allt önnur en Matteus greindi frá. Lúkas segir í fyrsta lagi frá því að Júdas hafi svikið Jesú ekki af fégræðgi, heldur af því að „Satan fór í [hann]“ og hann bauðst til að framselja Jesú alveg án þess að biðja um fé fyrir, þótt að vísu hafi prestarnir síðan boðið honum ótilgreinda upphæð (ekki minnst á 30 silfurpeninga altso) og hann gengið að því. Í guðspjalli Lúkasar er svo sagt frá svikum Júdasar í Getsemane-garðinum, það er hin kunnuglega frásögn af því þegar hann kyssir meistara sinn svo hermennirnir viti hvern þeir eiga að handsama, en svo er ekki frekar minnst á Júdas í guðspjallinu. Hins vegar skrifaði sami Lúkas líka Postulasöguna, á því er lítill vafi, og þar er reyndar frásögn um afdrif Júdasar. Postularnir koma saman eftir krossfestingu og upprisu Jesú til að velja nýjan mann í stað Júdasar, en hann – segir Pétur postuli í frásögn Lúkasar – „keypti reit fyrir laun ódæðis síns, [en] steyptist á höfuðið og brast sundur í miðju svo að iðrin öll féllu út“. Svo bætir Pétur við að þess vegna hafi reiturinn verið kallaður „blóðreitur“.Júdas í Jesus Christ SuperstarIllskeytt magakveisa Hvað er nú hér á ferð? Jú, bæði Matteus og Lúkas kannast sem sagt við að nálægt Jerúsalem hafi verið reitur eða skiki sem kallaður hafi verið því einkennilega nafni blóðakur, eða eitthvað í þá áttina. Og báðir þekkja sögur í kreðsum hinna frumkristnu um að akurinn hljóti að hafa tengst svikaranum Júdasi og endalokum hans. Og þeir eða heimildarmenn þeirra hafa því búið til sögur sem gætu komið því heim og saman. En þótt útgangspunktur þeirra sé hinn sami – illa fór fyrir Júdasi, og eitthvað tengdist það blóðakri – þá urðu sögurnar mjög ólíkar. Matteus lætur hann ganga út og hengja sig en svo eru það æðstu prestarnir sem kaupa akurinn; Lúkas lætur Júdas hins vegar kaupa akurinn og þar springur hann af fitu eða illskeyttri magakveisu svo blóðug iðrin liggja úti. Svipaða viðleitni Matteusar og Lúkasar til að leggja út af óljósum sögum sem þeir hafa heyrt af meistara sínum má sjá í jólaguðspjöllum þeirra. Jesú var frá Galíleu í norðanverðri Palestínu en bæði Matteus og Lúkas höfðu hins vegar heyrt sögur sem tengdu hann í blábernsku við Betlehem í suðrinu. Þær sögur voru sprottnar af löngun hinna frumkristnu til að tengja Jesú við spádóma Gamla testamentisins um að nýr konungur myndi fæðast í Betlehem, og því sömdu báðir frásögn um það, en þær urðu gerólíkar. Hjá Matteusi var fjölskylda Jesú einfaldlega búsett í Betlehem um það leyti sem hann fæddist, en þurfti að flýja þaðan undan Heródesi Gyðingakóngi. En Lúkas samdi sitt fræga jólaguðspjall um skrásetninguna og för Jósefs og Maríu frá Galíleu til Betlehem, en sú frásögn er aldeilis fráleit frá sagnfræðilegu sjónarmiði, þótt hún kunni að vera snotur svona táknrænt. Ólíkar sögur Matteusar og Lúkasar um afdrif Júdasar eru sem sé til marks um hvernig guðspjallamennirnir reyndu að búa til sannfærandi og samhangandi frásagnir úr þeim heimildum sem þeir höfðu viðað að sér um ævi Jesú, og komu ugglaust úr ýmsum áttum. Hvort þeir hafa beinlínis samið þessar mismunandi sögur sjálfir eða skráð þær einfaldlega eftir misjöfnum heimildum, það skiptir svo ekki öllu máli.Júdas í The Passion of the Christ„Það sem þú gjör, gjör þú skjótt“ Fjórða guðspjallið, kennt við Jóhannes, það segir svo nokkuð aðra sögu um Júdas. Eins og allir vita eru Markúsar-, Matteusar- og Lúkasarguðspjöll að mörgu leyti mjög skyld, enda kölluð „samstofna guðspjöllin“ en Jóhannesarguðspjall sker sig að mörgu frá hinum þremur. Jóhannes kann vel að hafa haft aðgang að ýmsum gömlum heimildum frá ævisögum Jesú sjálfs sem hinir þrír þekktu ekki til, en hann var um leið djarfari en þeir allir við að smíða sína eigin mynd af Jesú. Hans guðspjall er yngst, skrifað varla fyrr en um árið 100-120 e.Kr. og þá hefur Kristsímynd Jesú þróast heilmikið frá því hinir þrír guðspjallamennirnir skráðu sínar frásagnir: Jesú Jóhannesar er miklu meiri guð heldur en Jesú samstofna guðspjallanna. Og það segir líka til sín í mynd Jóhannesar af Júdasi. Jóhannes telur af og frá að hans guðlegi Kristur geti í rauninni verið svikinn af dauðlegum manni, svo frásögn Jóhannesar gefur skýrt til kynna að svik Júdasar eru bara formsatriði; í raun er allt sem gerist samkvæmt forskrift guðs sjálfs. Og Jesú hvetur hann beinlínis áfram: „Það sem þú gjörir, gjör það skjótt!“ Júdas Jóhannesar þarf ekki einu sinni að kyssa Jesú til að svíkja hann, og Jóhannes sér enga ástæðu til að rekja örlög hans eftir svikin – svikarinn er lítið annað en viljalaust verkfæri í þessu guðspjalli og til hvers að níðast á því með því að búa til sögu um hve illa hafi farið fyrir honum? Jóhannes minnist einfaldlega ekki á Júdas framar. En hins vegar er Jóhannes reyndar einn um að reyna að gefa aðra og ögn þekkilegri skýringu á svikum Júdasar en einskæra fégræðgi eða vélabrögð Satans. Það er nefnilega Júdas Jóhannesar sem kvartar þegar María í Betaníu smyr fætur Jesú dýrum ilmsmyrslum og Júdas spyr hvort ekki hefði verið ráð að gefa peningana fátækum frekar en nota þá í svona pjatt.Móðir allra synda Júdas er í rauninni stórmerkileg persóna í Nýja testamentinu af því hann gefur svo skýrt til kynna hvernig hinir frumkristnu reyna að skilja og skýra veröldina og í leiðinni skapa sjálfir þann hugmyndaheim sem þeir ætla að búa í. Eins og getið var um í síðustu viku, þá er ekkert víst að Júdas hafi verið til, úr því ekki er minnst á hann í elstu heimildunum um Jesú og lærisveina hans sem til eru, bréfum Páls. En síðan má lesa í guðspjöllunum merkilega þróun frá því hvernig hann er í fyrstu notaður til að skýra þá furðulegu og hörmulegu staðreynd að hinn góði meistari skuli hafa fallið í hendur svívirðilegra óvina og verið krossfestur, og svo fara menn að spekúlera í, hvers vegna í ósköpunum gerðist það, og hlaut ekki ástæðan að vera fégræðgi, móðir allra synda, eða bara andskotinn sjálfur? Og hlaut Júdas þá ekki að hafa fengið makleg málagjöld? Jú, og menn búa til sögur um það, ólíkar sögur vissulega, en seinna eru gerðar klaufalegar tilraunir til að sameina þær, og þá er barin saman sú farsakennda saga sem ég rakti fyrir viku, sagan um hinn akfeita Júdas sem reyndi að hengja sig, en reipið slitnaði og þá brast kviður hans og iðrin lágu úti. En svo má áfram lesa þróun Júdasar – auðvitað gat ekki verið að almáttugur herrann hafi ekki vitað af yfirvofandi svikum Júdasar, hann vissi það náttúrlega, og vildi það sjálfur, þannig séð, því það varð að uppfylla ritninguna um sjálfsfórn hans, og var Júdas þá kannski bara ekkert svo slæmur, hafði hann ekki bara misskilið meistara sinn, var það ekki skýringin á svikunum, sem voru eiginlega hvort sem er bara leikþáttur Drottins sjálfs? Og endaði svo með því að Júdas fékk sitt eigið guðspjall löngu seinna, þar sem hann var hinn sanni lærisveinn, því hann hjálpaði þeirra allra mest til að uppfylla ritninguna. En þá var að vísu sagan um svikarann orðin of föst í sessi, sagan sem sögð verður nú um páskana, eina ferðina enn, hún er þrátt fyrir allt einföldust, og stundum er best að vera ekkert að flækja hlutina um of.
Flækjusaga Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira