Allt er þá þrennt er hjá Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 10:15 Hyundai i20. Hyundai í Bretlandi var í síðusta mánuði útnefndur bílaframleiðandi ársins hjá Motor Trader, sem eru hagsmunasamtök þeirra sem starfa við bílgreinina í Bretlandi og gefa m.a. út samnefnt tímarit. Þetta er í þriðja sinn á sex árum sem Motor Trader útnefnir Hyundai sem besta bílaframleiðandann. Í áliti dómnefndar var einkum litið til söluárangurs Hyundai í Bretlandi, auk nýrrar og endurhannaðrar vörulínu Hyundai og einstakra nýrra gerða framleiðandans sem hlotið hafa fjölmörg verðlaun vítt og breitt um heiminn. Segir dómnefndin að allir þessir þættir muni eflaust hjálpa framleiðandanum að ná settum markmiðum til 2020.Vilja ná 100.000 bíla sölu í BretlandiÞegar verðlaunin voru afhent sagði Curtis Hutchinson, ritstjóri Motor Trader, að Hyundai hafi aukið vöruúrval sitt á eftirtektarverðan hátt með nýjum og vel hönnuðum bílum sem uppfylli væntingar og þarfir allra helstu markhópa. „Árangurinn blasir við öllum. Hyundai í Bretlandi hefur aukið söluna um 25% frá 2010 og sló sölumet á síðasta ári þegar rúmlega 82 þúsund bílar voru afhentir nýjum eigendum. Forstjóri Hyundai í Bretlandi segir að þótt fyrirtækið hafi tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum verði ekki látið þar við sitja. „Við viljum að Hyundai þrói áfram náið og persónulegt samband sitt við viðskiptavini sína. Það munum við gera m.a. með því að bjóða uppá enn fjölbreyttara úrval bíla sem fólk langar til að eignast og einnig með því að bjóða viðskiptavinum enn persónlegri þjónustu. Markmið Hyundai er að selja a.m.k. 100 þúsund bíla á ári á breska markaðnum, öðlast 5% markaðshlutdeild og verða þar með í hópi fimm helstu bílamerkjanna þar í landi. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent
Hyundai í Bretlandi var í síðusta mánuði útnefndur bílaframleiðandi ársins hjá Motor Trader, sem eru hagsmunasamtök þeirra sem starfa við bílgreinina í Bretlandi og gefa m.a. út samnefnt tímarit. Þetta er í þriðja sinn á sex árum sem Motor Trader útnefnir Hyundai sem besta bílaframleiðandann. Í áliti dómnefndar var einkum litið til söluárangurs Hyundai í Bretlandi, auk nýrrar og endurhannaðrar vörulínu Hyundai og einstakra nýrra gerða framleiðandans sem hlotið hafa fjölmörg verðlaun vítt og breitt um heiminn. Segir dómnefndin að allir þessir þættir muni eflaust hjálpa framleiðandanum að ná settum markmiðum til 2020.Vilja ná 100.000 bíla sölu í BretlandiÞegar verðlaunin voru afhent sagði Curtis Hutchinson, ritstjóri Motor Trader, að Hyundai hafi aukið vöruúrval sitt á eftirtektarverðan hátt með nýjum og vel hönnuðum bílum sem uppfylli væntingar og þarfir allra helstu markhópa. „Árangurinn blasir við öllum. Hyundai í Bretlandi hefur aukið söluna um 25% frá 2010 og sló sölumet á síðasta ári þegar rúmlega 82 þúsund bílar voru afhentir nýjum eigendum. Forstjóri Hyundai í Bretlandi segir að þótt fyrirtækið hafi tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum verði ekki látið þar við sitja. „Við viljum að Hyundai þrói áfram náið og persónulegt samband sitt við viðskiptavini sína. Það munum við gera m.a. með því að bjóða uppá enn fjölbreyttara úrval bíla sem fólk langar til að eignast og einnig með því að bjóða viðskiptavinum enn persónlegri þjónustu. Markmið Hyundai er að selja a.m.k. 100 þúsund bíla á ári á breska markaðnum, öðlast 5% markaðshlutdeild og verða þar með í hópi fimm helstu bílamerkjanna þar í landi.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent