Boltakvóti Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 08:00 Ég fór í brennó með stórum barnahópi um daginn. Þetta voru strákar og stelpur á öllum aldri. Strákarnir voru fullir sjálfsöryggis og snöggir að ná boltanum. Fóru í kapp við eigin liðsmenn og hrifsuðu boltann nánast úr höndum þeirra. Þegar stelpurnar náðu boltanum kölluðu þeir: „Ég skal! Gefð'ann!“ og oftar en ekki gáfu þær boltann eftir. Því trú strákanna á eigin getu var svo sannfærandi. Svo gæti orðið vandræðalegt að berjast af hörku fyrir boltanum en mistakast svo. Hitta engan. Auðvitað mistókst strákunum oft en það var allt í lagi því þeir fengu svo mörg tækifæri til að bæta það upp með þrumuskotum. Stelpurnar voru þó yfirleitt síðastar úr leik. Aðallega af því að þær voru ekki mikilvæg skotmörk í augum strákanna og gleymdust því á kantinum þar til í lokin. Stundum duttu þær út og horfðu út í loftið. Sungu lagstúf. Löguðu taglið. Þangað til skessumamman fór að baula og skipaði strákunum að láta stelpurnar líka fá boltann. Jafnvel þótt þeir hefðu keppst við að ná honum fyrst. Jafnvel þótt stelpunum fyndist kjánalegt að taka við boltanum. „Taktu bara boltann og skjóttu, stelpa!“ Og viti menn. Allt í einu kom einhver neisti í stelpurnar. Keppnisskapið fyllti brjóst þeirra og þær dúndruðu vægðarlaust í allar áttir. Með misjöfnum árangri. Stundum út í runna. En þær fengu þó að prófa. Og prófa aftur. Og svo hitta og fagna. Og þær skutu á hinar stelpurnar sem voru ekki lengur öruggar í felum í einu horninu. Þær þurftu að hlaupa og hoppa og detta fyrir lífi sínu. Hafa fulla einbeitingu og augun á boltanum. Fjör færðist yfir allan leikvöllinn. Allt í einu fór að hljóma: „Skjóta Önnu! Skjóta Svövu!“ Munið þið hvað það er gaman að vera týpan sem allir vilja feiga í brennó? Því þá er maður ógn og maður er mikilvægur. Maður er með í leiknum. Æi, ég fór bara eitthvað að pæla í þessu vegna umræðu um kynjakvóta í kvikmyndabransanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég fór í brennó með stórum barnahópi um daginn. Þetta voru strákar og stelpur á öllum aldri. Strákarnir voru fullir sjálfsöryggis og snöggir að ná boltanum. Fóru í kapp við eigin liðsmenn og hrifsuðu boltann nánast úr höndum þeirra. Þegar stelpurnar náðu boltanum kölluðu þeir: „Ég skal! Gefð'ann!“ og oftar en ekki gáfu þær boltann eftir. Því trú strákanna á eigin getu var svo sannfærandi. Svo gæti orðið vandræðalegt að berjast af hörku fyrir boltanum en mistakast svo. Hitta engan. Auðvitað mistókst strákunum oft en það var allt í lagi því þeir fengu svo mörg tækifæri til að bæta það upp með þrumuskotum. Stelpurnar voru þó yfirleitt síðastar úr leik. Aðallega af því að þær voru ekki mikilvæg skotmörk í augum strákanna og gleymdust því á kantinum þar til í lokin. Stundum duttu þær út og horfðu út í loftið. Sungu lagstúf. Löguðu taglið. Þangað til skessumamman fór að baula og skipaði strákunum að láta stelpurnar líka fá boltann. Jafnvel þótt þeir hefðu keppst við að ná honum fyrst. Jafnvel þótt stelpunum fyndist kjánalegt að taka við boltanum. „Taktu bara boltann og skjóttu, stelpa!“ Og viti menn. Allt í einu kom einhver neisti í stelpurnar. Keppnisskapið fyllti brjóst þeirra og þær dúndruðu vægðarlaust í allar áttir. Með misjöfnum árangri. Stundum út í runna. En þær fengu þó að prófa. Og prófa aftur. Og svo hitta og fagna. Og þær skutu á hinar stelpurnar sem voru ekki lengur öruggar í felum í einu horninu. Þær þurftu að hlaupa og hoppa og detta fyrir lífi sínu. Hafa fulla einbeitingu og augun á boltanum. Fjör færðist yfir allan leikvöllinn. Allt í einu fór að hljóma: „Skjóta Önnu! Skjóta Svövu!“ Munið þið hvað það er gaman að vera týpan sem allir vilja feiga í brennó? Því þá er maður ógn og maður er mikilvægur. Maður er með í leiknum. Æi, ég fór bara eitthvað að pæla í þessu vegna umræðu um kynjakvóta í kvikmyndabransanum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun