Lífið

Sögulegar sættir í beinni útsendingu: Andri Freyr og Guðrún Sóley féllust í faðma

Birgir Olgeirsson skrifar
Andri Freyr og Guðrún Sóley.
Andri Freyr og Guðrún Sóley. Vísir
Útvarpsfólkið Andri Freyr Viðarsson og Guðrún Sóley Gestsdóttir hafa sæst eftir rimmuna sem þau áttu í beinni útsendingu á Rás 2 síðastliðinn mánudagsmorgun.

Guðrún Sóley er annar af þáttastjórnendum Morgunútvarps Rásar 2 en Andri Freyr annar af stjórnendum þáttarins Virkir morgnar. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við.

Í morgun sagðist Andri Freyr þurfa að hreinsa aðeins til og kom með glaðning handa Guðrúnu Sóley. Færði hann henni sykurlaust döðlubrauð sem hann bakaði í gær. Féllust þau í faðma og kysstust í beinni útsendingu í framhaldinu, en hlusta má á þessi samskipti á vef RÚV hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×