Lífið

Fyrsti drengurinn sem birtist í Barbie auglýsingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrirtækið Mattel hefur átt undir högg að sækja síðustu ár. Sala á Barbie dúkkum hefur farið minnkandi fjögur ár í röð og í fyrra minnkaði hún um 16 prósent. Nú hefur fyrirtækið tekið höndum saman við tískuvörumerkið Moschino um framleiðslu nýrrar dúkku og í auglýsingu dúkkunnar leikur drengur í fyrsta sinn í 70 ára sögu Mattel.

Nýja dúkkan var fyrst gefin út í síðustu viku og seldist hún upp á klukkutíma, en um einungis 700 dúkkur var að ræða. Hún kostaði 150 dali, eða um 20 þúsund krónur. Á Ebay má sjá að dúkkurnar eru til sölu þar á 350 til 400 dali.



Auglýsingunni hefur verið hrósað í hástert á samfélagsmiðlum og þykir hún vel heppnuð. Það þykir heppilegt fyrir Mattel, sem nýverið missti leyfi til að framleiða dúkkur fyrir Disney til samkeppnisaðila síns Hasbro. Þar á meðal eru hinar gífurlega vinsælu dúkkur af karakterum úr Frozen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.