Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2015 22:31 Jón Arnór eftir leikinn. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum