Slitastjórn Kaupþings hefur formlega sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþingi.
Sótt var um undanþáguna síðastliðinn föstudag en fram kemur í tilkynningunni að undanþágan sé nauðsynleg svo hægt sé að uppfylli skilyrði stjórnvalda í tengslum við losun gjaldeyrishafta. Umsókn slitastjórnarinnar er byggð á tillögum frá kröfuhöfum bankans.
Eins og kunnugt er hafa slitabú föllnu bankanna fram til áramóta til að uppfylla stöðugleikaskilyrði stjórnvalda vegna losunar gjaldeyrishafta. Þau felast meðal annars í greiðslu stöðugleikaframlags opg endurfjármögnun lána.
Þegar áætlun stjórnvalda var kynnt í júní síðastliðnum lögðu ákveðnir kröfuhafar bankanna fram tillögur um hvernig þeir hygðust standa að stöðugleikaframlagi.
Ítarlega útlistun á því má nálgast á vef fjármálaráðuneytisins en meðal þess sem tillögurnar fela í sér er að framselja kröfur á hendur innlendum aðilum að nafnverði um það bil 114,8 milljörðum íslenskra króna.
Kaupþing óskar eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum

Tengdar fréttir

Lífeyrissjóðirnir þurfa rýmri heimildir en áætlun stjórnvalda um losun hafta leyfir
Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum nú 24% en þyrftu að vera allt að 50% að mati sjóðanna.

Haftalosun í þremur liðum
Oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Lýtur að slitabúum gömlu bankanna, aflandskrónum og uppbyggingu raunhagkerfis. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna.

Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur
Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna.

Már telur Ísland sönnun þess að gjaldeyrishöft geti virkað
Seðlabankastjóri segir fámenni og staðsetningu Íslands hafi hjálpað til við lagningu gjaldeyrishafta.

Má ekki verða tekjuöflun fyrir ríkissjóð
Krónur sem teknar eru úr umferð mega ekki pumpast út í hagkerfið og auka þannig þrýsting.