Meiri áhersla á náttúrulegt útlit og fallega húð í vetur Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 10. september 2015 08:00 Hugo var fenginn í verkefni með Blue Lagoon á meðan hann er hér á landi en hann nýtir vörurnar þeirra með förðunum. Mynd/Vilhelm Franski förðunarmeistarinn Hugo Villard er staddur hér á landi en hann hefur lengi verið heillaður af Íslandi. Hann byrjaði að læra förðun aðeins 16 ára gamall og hefur hingað til verið að farða hjá Vogue í Þýskalandi, Mexíkó og Japan, tímaritinu Another Magazine og mörgum fleiri heimsþekktum blöðum og tískumerkjum sem leggja línurnar í tískuheiminum. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands en hann hefur verið með námskeið og að kenna fyrir Mood Make-up School. „Ég var mjög heillaður af Björk svo ég ákvað að koma hingað árið 2010 til þess að sjá hana á tónleikum. Eftir þá heimsókn vissi ég að ég yrði að koma hingað aftur og langaði aðeins að vinna hérna þannig ég setti mig í samband við Eygló, sem er eigandi Mood, og við höfum átt í farsælu samstarfi síðan þá.“ Íslenska förðunartískan sem margar ungar stelpur virðast fylgja kom Hugo verulega á óvart. „Það sem kom mest á óvart var hvað sumar eru mikið málaðar. Ég bý í París þar sem konur mála sig lítið og eru helst með hárið eins og þær sé nývaknaðar. Stundum bæta þær á sig rauðum varalit. Hérna á Íslandi eru stelpur meira undir áhrifum frá Bandaríkjunum, Kim Kardashian ber að nefna í því samhengi.“ Það hafa eflaust margir tekið eftir því að förðunartíska, sem kallast „contouring“ og snýst um að skyggja nokkra hluta andlitsins og lýsa aðra hluta til þess að skerpa línur, hefur verið vinsæl hér á landi. Eygló segir þó að hún eigi von á breytingu á þessu í vetur. „Ég held að þetta sé komið gott og ég hef tekið eftir því að það er meiri áhersla á fallega og náttúrulega húð, minni augnmálning og svo kannski flottur varalitur.“ „Náttúrulegar snyrtivörur eru alltaf að verða vinsælli og þær eiga eftir að spila mikilvægt hlutverk í vetur. En hvað varðar förðun þá sé ég fyrir mér að það verði mjög mörg trend í gangi. Það sem mér hefur þótt mest áberandi er gyllt 70‘s förðun og frekar dökk „goth“ förðun með ljósri húð, dökkum augum og dökkum vörum. Svo vona ég líka að dökkir berjalitaðir varalitir komist í tísku enda fara þeir öllum vel,“ segir Hugo. Eftir veru sína á Íslandi fer Hugo til Mílanó þar sem hann ætlar að taka þátt í tískuvikunni sem verður seinna í september. „Ég hef alltaf verið í París en það er kominn tími til að prófa nýtt umhverfi. Umboðsskrifstofan mín er í Mílanó og ég ætla að flytja þangað. Ég veit ekki enn þá hvaða verkefni ég tek þátt í í tískuvikunni en það er allavega víst að Mílanó heldur eina flottustu tískuvikuna.“ Hugo átti erfitt með skóla sem unglingur en hafði mikinn áhuga á því að teikna og þegar hann fékk að prófa að sækja námskeið í „special effects“ málun aðeins 16 ára gamall þá umbreyttist líf hans. „Ég hélt alltaf að tíska væri bara föt og skór. Förðun er fullkomin leið fyrir mig til þess að skapa og sameina áhugamálin mín. Það tekur tíma að gera förðunina að lifibrauði en í millitíðinni var ég aðeins að módela en mér fannst það ekki vera fyrir mig.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Franski förðunarmeistarinn Hugo Villard er staddur hér á landi en hann hefur lengi verið heillaður af Íslandi. Hann byrjaði að læra förðun aðeins 16 ára gamall og hefur hingað til verið að farða hjá Vogue í Þýskalandi, Mexíkó og Japan, tímaritinu Another Magazine og mörgum fleiri heimsþekktum blöðum og tískumerkjum sem leggja línurnar í tískuheiminum. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands en hann hefur verið með námskeið og að kenna fyrir Mood Make-up School. „Ég var mjög heillaður af Björk svo ég ákvað að koma hingað árið 2010 til þess að sjá hana á tónleikum. Eftir þá heimsókn vissi ég að ég yrði að koma hingað aftur og langaði aðeins að vinna hérna þannig ég setti mig í samband við Eygló, sem er eigandi Mood, og við höfum átt í farsælu samstarfi síðan þá.“ Íslenska förðunartískan sem margar ungar stelpur virðast fylgja kom Hugo verulega á óvart. „Það sem kom mest á óvart var hvað sumar eru mikið málaðar. Ég bý í París þar sem konur mála sig lítið og eru helst með hárið eins og þær sé nývaknaðar. Stundum bæta þær á sig rauðum varalit. Hérna á Íslandi eru stelpur meira undir áhrifum frá Bandaríkjunum, Kim Kardashian ber að nefna í því samhengi.“ Það hafa eflaust margir tekið eftir því að förðunartíska, sem kallast „contouring“ og snýst um að skyggja nokkra hluta andlitsins og lýsa aðra hluta til þess að skerpa línur, hefur verið vinsæl hér á landi. Eygló segir þó að hún eigi von á breytingu á þessu í vetur. „Ég held að þetta sé komið gott og ég hef tekið eftir því að það er meiri áhersla á fallega og náttúrulega húð, minni augnmálning og svo kannski flottur varalitur.“ „Náttúrulegar snyrtivörur eru alltaf að verða vinsælli og þær eiga eftir að spila mikilvægt hlutverk í vetur. En hvað varðar förðun þá sé ég fyrir mér að það verði mjög mörg trend í gangi. Það sem mér hefur þótt mest áberandi er gyllt 70‘s förðun og frekar dökk „goth“ förðun með ljósri húð, dökkum augum og dökkum vörum. Svo vona ég líka að dökkir berjalitaðir varalitir komist í tísku enda fara þeir öllum vel,“ segir Hugo. Eftir veru sína á Íslandi fer Hugo til Mílanó þar sem hann ætlar að taka þátt í tískuvikunni sem verður seinna í september. „Ég hef alltaf verið í París en það er kominn tími til að prófa nýtt umhverfi. Umboðsskrifstofan mín er í Mílanó og ég ætla að flytja þangað. Ég veit ekki enn þá hvaða verkefni ég tek þátt í í tískuvikunni en það er allavega víst að Mílanó heldur eina flottustu tískuvikuna.“ Hugo átti erfitt með skóla sem unglingur en hafði mikinn áhuga á því að teikna og þegar hann fékk að prófa að sækja námskeið í „special effects“ málun aðeins 16 ára gamall þá umbreyttist líf hans. „Ég hélt alltaf að tíska væri bara föt og skór. Förðun er fullkomin leið fyrir mig til þess að skapa og sameina áhugamálin mín. Það tekur tíma að gera förðunina að lifibrauði en í millitíðinni var ég aðeins að módela en mér fannst það ekki vera fyrir mig.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira