Lífið

Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“

Tinni Sveinsson skrifar
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.



Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð. 

Brynjólfur reitir af sér brandarana alla ferðina. Tekur freestyle í bílnum og þusar við hvert tækifæri um bláskeljar, útlendinga í Þistilfirði, dauða hesta, vatnstófur og fleira.

Davíð og Brynjólfur fara síðan í eltingaleik við selina í firðinum en þeir bregða sér á kanó með Borea Adventures.

Þessi skemmtilega ferð endar síðan í miklum „bromance“ þegar strákarnir fara út að borða og vinastíflan brestur. Þar horfast þeir í augu og syngja saman við lagið Let Her Go með Passenger.


Tengdar fréttir

Láta allt flakka á Norðurlandi

Strákarnir í Illa farnir fara um víðan völl. Þeir renna sér niður brekkur, kíkja á Grettislaug og fá sér spikfeita tvíhleypu.

Velti sleðanum og fór úr axlarlið

Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið.

Syndir norðursins

Strákarnir í Illa farnir eru mættir til Akureyrar en þeir taka Norðurlandið fyrir í næstu þáttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.