Haukur Hákon lætur ekkert stöðva sig og fór upp Esjuna: „Æðislegt að fá að fara alla þessa leið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. september 2015 14:15 Haukur Hákon er 15 ára ofurhugi. vísir. „Ég hef mjög gaman af útivist, hvort sem það er að ganga, synda, hlaupa eða hvað sem er,“ segir Haukur Hákon Loftsson 15 ára íslenskur strákur sem er með CP lömun en lætur ekkert stöðva sig. „Það sem einkennir mig er mest gleði, hamingja og sjálfstæði og ég kann að hlusta. Ég er í Langholtskóla og er að fara í 10. bekk. Maður trúir því kannski ekki sjálfur að maður sé að fara í tíunda bekk, því það er svo stutt síðan að maður var bara lítill polli.“ Haukur æfir sund hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. „Ég er búinn að æfa sund í fimm ár. Ég er búinn að vera í mörgum íþróttum en mér finnst sundið vera einna allra best. Ég get ekki synt baksund, því þá fer mér að svima og svona. Bringusundið og skriðsundið eru svona mínar aðalgreinar.“ Haukur er ættleiddur frá Indlandi. „Hann getur ekki staðið uppréttur og gengur því um í göngugrind eða fer um í hjólastól,“ segir Sigrún Hauksdóttir, móðir Hauks, og bætir því við að hann sé alltaf til í allt. „Hann er alltaf glaður og kátur og aldrei neitt vesen. Þegar að tækifærið gafst hjá Öryggismiðstöðinni að hægt væri að fara upp á Esju þá sóttum við strax um fyrir Hauk, því þetta var frábært tækifæri fyrir hann.“Haukur lætur ekkert stöðva sig.„Mér finnst ég fá voðalega mikið út úr því, bæði að hreyfa mig og fá þessa hjálp sem ég þarf að fá. Að fá að prófa að fara á Esjuna í fyrsta skipti var æðislegt.“ Nú á dögunum aðstoðaði Öryggismiðstöðin 24 einstaklinga, með einhverskonar fötlun, upp Esjuna. Var þetta gert í tilefni af tuttugu ára afmæli fyrirtækisins. Haukur var einn af þeim. „Þetta var rosalega skemmtileg upplifun,“ sagði Haukur rétt áður en hann fór af stað upp fjallið. „Það er ekkert sjálfgefið að fá vindinn í andlitið og verða skítugur þegar maður er fatlaður,“ segir Sigrún. „Við vorum alltaf með það markmið að komast alla leið. Strákarnir sem voru að aðstoða mig voru alveg búnir á því en þetta hafðist að lokum. Við komumst upp að Steini og náðum að taka myndir. Þetta var alveg æðislegt, æðislegt að fá að fara alla þessa leið.“ Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
„Ég hef mjög gaman af útivist, hvort sem það er að ganga, synda, hlaupa eða hvað sem er,“ segir Haukur Hákon Loftsson 15 ára íslenskur strákur sem er með CP lömun en lætur ekkert stöðva sig. „Það sem einkennir mig er mest gleði, hamingja og sjálfstæði og ég kann að hlusta. Ég er í Langholtskóla og er að fara í 10. bekk. Maður trúir því kannski ekki sjálfur að maður sé að fara í tíunda bekk, því það er svo stutt síðan að maður var bara lítill polli.“ Haukur æfir sund hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. „Ég er búinn að æfa sund í fimm ár. Ég er búinn að vera í mörgum íþróttum en mér finnst sundið vera einna allra best. Ég get ekki synt baksund, því þá fer mér að svima og svona. Bringusundið og skriðsundið eru svona mínar aðalgreinar.“ Haukur er ættleiddur frá Indlandi. „Hann getur ekki staðið uppréttur og gengur því um í göngugrind eða fer um í hjólastól,“ segir Sigrún Hauksdóttir, móðir Hauks, og bætir því við að hann sé alltaf til í allt. „Hann er alltaf glaður og kátur og aldrei neitt vesen. Þegar að tækifærið gafst hjá Öryggismiðstöðinni að hægt væri að fara upp á Esju þá sóttum við strax um fyrir Hauk, því þetta var frábært tækifæri fyrir hann.“Haukur lætur ekkert stöðva sig.„Mér finnst ég fá voðalega mikið út úr því, bæði að hreyfa mig og fá þessa hjálp sem ég þarf að fá. Að fá að prófa að fara á Esjuna í fyrsta skipti var æðislegt.“ Nú á dögunum aðstoðaði Öryggismiðstöðin 24 einstaklinga, með einhverskonar fötlun, upp Esjuna. Var þetta gert í tilefni af tuttugu ára afmæli fyrirtækisins. Haukur var einn af þeim. „Þetta var rosalega skemmtileg upplifun,“ sagði Haukur rétt áður en hann fór af stað upp fjallið. „Það er ekkert sjálfgefið að fá vindinn í andlitið og verða skítugur þegar maður er fatlaður,“ segir Sigrún. „Við vorum alltaf með það markmið að komast alla leið. Strákarnir sem voru að aðstoða mig voru alveg búnir á því en þetta hafðist að lokum. Við komumst upp að Steini og náðum að taka myndir. Þetta var alveg æðislegt, æðislegt að fá að fara alla þessa leið.“
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira