Öllum kröfum Marella hafnað Sæunn Gísladóttir skrifar 7. september 2015 14:15 Eigendur og starfsmenn Caruso fengu að sækja persónulega muni, vín og mat nokkrum dögum eftir að hafa verið læstir úti. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Öllum kröfum Marella ehf., rekstrarfélags sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, gegn Hótel Valhöll ehf sem átti húsnæðið sem þeir leigðu við Þingholtsstræti 1 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marella var einnig úrskurðað til greiðslu 350 þúsund króna fyrir málskostnað Hótel Valhallar ehf. Í úrskurðinum féllst héraðsdómur þannig á allar kröfur og röksemdir Hótels Valhallar ehf. í málinu. Forsaga málsins er sú að Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðaði dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Allir munirnir eru nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. Deilan snérist helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Sveinn Jónatnsson, lögmaður Hótels Valhallar ehf, segist í samtali við Vísi ánægður með hvernig fór. „Það er fallist á allar kröfur míns umbjóðanda og það sem menn eru kannski ánægðastir með í þeim efnum er að í fyrsta lagi er fallist á þau mótmæli sem fólust í því að málatilbúnaður gerðarbeiðenda væri ekki nægilega skýr og ekki nægilega góður. Svo í öðru lagi á því að það væri alveg ljóst samkvæmt fyrirliggjandi leigusamningi að umræddir lausafjármunir og þeir lausafjármunir sem voru til staðar og þurfti að nýta til að reka þetta veitingahús bar þeim að skilja eftir. Þannig að sá sem átti húsnæðið og ætlaði að halda áfram rekstri hefði afnot af þeim eftir að leigusamningi lyki. Þetta eru skýr ákvæði í samningum og niðurstaðan er sú að Marella væri leigutaki og væri því undir leigusamningi á þetta er fallist," segir Sveinn. Marella ehf. hefur nú tvær vikur til þess að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Öllum kröfum Marella ehf., rekstrarfélags sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, gegn Hótel Valhöll ehf sem átti húsnæðið sem þeir leigðu við Þingholtsstræti 1 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marella var einnig úrskurðað til greiðslu 350 þúsund króna fyrir málskostnað Hótel Valhallar ehf. Í úrskurðinum féllst héraðsdómur þannig á allar kröfur og röksemdir Hótels Valhallar ehf. í málinu. Forsaga málsins er sú að Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðaði dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Allir munirnir eru nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. Deilan snérist helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Sveinn Jónatnsson, lögmaður Hótels Valhallar ehf, segist í samtali við Vísi ánægður með hvernig fór. „Það er fallist á allar kröfur míns umbjóðanda og það sem menn eru kannski ánægðastir með í þeim efnum er að í fyrsta lagi er fallist á þau mótmæli sem fólust í því að málatilbúnaður gerðarbeiðenda væri ekki nægilega skýr og ekki nægilega góður. Svo í öðru lagi á því að það væri alveg ljóst samkvæmt fyrirliggjandi leigusamningi að umræddir lausafjármunir og þeir lausafjármunir sem voru til staðar og þurfti að nýta til að reka þetta veitingahús bar þeim að skilja eftir. Þannig að sá sem átti húsnæðið og ætlaði að halda áfram rekstri hefði afnot af þeim eftir að leigusamningi lyki. Þetta eru skýr ákvæði í samningum og niðurstaðan er sú að Marella væri leigutaki og væri því undir leigusamningi á þetta er fallist," segir Sveinn. Marella ehf. hefur nú tvær vikur til þess að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24