Bílar

Nýr Audi Q7 reyndur

Finnur Thorlacius skrifar
Um síðustu helgi kynnti Hekla nýja kynslóð Audi Q7 jeppans í nýjum og breyttum sýningarsal Audi bíla í höfuðpstöðvum Heklu við Laugaveginn. Örfáum dögum áður fékk bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins að prófa bílinn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þar fer hreint mögnuð lúxuskerra sem margir Audi aðdáendur munu taka fagnandi. 

Í gegnum tíðina hefur Q7 reynst eigendum sínum vel og á bíllinn marga dygga aðdáendur. Einstakir aksturseiginleikar, nýtt upplýsingakerfi og framúrstefnulegt aðstoðarkerfi ökumanns er eitt af mörgu sem má nefna í þessum nýja bíl.  Nýr Audi Q7 er gott dæmi um fagmennsku Audi í hönnun, gæðum og tækni.

Aðstoðarkerfið leggur bílnum í meðal annars í bílastæði, bakkar með kerru og keyrir bílinn í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður reyndar upp á fleiri aðstoðarkerfi. Bíllinn er hlaðinn tækninýjungum og kemur meðal annars með svo kölluðu ,,Audi virtual” mælaborði og nýju ,,MMI” kerfi sem inniheldur íslenskt leiðsögukerfi sem stýrt er með snertiborði í miðjustokk. Hann er einn af fyrstu bílunum sem bjóða upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay.

Nýr Q7 er búinn quattro fjórhjóladrifi. Hann er stæðilegur lúxusjeppi en jafnframt snarpur og sparneytinn þar sem hann er 325 kílóum léttari og 26% eyðslugrennri en fyrirrennarinn.  Dísilvélin 3.0 TDI er 272 hestöfl og bensínvélin 3.0 TFSI 333 hestöfl sem skila nýjum Audi Q7 frá 0-100 km/klst á 6,1 sekúndu (TFSI) og 6,3 sekúndum (TDI). 



Nýr Audi Q7 með dísilvél eyðir um 26% minna en fyrirrennarinn og eyðir aðeins 5,7 lítra af eldsneyti á hundraði í blönduðum akstri. CO2 útblástur vélarinnar er 149 g/km sem er það lægsta sem þekkist í flokki lúxusjeppa. 
Verð á nýjum Audi Q7 3.0 TDI er frá 11.890.000 krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×