Lífið

George R. R. Martin skrifar nýja þætti fyrir HBO

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
George R. R. Martin
George R. R. Martin vísir/getty
Aðdáendur Game of Thrones bókanna eru margir hverjir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir því að George R. R. Martin, höfundur bókanna, sendi frá sér næstu bók í flokknum. Þeir frekustu vilja að Martin einbeiti sér eingöngu að því að ljúka bókinni en þeim verður ekki að ósk sinni þar sem hann hefur tekið að sér að skrifa handrit að nýjum þáttum fyrir HBO.

Þættirnir sem um ræðir munu heita Captain Cosmos og fjalla um ungan rithöfund sem setur sér það markmið að segja sögu sem enginn annar rithöfundur myndi þora að skrifa.

Martin hefur að undanförnu reynt að einbeita sér að því að ljúka Winds of Winter og hefur hætt að koma fram að undanförnu. Hann skrifaði til að mynda ekkert handrit fyrir nýjustu seríuna af Game of Thrones sem hefst eftir viku.

„Satt best að segja vildi ég að bókin væri komin út nú þegar,“ segir Martin í viðtali við Entertainment Weekly. „Kannski er ég full bjartsýnn um hve hratt ég get komið henni út. En ég hef sleppt því að mæta á tvær ráðstefnur nú þegar og hef hætt við fjölda viðtala þannig ég er að gera eins mikið og ég get.“

Fyrsta bók Martin í A Song of Ice and Fire seríunni kom út árið 1996 og sú næsta er númer sex í röðinni. Þær verða alls sjö. Ekki hefur fengist staðfest hvenær sú sjötta kemur en líklegt þykir að það verði á næsta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.