Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. apríl 2015 22:30 Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. „Það er hellingsreynsla í þessu liði og hellingshæfileiki. Þessir ungu strákar eru ekkert ungir lengur. Þeir voru með okkur í 1. deildinni í fyrra og hafa fengið mikla reynslu í vetur. Það er alveg sama hvaða kappa þjálfarinn setur inná, það eru allir tilbúnir," segir Helgi Freyr. „Ef þú fylgist með bekknum hjá okkur þá sérðu að strákarnir á endanum eru jafn tilbúnir að koma inn á eins og strákarnir sem eru fremst. Þeir vita aldrei hver á að koma inná næst og þessir strákar eru búnir að sanna sig í vetur." Þrátt fyrir að þið hafið fengið frí eftir að hafa sópað Þór Þorlákshöfn út úr keppni í 8-liða úrslitum var ekkert ryð í ykkur, þið voruð hungraðir í að spila körfubolta. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fá ákveðið tækifæri hérna. Við erum nokkrir búnir að vera ansi lengi í þessu en Svavar Birgisson er sá eini í liðinu sem hefur komist þetta langt áður. Skilaboð okkar til ungu strákanna; þið fáið ekki þetta tækifæri alltof oft og við skulum nýta það. Nú tökum við þetta alla leið." Umgjörðin er glæsilegt og stemningin mikil, hve gaman er að taka þátt í þessu ævintýri? „Þetta er bara algjör snilld. Þú sérð það bara, það er allur fjörðurinn iðandi og við fáum fólk úr öðrum sveitarfélögum á leikina. Ég held að það sé hvergi eins góð umgjörð um körfubolta og hérna. Við erum með einhverja flottustu stuðningsmannasveit á landinu. „Þeir eru ekki bara að mæta á leikina í úrslitakeppninni. Þeir eru með lög um hvern leikmann og alla dómarana og þeir eru jákvæðir. Það eru svo rosalega margir á bak við þetta, ekki örfáir í baklandinu heldur allur bærinn. Það er ekkert félag á landinu með svona bakland." Viðtalið við Helga má sjá í heild sinni hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Körfubolti Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. „Það er hellingsreynsla í þessu liði og hellingshæfileiki. Þessir ungu strákar eru ekkert ungir lengur. Þeir voru með okkur í 1. deildinni í fyrra og hafa fengið mikla reynslu í vetur. Það er alveg sama hvaða kappa þjálfarinn setur inná, það eru allir tilbúnir," segir Helgi Freyr. „Ef þú fylgist með bekknum hjá okkur þá sérðu að strákarnir á endanum eru jafn tilbúnir að koma inn á eins og strákarnir sem eru fremst. Þeir vita aldrei hver á að koma inná næst og þessir strákar eru búnir að sanna sig í vetur." Þrátt fyrir að þið hafið fengið frí eftir að hafa sópað Þór Þorlákshöfn út úr keppni í 8-liða úrslitum var ekkert ryð í ykkur, þið voruð hungraðir í að spila körfubolta. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fá ákveðið tækifæri hérna. Við erum nokkrir búnir að vera ansi lengi í þessu en Svavar Birgisson er sá eini í liðinu sem hefur komist þetta langt áður. Skilaboð okkar til ungu strákanna; þið fáið ekki þetta tækifæri alltof oft og við skulum nýta það. Nú tökum við þetta alla leið." Umgjörðin er glæsilegt og stemningin mikil, hve gaman er að taka þátt í þessu ævintýri? „Þetta er bara algjör snilld. Þú sérð það bara, það er allur fjörðurinn iðandi og við fáum fólk úr öðrum sveitarfélögum á leikina. Ég held að það sé hvergi eins góð umgjörð um körfubolta og hérna. Við erum með einhverja flottustu stuðningsmannasveit á landinu. „Þeir eru ekki bara að mæta á leikina í úrslitakeppninni. Þeir eru með lög um hvern leikmann og alla dómarana og þeir eru jákvæðir. Það eru svo rosalega margir á bak við þetta, ekki örfáir í baklandinu heldur allur bærinn. Það er ekkert félag á landinu með svona bakland." Viðtalið við Helga má sjá í heild sinni hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Körfubolti Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41