Bleikjan farin að taka í Vífilstaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. apríl 2015 15:01 Það getur oft verið þétt við bakkann þegar aðstæður eru réttar í Vífilstaðavatni Mynd: Veiðikortið Þrátt fyrir kuldatíð eru veiðimenn farnir að koma sér fyrir við bakkann á þeim ám og vötnum sem hafa opnað fyrir veiðimenn. Eitt af þeim vötnum sem er alltaf vel sótt er Vífilstaðavatn en vorveiðin þar getur verið ágæt ef menn kunna að nálgast bleikjuna. Bleikjan í Vífilstaðavatni er ekki stór og það verður seint sagt að hún sé eitthvað sérstaklega tökuglöð nema þegar rétta flugan er fundin, þá getur hún tekið ansi grimmt. Veiðin í vatninu er best í maí og fram í júní áður en gróðurinn í vatninu nær til yfirborðsins eftir það dettur veiðin niður einfaldlega vegna þess að það verður erfiðara að koma flugunni að fiskinum án þess að flækja hana í gróðri. Til að ná besta árangrinum í vatninu er nauðsynlegt að vaða ekki út í það að óþörfu og byrja veiðina frá landi. Bleikjan kemur oft alveg upp að bakkanum í ætisleit og það getur oft verið frekar fyndið að sjá veiðimenn 5-6 metra útí vatni og bleikjan að vaka fyrir aftan þá allann tímann. Veiðin hefur þessa fyrstu daga ekki verið beysin en þó kemur ein og ein á land þegar það lægir og vatnið hreinsar sig. Flugurnar sem hún er að taka eru helst litlar straumflugur sem fá að veiða sem næst botni á hægum inndrætti. Fiskurinn er kannski ekkert sérstaklega stór en tekur vel í. Algengast er að fá 0.5-1 kg fiska en stöku sinnum sjást þær stærri þarna. Um leið og það hlýnar aðeins er vatnið fljótt í gang og þá er aðalvesenið að fá pláss við bakkann. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Þrátt fyrir kuldatíð eru veiðimenn farnir að koma sér fyrir við bakkann á þeim ám og vötnum sem hafa opnað fyrir veiðimenn. Eitt af þeim vötnum sem er alltaf vel sótt er Vífilstaðavatn en vorveiðin þar getur verið ágæt ef menn kunna að nálgast bleikjuna. Bleikjan í Vífilstaðavatni er ekki stór og það verður seint sagt að hún sé eitthvað sérstaklega tökuglöð nema þegar rétta flugan er fundin, þá getur hún tekið ansi grimmt. Veiðin í vatninu er best í maí og fram í júní áður en gróðurinn í vatninu nær til yfirborðsins eftir það dettur veiðin niður einfaldlega vegna þess að það verður erfiðara að koma flugunni að fiskinum án þess að flækja hana í gróðri. Til að ná besta árangrinum í vatninu er nauðsynlegt að vaða ekki út í það að óþörfu og byrja veiðina frá landi. Bleikjan kemur oft alveg upp að bakkanum í ætisleit og það getur oft verið frekar fyndið að sjá veiðimenn 5-6 metra útí vatni og bleikjan að vaka fyrir aftan þá allann tímann. Veiðin hefur þessa fyrstu daga ekki verið beysin en þó kemur ein og ein á land þegar það lægir og vatnið hreinsar sig. Flugurnar sem hún er að taka eru helst litlar straumflugur sem fá að veiða sem næst botni á hægum inndrætti. Fiskurinn er kannski ekkert sérstaklega stór en tekur vel í. Algengast er að fá 0.5-1 kg fiska en stöku sinnum sjást þær stærri þarna. Um leið og það hlýnar aðeins er vatnið fljótt í gang og þá er aðalvesenið að fá pláss við bakkann.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði