Lífið

Palli frumflytur lag í Ísland Got Talent

Jóhann Óli Eiðsson og Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Páll Óskar Hjálmtýsson
Páll Óskar Hjálmtýsson Vísir/Lárus Sigurðarson
„Ég held svei mér þá að þetta sé það besta sem hefur komið frá mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, en hann mun frumflytja glænýtt lag í beinni útsendingu í úrslitaþætti Ísland Got Talent á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Aðstandendur keppninnar buðu Palla að frumflytja lagið í lokaþættinum, sem hann auðvitað þáði.

„Um leið og ég er búinn að frumflytja lagið, bara um leið og ég stíg af sviðinu, verður hægt að ná í lagið á palloskar.is, á Spotify og tónlist.is,“ segir Palli, en hann ætlar að bæta um betur og verður lagið þar aðgengilegt án endurgjalds.

„Ég ákvað að gefa lagið og það verður ekki einu sinni hægt að koma með frjáls fjárframlög,“ segir hann. „Svo er tilbúið textamyndband sem fer beint inn á Youtube strax eftir flutninginn.“

Í síðasta mánuði var opnuð sýning Palla í Rokksafninu. „Það er búin að vera rúllandi fín umferð þarna og þetta gengur bara mega-vel. Safnið tekur á móti hópum á virkum dögum og hafa bæði grunn- og leikskólar heimsótt sýninguna ásamt því að fyrirtæki fara með hóp í peppferðir þangað,“ segir Palli, sem var staddur á Akureyri að taka upp nýtt efni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.