Lífið

Það er best að abbast ekkert upp á verði drottningarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Ferðamanni í London brá heldur í brún þegar hermaður miðaði byssu á hann og öskraði. Ferðamaðurinn hafði gengið samhliða hermanninum og tók sig svo til og lagði höndina á öxl hans, væntanlega fyrir myndatöku.

Hermaðurinn tók ekki vel í það. Hann mundaði byssu sína, miðaði henni á ferðamanninn og öskraði: „Get back from the queen´s guard.“ Sem þýðir: „Farðu frá verði drottningarinnar.“

Það er líklega óhætt að giska á að ferðamanninum hafi brugðið, þrátt fyrir að það sjáist ekki á myndbandinu. Hermaðurinn virðist bara halda göngu sinni áfram eftir að ferðamaðurinn hleypur í burtu.

Vert er að taka fram að varðmenn drottningarinnar eru ekki lítið þjálfaðir viðhafnahermenn. Heldur eru þeir allir virkir hermenn í þjónustu í Bretlandi og margir þeirra hafa tekið þátt í bardögum. Hlutverk þeirra er að verja heimili konungsfjölskyldunnar.

Í síðustu viku komst ferðamaður í hann krappann þegar hann færði sig ekki frá hermönnum hennar hátignar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.