Bíó og sjónvarp

Sjáðu eldheita stiklu úr djörfustu mynd ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bíó Paradís kynnir djörfustu kvikmynd ársins, Love sem sýnd verður í þrívídd.

Um er að ræða mynd þar sem fjallar er um kynlíf og sjá má eldaheitar senur þar sem lostinn ræður ríkjum. Myndin er stranglega bönnuð innan 18 ára.

Stiklan úr myndinni hefur  vakið umtalsverða athygli og var til að mynda ekki hægt að koma henni í birtingu á sjónvarpsstöðvum landsins.

Kvikmyndin Love er  í leikstjórn Gaspar Noé og gerði hann einnig handritið en hún hefur hlotið umtalsverða athygli þar sem hún sýnir kynlíf á mjög afhjúpandi hátt. Ástarþríhyrningur sem þú hefur ekki séð áður Myndin var tilnefnd til Queer Palm verðlaunanna á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015. Love í þrívídd verður frumsýnd, í almenum sýningum föstudaginn 28. ágúst í Bíó Paradís. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.