Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2015 10:30 Rúnar Rúnarsson leikstjóri sést hér til vinstri. Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. „Við erum góðum höndum og í góðum félagsskap. Versatile hefur góðar myndir á sýnum snærum þar á meðal er verðlaunamyndir frá þessu ári frá Berlin og Cannes,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri og einn framleiðanda myndarinnar. „Þau eru búin að vera í góðu sambandi við okkur alveg síðan á handrit stigi og þau hafa verið að ná frábærum árangri með myndirnar sýnar undanfarinn ár og erum við himinlifandi að vera í samstarfi við þau.” Í síðustu viku voru Rúnar og nýju samstarfsaðilarnir staddir í Haugasundi á hinum árlega Norræna kvikmyndamarkaði. „Um lokaðar markaðssýningar var að ræða en einstaka fjölmiðlar náðu víst að lauma sér inn,” segir Rúnar.vísirVarety hefur fjallað um Rúnar og Þresti tvisvar í vikunni og þar á meðal tilnefnd Rúnar einn af top 10 kvikmyndatalentum á norðurlöndunum til að fylgjast með. Það er skammt stórra högga á milli því að nýlega var tilkynnt að Þrestir hafði verið valin í aðalkeppnina á hinu virtu kvikmyndahátíð í San Sebastian á Spáni. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija.Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norrænukvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og í samvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu. Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. „Við erum góðum höndum og í góðum félagsskap. Versatile hefur góðar myndir á sýnum snærum þar á meðal er verðlaunamyndir frá þessu ári frá Berlin og Cannes,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri og einn framleiðanda myndarinnar. „Þau eru búin að vera í góðu sambandi við okkur alveg síðan á handrit stigi og þau hafa verið að ná frábærum árangri með myndirnar sýnar undanfarinn ár og erum við himinlifandi að vera í samstarfi við þau.” Í síðustu viku voru Rúnar og nýju samstarfsaðilarnir staddir í Haugasundi á hinum árlega Norræna kvikmyndamarkaði. „Um lokaðar markaðssýningar var að ræða en einstaka fjölmiðlar náðu víst að lauma sér inn,” segir Rúnar.vísirVarety hefur fjallað um Rúnar og Þresti tvisvar í vikunni og þar á meðal tilnefnd Rúnar einn af top 10 kvikmyndatalentum á norðurlöndunum til að fylgjast með. Það er skammt stórra högga á milli því að nýlega var tilkynnt að Þrestir hafði verið valin í aðalkeppnina á hinu virtu kvikmyndahátíð í San Sebastian á Spáni. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija.Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norrænukvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og í samvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu.
Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira