Bílar

Nýr Discovery Sport frumsýndur á laugardag

Finnur Thorlacius skrifar
BL frumsýnir á laugardaginn kemur, 24. október milli kl. 12 og 16, nýja útgáfu Land Rover Discovery Sport sem að sögn framleiðanda er orðinn einn hæfasti jeppinn í millistærðarflokki sem völ er á. Discovery Sport er nú búinn nýjum Ingenium dísilvélum sem uppfylla Euro 6 útblástursreglur ESB og eru bæði sparneytnari og aflmeiri en fyrri vélar. Discovery Sport er fáanlegur bæði 5 og 7 manna sem í báðum útfærslum bjóða rúmgott farangursrými með færanlegum aftursætum sem stækka rúmtak þess í allt að 981 L.

Öflugur jeppi með Terrain Response® drifbúnað

Terrain Response® drifbúnaðurinn er staðalbúnaður í öllum gerðum Discovery Sport sem gerir bílinn að einum öflugasta jeppa í sínum flokki. Búnaðurinn veitir ökumanni val um mismunandi drifstillingar í samræmi við mismunandi yfirborð vegarins eða slóðans sem ekinn er, s.s. í grasi, möl, snjó, hálku eða sandi. Í samræmi við valda stillingu samræmir Terrain Response®  drifkerfið eldsneytisgjöf og sjálfskiptingu og hámarkar með hjálp fjórhjóladrifsins dreifgetu jeppans við þær aðstæður sem ekið er við. Auk þessa tæknibúnaðar hafa torfærueiginleikar nýs Discovery Sport verið bættir um betur með nýrri fjölarma afturfjöðrun sem hefur lengra fjöðrunarsvið en forverinn hafði.

Ný 180 hestafla INGENIUM dísilvél

Nýjar tveggja lítra Ingenium díslivélar Land Rover eru á bilinu 20-30 kg léttari og aflmeiri en eldri vélarnar, nýta eldsneytið að meðaltali um 17% betur og skila um 17% minni CO2 útblæstri í andrúmsloftið. Þá má nefna að með nýrri og hárfínni innsprautunartækni hefur gangur vélanna mýkst frá því sem áður var svo eftir er tekið. Ingenium dísilvélarnar í Discovery Sport eru fáanlegar í tveimur aflstærðum, annars vegar 150 hestöfl og hins vegar 180 hestöfl. Eldsneytisnotkun sjálfskiptrar 150 hestafla vélarinnar er einungis 4,9l/100 km* og CO2 útblástur 129 gr/km*. Eldsneytisnotkun sjálfskiptrar 180 hestafla vélarinnar er líka einungis 4,9l/100 km* og CO2 útblásturinn 129 gr/km*. 180 hestafla dísilvélin skilar 430 Nm í togi við 1,750 sn/mín og skilar bílnum á 9 sekúndum í 100 km hraða.

9 þrepa sjálfskipting og ríkulegur staðalbúnaður

Allar gerðir Land Rover Discovery Sport eru ríkulega búnar staðalbúnaði, m.a. nýrri 9 þrepa sjálfskiptingu sem skilar aflinu mjúklega til drifrásarinnar yfir allt snúningsvægið. Þá eru jepparnir einnig búnir start/stop ræsibúnaði sem slekkur á vélinni þegar stoppað er, hraðabreytanlegu rafdrifnu léttstýri, brekkuhægju (HDC), stöðugleikastýringu sem stjórnast af rafboðum frá drifrás og G-skynjurum sem skynja dínamískar hreyfingar bílsins (ETC) (DSC), veltivörn (RSC), rafdrifinni neyðarhjálp við hemlun (EBA), rafdrifinni handbremsu og upphitaðri framrúða svo fátt eitt sé nefnt.

Discovery Sport frá 7.190.000 kr.

Land Rover Discovery sport er fáanlegur í þremur grunngerðum S, SE og HSE, sem allar fást með úrvali aukahluta af ýmslu tagi. Discovery Sport með 150 hestafla TD4 INGENIUM dísilvélinni kostar í S-útgáfu 7.190.000 kr., SE kostar kr. 8.090.000 kr., HSE kr. 9.090.000 og HSE LUX kr. 10.090.000. Discovery Sport með 180 hestafla TD4 INGENIUM dísilvélinni kostar í S-útgáfu 7.790.000 kr. SE kostar kr. 8.690.000, HSE kostar kr. 9.690.000 og HSE LUX kr. 10.690.000.

Land Rover Discovery Sport glímir við íslenska á. Reynsluakstur 1.000 bílablaðamanna úr öllum heiminum fór fram á Íslandi.





×