Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 96-79 | Ótrúlegt afrek hjá Haukum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. apríl 2015 00:01 Vísir/Vilhelm Það er allt hægt í íþróttum það sönnu Haukar í dag. Þeir lentu 2-0 undir í rimmu sinni gegn Keflavík en tókst að vinna þrjá leiki í röð og tryggja sér sæti í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Þar bíður Tindastóll en fyrsti leikur liðanna fer fram í Síkinu á Króknum á þriðjudag. Haukarnir byrjuðu leikinn mikið betur og Alex Francis var algjörlega óstöðvandi. Hann skoraði 15 stig í fyrsta leikhluta því Keflvíkingar voru seigir og jöfnuðu, 26-26, áður en fyrsti leikhluti var allur. Það voru allt of margir leikmenn Hauka sem virtust hreinlega ekki ráða við stressið og pressuna. Francis og Haukur Óskarsson drógu vagninn fyrir Hauka á meðan aðrir voru nær meðvitundarlausir. Breiddin frábær hjá Keflavík þar sem margir voru að leggja hönd á plóg og það skilaði sér í því að liðið komst yfir. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan orðin 48-53. Haukar áttu mikið inni en Francis skoraði 17 stig og Haukur Óskars 16. Aðrir voru ekki að spila eins vel og þeir geta. Guðmundur Jóns með 11 stig í hálfleiknum og Usher 10. Haukar skoruðu fyrstu tíu stig síðari hálfleiks og náðu 23-2 kafla í þriðja leikhlutanum. Algjörlega ótrúlegt. Það datt allt á meðan Keflavík gat ekki keypt körfu. Haukar komust yfir 71-55 en Keflavík minnkaði muninn í tíu stig, 73-63, þegar einn leikhluti var eftir. Það breytti engu. Allur vindur var hreinlega úr Keflvíkingum og þeir áttu hreinlega ekkert í unga og spræka Haukamenn sem sýndu að þeir hafa sterkar taugar og geta ýmislegt. Ekki lengur bara ungir og efnilegir. Þetta er frábært lið. Francis var magnaður í þeirra liði og slíkt hið sama má segja um Hauk Óskars. Lykilmenn sem voru fjarverandi í fyrri hálfleik stimpluðu sig inn í þeim seinn og það var meira en Keflavík réð við. Niðurstaðan svekkjandi fyrir Keflavík en þeir geta engum um kennt nema sjálfum sér. Þeir virtust ekki hafa úthald í fimm leikja rimmu og þrátt fyrir vilja og baráttu töpuðu þeir gegn betra liði.Ívar: Ætlum alla leið "Ég er eiginlega hálforðlaus," sagði brosmildur þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson, eftir sigurinn magnaða á Keflavík. "Varnarleikurinn var ekki nógu góður í fyrri hálfleik og þeir skoruðu allt of auðveldlega. Við töluðum um að laga vörnina í hálfleik og við gerðum það heldur betur," segir Ívar og laug engu þar. Hans menn komu ótrúlega beittir út úr hálfleiknum og gjörsamlega keyrðu Keflavík í kaf í þriðja leikhlutanum. Þar kláraðist leikurinn. "Við töluðum allir saman og menn voru ákveðnir í því að gera þetta saman. Það voru allir á sömu blaðsíðu og við vissum vel að við gátum betur. Svo fengum við frábæran stuðning sem hjálpaði okkur mikið. Þetta eru Hauka-áhorfendur," segir Ívar og brosir fyrir allan peninginn. Nú bíður hans liðs rimma við Tindastól og sú rimma byrjar á þriðjudag. "Við erum klárir í það og þetta verður ótrúlega gaman. Ég var auðvitað orðinn svekktur er við lentum 2-0 undir en við höfðum allir trúna á verkefnið. "Við erum ekki hættir og ætlum alla leið. Næst bíður okkar gríðarlega erfiður andstæðingur með frábæran heimavöll eins og við. Ég spái frábærri rimmu."Sigurður: Þetta var asnalegt "Það er ekkert sem ég þarf að segja eftir þennan leik," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eðlilega hundfúll enda hefur hann ekki lent í því áður að hans lið nái 2-0 forystu í einvígi og tapi svo 3-2. "Þetta var bara lélegt. Mér fannst slakt hjá okkur að vera ekki meira yfir í hálfleik. Menn urðu svo litlir í sér og þetta var bara asnalegt," segir Sigurður en getur hann útskýrt þetta gjaldþrot hjá hans mönnum? "Menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu ekki að gera. Það voru allt of margir reynslumiklir menn að spila eins og kjánar." Sigurður tók við liðinu um mitt tímabilið er Helgi Jónas Guðfinnsson hætti af heilsufarsástæðum. Sigurður sagðist ekkert vera búinn að pæla í því hvort hann yrði áfram með liðið. .Leiklýsing: Haukar - KeflavíkLeik lokið | 96-79: Magnaður leikur hjá Haukum sem tókst hið ótrúlega. Að snúa 2-0 stöðu sér í vil og henda Keflavík í frí, 3-2.4. leikhluti | 92-74: Ásetningur á Andrés. Francis á línuna. Kaldur þar sem fyrr og setur annað. Haukabolti. 1.29 eftir.4. leikhluti | 89-71: Leikhlé en við gefum okkur að þetta sé komið hjá heimamönnum. Einhverjir Keflvíkingar farnir að koma sér á Reykjanesbrautina. 2.34 eftir.4. leikhluti | 88-71: Andrés enn sprækastur hjá Kef. Þristur hjá honum og orðinn stigahæstur hjá Kef með 15 stig. Gummi Jóns hefur lokið keppni. 3 mín eftir.4. leikhluti | 87-68: Líf í Dupree. Fín karfa hjá honum. Þetta er samt að fjara út fyrir gestina. 4.11 eftir.4. leikhluti | 87-64: Gummi Jóns fær sína fjórðu villu. Sullar síðan niður vítum. Kári með þrist. Haukarnir sjóðheitir. Kristinn Marinós líka að hitta. Gefa ekkert eftir. 5 mín eftir.4. leikhluti | 82-63: Stolinn bolti og Siggi Einar skorar sín fyrst stig fyrir Hauka. Kef ekki að hitta. Keflavík þarf að vakna. Þristur hjá Hauki. Er þetta búið eða hvað? 7 mín eftir.4. leikhluti | 77-63: Kristinn Marinós opnar fjórða leikhlutann með körfu. Kristinn Jónasson skorar svo. Haukar að svara. Keflavík þarf annað áhlaup.3. leikhluta lokið | 73-63: Davíð enn á vítalínunni og skorar. Damon skorar. Smá endurkoma. Francis svarar og kominn með 28 stig. Hann fær síðan sínu fjórðu villu sem eru slæm tíðindi fyrir Haukamenn. Andrés á línuna og setur bæði. Er svo næstum með flautuþrist. Þetta er ekki búið.3. leikhluti: 71-57: Davíð Páll skorar af vítalínunni. 4 stig komin hjá Kef í leikhlutanum. 1.40 eftir.3. leikhluti: 71-55: Francis klúðrar báðum vítunum. Gæti verið dýrt. Hann greiðir fyrir klúðrið með frábæru vörðu skoti. Kári með þrist. Hvað er að gerast hérna? 23-2 í leikhlutanum. 23-2 !!!!!3. leikhluti: 68-55: Kristinn Marinós með þrist. Allt niðri hjá Haukum en ekkert dettur. Ásetningur á Arnar Frey. Mikil læti. 2.52 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti: 65-55: Haukur Óskars kominn í 20 stig og munurinn 10 stig. Þvílík sveifla.3. leikhluti: 62-55: Nú er komin alvöru úrslitakeppnisstemning í stúkuna og á völlinn. Menn heitir innan sem utan vallar. Þetta verður stríð til enda. 3.52 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti: 58-55: Haukarnir náðu 10-0 kafla áður en Valur Orri skoraði af vítalínunni. 5 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti: 56-53: 8-0 kafli hjá Haukum og allt að verað vitlaust. Emil er vaknaður sem er afar gott fyrir Hauka.3. leikhluti: 50-53: Síðari hálfleikur hafinn. Damon fær sína þriðju villu. Fyrstu skot beggja liða detta ekki. Francis skorar fyrstu körfu hálfleiksins eftir 2.20 mín.Hálfleikur | 48-53: Breiddin hjá Keflavík að skora og Haukar enn inn í leiknum þó svo Francis (17 stig) og Haukur Óskars (16) séu þeir einu sem eru að spila almennilega fyrir þá. Gummi Jóns með 11 fyrir Kef og Usher 10. Síðari hálfleikur ætti að vera eitthvað.2. leikhluti: 42-47: Davíð Páll skorar og fær víti. Ótrúlega grimmur og frábær innkoma. Hjálmar skorar frábæru körfu. Stressið að fara úr honum smám saman. Virkaði afar stressaður. 1.50 í hálfleik.2. leikhluti: 40-44: Damon Johnson kemst loks á blað. Ekki góð tíðindi fyrir Hauka ef hann er að komast í gang. Kári Jóns er svellkaldur og sullar niður þristi. Gummi Jóns er það líka og gerir slíkt hið sama. Töffarar á gólfinu.2. leikhluti: 37-39: Haukarnir orðnir grimmari. Farnir að taka sóknarfráköst. Francis heggur á hnútinn og skorar. 4.40 í hálfleik.2. leikhluti: 35-39: Góður gangur á Keflavík sem vex ásmegin. Of fáir að skora fyrir Hauka. Sterkt lið en liðsheildin er ekki að skila neinu núna. Tveir menn að skora og aðrir ekki með.2. leikhluti: 35-37: Haukur er genginn af göflunum. Enn einn þristurinn og 16 stig í húsi. Dupree stimplar sig svo inn með körfu. Siggi Ingimundar fær aðvörun frá dómurum. 6.35 í hálfleik.2. leikhluti: 32-33: Andrés heitur hjá Kef. Skorar aftur og kemur þeim yfir í fyrsta skipti í leiknum. 7.47 mín í hálfleik.2. leikhluti: 32-29: Haukur Óskar opnar leikhlutann á þrist. 10 stig hjá honum. Andrés Kristleifs setur þrist á móti. Haukur setur þá annan þrist. Svona á þetta að vera.1. leikhluta lokið: 26-26: Haukarnir verið sterkari en það er samt jafnt. Ótrúleg seigla í þessu Keflavíkur-liði. Davíð með flautukörfu. Francis með 15 fyrir Hauka og Usher 10 fyrir Kef. Davíð Páll komið sterkur af bekknum með 6 stig hjá Kef.1. leikhluti: 22-20: Francis fljótur að svara. Tvö stig og víti. Maðurinn er sjóðandi. Klúðrar vítinu en kominn með 15 stig.1. leikhluti: 20-17: Kári skorar af línunni. Þriðji Haukamaðurinn sem kemst á blað. Klikkar svo á þristi. Usher keyrir laglega að körfu, kyssir glerið og ofan í. Tvö stig og víti. Vítið fer niður. 2.20 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti: 18-12: Enn skorar Francis. 13 stig. Hann ætlar að vinna þetta bara einn. Aleinn.1. leikhluti: 16-12: Davíð Páll kemur inn af bekknum hjá Kef og skorar um leið. Francis skorar svo úr hröðu upphlaupi. Óstöðvandi. Gummi Jóns svarar með þristi. Meiri hraði núna.1. leikhluti: 14-7: Francis byrjar af miklum krafti. Sækir af krafti að körfunni, setur niður eða fær víti. 9 stig komin hjá honum.1. leikhluti: 11-5: Haukur á línunni. Setur bæði niður. Usher kemst svo loks á bragð. Stemningin í stúkunni mætti vera betri en nóg af fólki. Stúkan á eftir að hitna.1. leikhluti: 8-2: Haukur með þrist og svo aftur Francis. Valur Orri kemur Kef loks á blað. Sterk byrjun hjá heimamönnum.1. leikhluti | 3-0: Haukar vinna uppkastið. Francis beint að körfu, setur ofan í og fær víti. Kraftur í þessu. Vítið fer líka niður.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks og allt að verða klárt. Hitti báða þjálfara fyrir leik. Þeir voru yfirvegaðir en virkuðu nokkuð stressaðir. Skiljanlega.Fyrir leik: Það væri ótrúlegt afrek ef Haukar klára þennan leik og vinna rimmuna eftir að hafa lent 2-0 undir. Margir spá að svo verði. Þeir eru örugglega í betra formi en reynslan er hjá Keflavík og reynsluna skildi aldrei vanmeta.Fyrir leik: Það er sama byrjunarlið hjá Haukum en Gunni Einars og Gummi Jóns koma inn í liðið hjá Kef.Fyrir leik: Það er þétt setinn bekkurinn nokkuð snemma. Hamborgarlykt í loftinu og mikil spenna. White Zombie á fóninum. Hvað viljiði hafa það betra?Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður oddaleik Hauka og Keflavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Það er allt hægt í íþróttum það sönnu Haukar í dag. Þeir lentu 2-0 undir í rimmu sinni gegn Keflavík en tókst að vinna þrjá leiki í röð og tryggja sér sæti í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Þar bíður Tindastóll en fyrsti leikur liðanna fer fram í Síkinu á Króknum á þriðjudag. Haukarnir byrjuðu leikinn mikið betur og Alex Francis var algjörlega óstöðvandi. Hann skoraði 15 stig í fyrsta leikhluta því Keflvíkingar voru seigir og jöfnuðu, 26-26, áður en fyrsti leikhluti var allur. Það voru allt of margir leikmenn Hauka sem virtust hreinlega ekki ráða við stressið og pressuna. Francis og Haukur Óskarsson drógu vagninn fyrir Hauka á meðan aðrir voru nær meðvitundarlausir. Breiddin frábær hjá Keflavík þar sem margir voru að leggja hönd á plóg og það skilaði sér í því að liðið komst yfir. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan orðin 48-53. Haukar áttu mikið inni en Francis skoraði 17 stig og Haukur Óskars 16. Aðrir voru ekki að spila eins vel og þeir geta. Guðmundur Jóns með 11 stig í hálfleiknum og Usher 10. Haukar skoruðu fyrstu tíu stig síðari hálfleiks og náðu 23-2 kafla í þriðja leikhlutanum. Algjörlega ótrúlegt. Það datt allt á meðan Keflavík gat ekki keypt körfu. Haukar komust yfir 71-55 en Keflavík minnkaði muninn í tíu stig, 73-63, þegar einn leikhluti var eftir. Það breytti engu. Allur vindur var hreinlega úr Keflvíkingum og þeir áttu hreinlega ekkert í unga og spræka Haukamenn sem sýndu að þeir hafa sterkar taugar og geta ýmislegt. Ekki lengur bara ungir og efnilegir. Þetta er frábært lið. Francis var magnaður í þeirra liði og slíkt hið sama má segja um Hauk Óskars. Lykilmenn sem voru fjarverandi í fyrri hálfleik stimpluðu sig inn í þeim seinn og það var meira en Keflavík réð við. Niðurstaðan svekkjandi fyrir Keflavík en þeir geta engum um kennt nema sjálfum sér. Þeir virtust ekki hafa úthald í fimm leikja rimmu og þrátt fyrir vilja og baráttu töpuðu þeir gegn betra liði.Ívar: Ætlum alla leið "Ég er eiginlega hálforðlaus," sagði brosmildur þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson, eftir sigurinn magnaða á Keflavík. "Varnarleikurinn var ekki nógu góður í fyrri hálfleik og þeir skoruðu allt of auðveldlega. Við töluðum um að laga vörnina í hálfleik og við gerðum það heldur betur," segir Ívar og laug engu þar. Hans menn komu ótrúlega beittir út úr hálfleiknum og gjörsamlega keyrðu Keflavík í kaf í þriðja leikhlutanum. Þar kláraðist leikurinn. "Við töluðum allir saman og menn voru ákveðnir í því að gera þetta saman. Það voru allir á sömu blaðsíðu og við vissum vel að við gátum betur. Svo fengum við frábæran stuðning sem hjálpaði okkur mikið. Þetta eru Hauka-áhorfendur," segir Ívar og brosir fyrir allan peninginn. Nú bíður hans liðs rimma við Tindastól og sú rimma byrjar á þriðjudag. "Við erum klárir í það og þetta verður ótrúlega gaman. Ég var auðvitað orðinn svekktur er við lentum 2-0 undir en við höfðum allir trúna á verkefnið. "Við erum ekki hættir og ætlum alla leið. Næst bíður okkar gríðarlega erfiður andstæðingur með frábæran heimavöll eins og við. Ég spái frábærri rimmu."Sigurður: Þetta var asnalegt "Það er ekkert sem ég þarf að segja eftir þennan leik," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eðlilega hundfúll enda hefur hann ekki lent í því áður að hans lið nái 2-0 forystu í einvígi og tapi svo 3-2. "Þetta var bara lélegt. Mér fannst slakt hjá okkur að vera ekki meira yfir í hálfleik. Menn urðu svo litlir í sér og þetta var bara asnalegt," segir Sigurður en getur hann útskýrt þetta gjaldþrot hjá hans mönnum? "Menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu ekki að gera. Það voru allt of margir reynslumiklir menn að spila eins og kjánar." Sigurður tók við liðinu um mitt tímabilið er Helgi Jónas Guðfinnsson hætti af heilsufarsástæðum. Sigurður sagðist ekkert vera búinn að pæla í því hvort hann yrði áfram með liðið. .Leiklýsing: Haukar - KeflavíkLeik lokið | 96-79: Magnaður leikur hjá Haukum sem tókst hið ótrúlega. Að snúa 2-0 stöðu sér í vil og henda Keflavík í frí, 3-2.4. leikhluti | 92-74: Ásetningur á Andrés. Francis á línuna. Kaldur þar sem fyrr og setur annað. Haukabolti. 1.29 eftir.4. leikhluti | 89-71: Leikhlé en við gefum okkur að þetta sé komið hjá heimamönnum. Einhverjir Keflvíkingar farnir að koma sér á Reykjanesbrautina. 2.34 eftir.4. leikhluti | 88-71: Andrés enn sprækastur hjá Kef. Þristur hjá honum og orðinn stigahæstur hjá Kef með 15 stig. Gummi Jóns hefur lokið keppni. 3 mín eftir.4. leikhluti | 87-68: Líf í Dupree. Fín karfa hjá honum. Þetta er samt að fjara út fyrir gestina. 4.11 eftir.4. leikhluti | 87-64: Gummi Jóns fær sína fjórðu villu. Sullar síðan niður vítum. Kári með þrist. Haukarnir sjóðheitir. Kristinn Marinós líka að hitta. Gefa ekkert eftir. 5 mín eftir.4. leikhluti | 82-63: Stolinn bolti og Siggi Einar skorar sín fyrst stig fyrir Hauka. Kef ekki að hitta. Keflavík þarf að vakna. Þristur hjá Hauki. Er þetta búið eða hvað? 7 mín eftir.4. leikhluti | 77-63: Kristinn Marinós opnar fjórða leikhlutann með körfu. Kristinn Jónasson skorar svo. Haukar að svara. Keflavík þarf annað áhlaup.3. leikhluta lokið | 73-63: Davíð enn á vítalínunni og skorar. Damon skorar. Smá endurkoma. Francis svarar og kominn með 28 stig. Hann fær síðan sínu fjórðu villu sem eru slæm tíðindi fyrir Haukamenn. Andrés á línuna og setur bæði. Er svo næstum með flautuþrist. Þetta er ekki búið.3. leikhluti: 71-57: Davíð Páll skorar af vítalínunni. 4 stig komin hjá Kef í leikhlutanum. 1.40 eftir.3. leikhluti: 71-55: Francis klúðrar báðum vítunum. Gæti verið dýrt. Hann greiðir fyrir klúðrið með frábæru vörðu skoti. Kári með þrist. Hvað er að gerast hérna? 23-2 í leikhlutanum. 23-2 !!!!!3. leikhluti: 68-55: Kristinn Marinós með þrist. Allt niðri hjá Haukum en ekkert dettur. Ásetningur á Arnar Frey. Mikil læti. 2.52 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti: 65-55: Haukur Óskars kominn í 20 stig og munurinn 10 stig. Þvílík sveifla.3. leikhluti: 62-55: Nú er komin alvöru úrslitakeppnisstemning í stúkuna og á völlinn. Menn heitir innan sem utan vallar. Þetta verður stríð til enda. 3.52 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti: 58-55: Haukarnir náðu 10-0 kafla áður en Valur Orri skoraði af vítalínunni. 5 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti: 56-53: 8-0 kafli hjá Haukum og allt að verað vitlaust. Emil er vaknaður sem er afar gott fyrir Hauka.3. leikhluti: 50-53: Síðari hálfleikur hafinn. Damon fær sína þriðju villu. Fyrstu skot beggja liða detta ekki. Francis skorar fyrstu körfu hálfleiksins eftir 2.20 mín.Hálfleikur | 48-53: Breiddin hjá Keflavík að skora og Haukar enn inn í leiknum þó svo Francis (17 stig) og Haukur Óskars (16) séu þeir einu sem eru að spila almennilega fyrir þá. Gummi Jóns með 11 fyrir Kef og Usher 10. Síðari hálfleikur ætti að vera eitthvað.2. leikhluti: 42-47: Davíð Páll skorar og fær víti. Ótrúlega grimmur og frábær innkoma. Hjálmar skorar frábæru körfu. Stressið að fara úr honum smám saman. Virkaði afar stressaður. 1.50 í hálfleik.2. leikhluti: 40-44: Damon Johnson kemst loks á blað. Ekki góð tíðindi fyrir Hauka ef hann er að komast í gang. Kári Jóns er svellkaldur og sullar niður þristi. Gummi Jóns er það líka og gerir slíkt hið sama. Töffarar á gólfinu.2. leikhluti: 37-39: Haukarnir orðnir grimmari. Farnir að taka sóknarfráköst. Francis heggur á hnútinn og skorar. 4.40 í hálfleik.2. leikhluti: 35-39: Góður gangur á Keflavík sem vex ásmegin. Of fáir að skora fyrir Hauka. Sterkt lið en liðsheildin er ekki að skila neinu núna. Tveir menn að skora og aðrir ekki með.2. leikhluti: 35-37: Haukur er genginn af göflunum. Enn einn þristurinn og 16 stig í húsi. Dupree stimplar sig svo inn með körfu. Siggi Ingimundar fær aðvörun frá dómurum. 6.35 í hálfleik.2. leikhluti: 32-33: Andrés heitur hjá Kef. Skorar aftur og kemur þeim yfir í fyrsta skipti í leiknum. 7.47 mín í hálfleik.2. leikhluti: 32-29: Haukur Óskar opnar leikhlutann á þrist. 10 stig hjá honum. Andrés Kristleifs setur þrist á móti. Haukur setur þá annan þrist. Svona á þetta að vera.1. leikhluta lokið: 26-26: Haukarnir verið sterkari en það er samt jafnt. Ótrúleg seigla í þessu Keflavíkur-liði. Davíð með flautukörfu. Francis með 15 fyrir Hauka og Usher 10 fyrir Kef. Davíð Páll komið sterkur af bekknum með 6 stig hjá Kef.1. leikhluti: 22-20: Francis fljótur að svara. Tvö stig og víti. Maðurinn er sjóðandi. Klúðrar vítinu en kominn með 15 stig.1. leikhluti: 20-17: Kári skorar af línunni. Þriðji Haukamaðurinn sem kemst á blað. Klikkar svo á þristi. Usher keyrir laglega að körfu, kyssir glerið og ofan í. Tvö stig og víti. Vítið fer niður. 2.20 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti: 18-12: Enn skorar Francis. 13 stig. Hann ætlar að vinna þetta bara einn. Aleinn.1. leikhluti: 16-12: Davíð Páll kemur inn af bekknum hjá Kef og skorar um leið. Francis skorar svo úr hröðu upphlaupi. Óstöðvandi. Gummi Jóns svarar með þristi. Meiri hraði núna.1. leikhluti: 14-7: Francis byrjar af miklum krafti. Sækir af krafti að körfunni, setur niður eða fær víti. 9 stig komin hjá honum.1. leikhluti: 11-5: Haukur á línunni. Setur bæði niður. Usher kemst svo loks á bragð. Stemningin í stúkunni mætti vera betri en nóg af fólki. Stúkan á eftir að hitna.1. leikhluti: 8-2: Haukur með þrist og svo aftur Francis. Valur Orri kemur Kef loks á blað. Sterk byrjun hjá heimamönnum.1. leikhluti | 3-0: Haukar vinna uppkastið. Francis beint að körfu, setur ofan í og fær víti. Kraftur í þessu. Vítið fer líka niður.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks og allt að verða klárt. Hitti báða þjálfara fyrir leik. Þeir voru yfirvegaðir en virkuðu nokkuð stressaðir. Skiljanlega.Fyrir leik: Það væri ótrúlegt afrek ef Haukar klára þennan leik og vinna rimmuna eftir að hafa lent 2-0 undir. Margir spá að svo verði. Þeir eru örugglega í betra formi en reynslan er hjá Keflavík og reynsluna skildi aldrei vanmeta.Fyrir leik: Það er sama byrjunarlið hjá Haukum en Gunni Einars og Gummi Jóns koma inn í liðið hjá Kef.Fyrir leik: Það er þétt setinn bekkurinn nokkuð snemma. Hamborgarlykt í loftinu og mikil spenna. White Zombie á fóninum. Hvað viljiði hafa það betra?Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður oddaleik Hauka og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira