Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 29-23 | Haukar enda í 5. sæti og mæta FH Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 2. apríl 2015 18:45 Vísir/Valli Haukar náðu að tryggja sér 5. sætið í Olís deild karla með því að sigra HK með 6 mörkum, 29-23. Sigur Hauka var á endanum öruggur en jafnt var á með liðunum allt þar til um átta mínutur lifðu leiks. Liðið mætir nágrönnum sínum í FH í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það var ljóst fyrir leikinn í kvöld að HK væri fallið og mun leika í 1. deild á næstu leiktíð. Það eina sem var undir fyrir þennan leik var 5. sætið, en heimamenn voru í því sæti fyrir leikinn og áttu á hættu að missa það til Akureyrar. Leikurinn fór mjög rólega af stað, a.m.k. markaskorunin. Staðan var 22 mínútur var t.a.m. 5-5. Leikmenn beggja liða voru sjálfum sér verstir framan af fyrri hálfleik. Bæði lið voru að skapa góð færi en illa gekk að finna leiðina í markið. Markverðir beggja liða, Morkunas hjá Haukum og Lárus Helgi hjá HK, voru að verja vel og halda sínum liðum inni í þessum leik. Nokkrum sinnum hafði maður á tilfinningunni að nú væru Haukar að fara að setja í gírinn og stinga af en ekki varð það raunin. HK gaf ekki tommu eftir þrátt fyrir að vera fallið og gaman að sjá baráttuna í Kópavogsbúum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 11-10, heimamönnum í vil. Haukar virtust ætla að sigla tveimur stigum í hús á fyrstu mínútum síðari hálfleiks en HK neitaði að gefast upp. Jafnt var á með liðunum um miðjan síðari hálfleik og þá stefndi allt í jafnar og spennandi lokamínútur. Haukar sýndu hins vegar af hverju þeir eru ofar í deildinni. Þegar um átta mínútur voru eftir skildu leiðir. Haukarnir settu loksins í fimmta gír og fóru að lokum með sigur af hólmi, 29-23. Adam Haukur Baumruk steig upp á lokakaflanum og reyndir Haukum drjúgur. Hann skoraði fimm mörk í þessum leik og nokkur þeirra á mikilvægum kafla í síðari hálfleik. Haukamenn þurfa hins vegar að gera betur í úrslitakeppninni. Ef til vill örlaði á einhverju kæruleysi hjá liðinu í þessum leik en framundan er úrslitakeppni þar sem allt annað mót fer í gang. Mótherjar Hauka í fyrstu umferð verða nágrannar þeirra í FH. FH hefur heimaleikjaréttinn í þeirri rimmu. Undirritaður hefur á tilfinningunni að það muni litlu skipta, liðin eru mjög svipuð að getu og allt getur hreinlega gerst. Spennandi tímar framundan.Patrekur Jóhannesson: Heimaleikjaréttur á ekki að skipta neinu máli Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var ánægður með síðustu 10 mínútur leiksins hjá sínum mönnum en honum fannst þetta heldur hægur leikur. "Þetta var kannski eins og maður jafnvel bjóst við, jafn leikur og HK mættir afslappað til leiks. Við náðum góðum kafla síðustu 10 mínúturnar. Ég veit ekki alveg hvernig maður á að meta þennan leik. Tvö stig er fínt og gott að klára það en maður hefur séð betri leiki," sagði Patrekur og bætti við að liðið þurfi að spila betur í úrslitakeppninni gegn FH. "Við vorum mjög ánægðir með okkur á móti Fram. Við vorum að fá ágætis færi í þessum leik en Lárus var að verja vel. Frábær markmaður. En þetta var handboltalega ekkert voðalega gott. Úrslitakeppnin er bara nýtt mót. Eftir HM erum við búnir að ná góðum leikjum og við förum bara fullir sjálfstraust í leikina við FH," sagði Patrekur Hann telur að heimaleikjarétturinn hafi lítið að segja í þessari rimmu sem framundan er. "Í fyrra vorum við með heimaleikjarétt og fengum FH sem endaði í 4. sæti. Við töpuðum fyrsta leiknum hér heima og öðrum leiknum en unnum svo næstu þrjá leiki. Haukafólk er líka svo duglegt að mæta í Kaplakrika þannig að það á ekki að skipta neinu máli," sagði Patrekur. "FH er með fínt lið en núna byrjar bara undirbúningur. Þetta er bara nýtt mót. Ég hlakka til að takast á við FH. Ég ber virðingu fyrir því sem þeir eru að gera en undirbúningur hefst bara á morgun kl. 11," sagði Patrekur að lokum.Bjarki Sigurðsson: Efniviðurinn er til staðar hjá HK "Þetta var leikur í 50 mínútur. En síðustu 10 voru skrautlegar hjá okkur, kannski eins og veturinn hefur verið. Við vorum svolítið óagaðir þá. Mér fannst vörnin og markvarslan góð allan leikinn. En Haukar eru með rútínerað og vel spilandi lið, vél sem mjatlar. En þó svo að við séum fallnir, þá spiluðum við fantaleik í 50 mínútur," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, að leik loknum. "Þegar ljóst var að við værum fallnir ætluðum við bara að hafa léttleikann að leiðarljósi og hafa gaman af þessu. Fara í grunninn og mér fannst við gera það vel. Við spiluðum á ungum strákum sem eiga að taka við keflinu og þeir leystu það mjög vel. T.d. Aron Gauti og Óðinn. Efniviðurinn er til staðar, það þarf bara að halda vel utan um þetta. Nú förum við bara að byggja upp fyrir næsta ár, byrjum strax eftir páska," sagði Bjarki. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Haukar náðu að tryggja sér 5. sætið í Olís deild karla með því að sigra HK með 6 mörkum, 29-23. Sigur Hauka var á endanum öruggur en jafnt var á með liðunum allt þar til um átta mínutur lifðu leiks. Liðið mætir nágrönnum sínum í FH í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það var ljóst fyrir leikinn í kvöld að HK væri fallið og mun leika í 1. deild á næstu leiktíð. Það eina sem var undir fyrir þennan leik var 5. sætið, en heimamenn voru í því sæti fyrir leikinn og áttu á hættu að missa það til Akureyrar. Leikurinn fór mjög rólega af stað, a.m.k. markaskorunin. Staðan var 22 mínútur var t.a.m. 5-5. Leikmenn beggja liða voru sjálfum sér verstir framan af fyrri hálfleik. Bæði lið voru að skapa góð færi en illa gekk að finna leiðina í markið. Markverðir beggja liða, Morkunas hjá Haukum og Lárus Helgi hjá HK, voru að verja vel og halda sínum liðum inni í þessum leik. Nokkrum sinnum hafði maður á tilfinningunni að nú væru Haukar að fara að setja í gírinn og stinga af en ekki varð það raunin. HK gaf ekki tommu eftir þrátt fyrir að vera fallið og gaman að sjá baráttuna í Kópavogsbúum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 11-10, heimamönnum í vil. Haukar virtust ætla að sigla tveimur stigum í hús á fyrstu mínútum síðari hálfleiks en HK neitaði að gefast upp. Jafnt var á með liðunum um miðjan síðari hálfleik og þá stefndi allt í jafnar og spennandi lokamínútur. Haukar sýndu hins vegar af hverju þeir eru ofar í deildinni. Þegar um átta mínútur voru eftir skildu leiðir. Haukarnir settu loksins í fimmta gír og fóru að lokum með sigur af hólmi, 29-23. Adam Haukur Baumruk steig upp á lokakaflanum og reyndir Haukum drjúgur. Hann skoraði fimm mörk í þessum leik og nokkur þeirra á mikilvægum kafla í síðari hálfleik. Haukamenn þurfa hins vegar að gera betur í úrslitakeppninni. Ef til vill örlaði á einhverju kæruleysi hjá liðinu í þessum leik en framundan er úrslitakeppni þar sem allt annað mót fer í gang. Mótherjar Hauka í fyrstu umferð verða nágrannar þeirra í FH. FH hefur heimaleikjaréttinn í þeirri rimmu. Undirritaður hefur á tilfinningunni að það muni litlu skipta, liðin eru mjög svipuð að getu og allt getur hreinlega gerst. Spennandi tímar framundan.Patrekur Jóhannesson: Heimaleikjaréttur á ekki að skipta neinu máli Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var ánægður með síðustu 10 mínútur leiksins hjá sínum mönnum en honum fannst þetta heldur hægur leikur. "Þetta var kannski eins og maður jafnvel bjóst við, jafn leikur og HK mættir afslappað til leiks. Við náðum góðum kafla síðustu 10 mínúturnar. Ég veit ekki alveg hvernig maður á að meta þennan leik. Tvö stig er fínt og gott að klára það en maður hefur séð betri leiki," sagði Patrekur og bætti við að liðið þurfi að spila betur í úrslitakeppninni gegn FH. "Við vorum mjög ánægðir með okkur á móti Fram. Við vorum að fá ágætis færi í þessum leik en Lárus var að verja vel. Frábær markmaður. En þetta var handboltalega ekkert voðalega gott. Úrslitakeppnin er bara nýtt mót. Eftir HM erum við búnir að ná góðum leikjum og við förum bara fullir sjálfstraust í leikina við FH," sagði Patrekur Hann telur að heimaleikjarétturinn hafi lítið að segja í þessari rimmu sem framundan er. "Í fyrra vorum við með heimaleikjarétt og fengum FH sem endaði í 4. sæti. Við töpuðum fyrsta leiknum hér heima og öðrum leiknum en unnum svo næstu þrjá leiki. Haukafólk er líka svo duglegt að mæta í Kaplakrika þannig að það á ekki að skipta neinu máli," sagði Patrekur. "FH er með fínt lið en núna byrjar bara undirbúningur. Þetta er bara nýtt mót. Ég hlakka til að takast á við FH. Ég ber virðingu fyrir því sem þeir eru að gera en undirbúningur hefst bara á morgun kl. 11," sagði Patrekur að lokum.Bjarki Sigurðsson: Efniviðurinn er til staðar hjá HK "Þetta var leikur í 50 mínútur. En síðustu 10 voru skrautlegar hjá okkur, kannski eins og veturinn hefur verið. Við vorum svolítið óagaðir þá. Mér fannst vörnin og markvarslan góð allan leikinn. En Haukar eru með rútínerað og vel spilandi lið, vél sem mjatlar. En þó svo að við séum fallnir, þá spiluðum við fantaleik í 50 mínútur," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, að leik loknum. "Þegar ljóst var að við værum fallnir ætluðum við bara að hafa léttleikann að leiðarljósi og hafa gaman af þessu. Fara í grunninn og mér fannst við gera það vel. Við spiluðum á ungum strákum sem eiga að taka við keflinu og þeir leystu það mjög vel. T.d. Aron Gauti og Óðinn. Efniviðurinn er til staðar, það þarf bara að halda vel utan um þetta. Nú förum við bara að byggja upp fyrir næsta ár, byrjum strax eftir páska," sagði Bjarki.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira