Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 27. júlí 2015 08:52 „Þetta er ennþá að sökkva inn og ég er enn að átta mig á þessu. En þetta er rosalega góð tilfinning og uppskera erfiðisvinnu,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit, sem var að borða eftirrétt þegar Vísir náði af henni tali snemma í morgun. Þá var hún á leið í háttinn eftir stóran dag en þegar hún vaknar taka við viðtöl við ESPN og fleiri skyldur nýkrýnds heimsmeistara. Hún segist þó ætla að reyna að slappa af og ná áttum fyrst og fremst. „Ég er búin að vinna hart að þessu en ég get ekki sagt að ég hafi búist við því að vinna og ekki heldur að markmiðið hafi verið að vinna. En ég setti mér það markmið að eftir hvert einasta mót að hugsa bara um næsta mót. Á hverjum einasta degi að hugsa bara um það næsta sem var fram undan, einbeita mér að því að koma á völlinn í hvert skipti og vita að allt sem ég átti hafi farið í þetta mót og þetta gekk í hvert einasta skipti. Engar eftirsjár. Það fór allt í hvert einasta mót og ég gat ekki beðið um meira og að það endaði svona.“ Katrín Tanja varð 22 ára gömul í maí síðastlinum en hún býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2012 og hefur lagt stund á nám við Háskóla Íslands síðan. Þessir heimsleikar voru hennar þriðju en fyrir þessa leika var hennar besti árangur 24. sæti. Hún vann sér þó inn þátttökurétt nú með því að lenda í öðru sæti undankeppni sem fór fram í vor.Nope - still can't believe it. | WHAT an incredible week - Fittest on EARTH & #BuiltByBergeron THANK YOU to...Posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir on Sunday, July 26, 2015Leikarnir tóku mikið á að sögn Katrínar og nefnir hún í því í samhengi sérstaklega miðvikudaginn síðastliðinn.Erfiðast að sofa með harðsperrur og verki „Við stelpurnar þurftum að fara klukkan eitt þegar það var mikill hiti og hlaupa mílu, taka hundrað upphífingar, tvö hundruð armbeygjur, þrjú hundruð hnébeygjur og hlaupa aftur mílu þannig að við vorum úti í klukkustund. Það tók mikið á. Við misstum mikið af vatni við að hlaupa og ég er mjög ánægð með hvernig mér tókst að ná jafna mig. Þetta tók sinn toll af líkamanum þannig að maður var með harðsperrur alla helgina en um leið og ég byrjaði að hreyfa mig var ég góð,“ útskýrir Katrín. EMOMs - my favourite way to work weaknesses & keep the focus on technique! | Two things i am working on: 1. Staying more hollow & not letting myself brake at the hips 2. Kicking those heels back in the transition #BuiltByBergeron #BetterThanYesterday #2015Games #GamesTraining @Reebok #CrossFitGames #BeMoreHuman A video posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 18, 2015 at 7:15pm PDT „Ég var mjög glöð með það að alltaf þegar ég kom út á völlinn var ég löngu búin að gleyma harðsperrunum. En það var kannski erfiðast, að sofa með miklar harðsperrur og verki kannski.“ Katrín Tanja lauk keppni með 790 stig og var með fjörtíu stiga forskot á Tia-Clair Toomey sem var í öðru sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í þriðja sæti en hún var með sautján stiga forskot fyrir síðustu umferðina og Katrín í öðru. Í lokaáfanganum fór Katrín á kostum og uppskar sigurinn. „En ég er mjög glöð með hvernig allt gekk. Það gekk allt upp. Fókusinn var í lagi og hausinn var í lagi þannig að ég gat ekki beðið um meira.“ How do you spend your recovery day?! | #MindIsEverything #BuiltByBergeron #BetterThanYesterday A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 29, 2015 at 12:45pm PDT CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir stóðu sig vel í steikjandi hita Þriðji keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit er í dag. 25. júlí 2015 13:45 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira
„Þetta er ennþá að sökkva inn og ég er enn að átta mig á þessu. En þetta er rosalega góð tilfinning og uppskera erfiðisvinnu,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit, sem var að borða eftirrétt þegar Vísir náði af henni tali snemma í morgun. Þá var hún á leið í háttinn eftir stóran dag en þegar hún vaknar taka við viðtöl við ESPN og fleiri skyldur nýkrýnds heimsmeistara. Hún segist þó ætla að reyna að slappa af og ná áttum fyrst og fremst. „Ég er búin að vinna hart að þessu en ég get ekki sagt að ég hafi búist við því að vinna og ekki heldur að markmiðið hafi verið að vinna. En ég setti mér það markmið að eftir hvert einasta mót að hugsa bara um næsta mót. Á hverjum einasta degi að hugsa bara um það næsta sem var fram undan, einbeita mér að því að koma á völlinn í hvert skipti og vita að allt sem ég átti hafi farið í þetta mót og þetta gekk í hvert einasta skipti. Engar eftirsjár. Það fór allt í hvert einasta mót og ég gat ekki beðið um meira og að það endaði svona.“ Katrín Tanja varð 22 ára gömul í maí síðastlinum en hún býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2012 og hefur lagt stund á nám við Háskóla Íslands síðan. Þessir heimsleikar voru hennar þriðju en fyrir þessa leika var hennar besti árangur 24. sæti. Hún vann sér þó inn þátttökurétt nú með því að lenda í öðru sæti undankeppni sem fór fram í vor.Nope - still can't believe it. | WHAT an incredible week - Fittest on EARTH & #BuiltByBergeron THANK YOU to...Posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir on Sunday, July 26, 2015Leikarnir tóku mikið á að sögn Katrínar og nefnir hún í því í samhengi sérstaklega miðvikudaginn síðastliðinn.Erfiðast að sofa með harðsperrur og verki „Við stelpurnar þurftum að fara klukkan eitt þegar það var mikill hiti og hlaupa mílu, taka hundrað upphífingar, tvö hundruð armbeygjur, þrjú hundruð hnébeygjur og hlaupa aftur mílu þannig að við vorum úti í klukkustund. Það tók mikið á. Við misstum mikið af vatni við að hlaupa og ég er mjög ánægð með hvernig mér tókst að ná jafna mig. Þetta tók sinn toll af líkamanum þannig að maður var með harðsperrur alla helgina en um leið og ég byrjaði að hreyfa mig var ég góð,“ útskýrir Katrín. EMOMs - my favourite way to work weaknesses & keep the focus on technique! | Two things i am working on: 1. Staying more hollow & not letting myself brake at the hips 2. Kicking those heels back in the transition #BuiltByBergeron #BetterThanYesterday #2015Games #GamesTraining @Reebok #CrossFitGames #BeMoreHuman A video posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 18, 2015 at 7:15pm PDT „Ég var mjög glöð með það að alltaf þegar ég kom út á völlinn var ég löngu búin að gleyma harðsperrunum. En það var kannski erfiðast, að sofa með miklar harðsperrur og verki kannski.“ Katrín Tanja lauk keppni með 790 stig og var með fjörtíu stiga forskot á Tia-Clair Toomey sem var í öðru sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í þriðja sæti en hún var með sautján stiga forskot fyrir síðustu umferðina og Katrín í öðru. Í lokaáfanganum fór Katrín á kostum og uppskar sigurinn. „En ég er mjög glöð með hvernig allt gekk. Það gekk allt upp. Fókusinn var í lagi og hausinn var í lagi þannig að ég gat ekki beðið um meira.“ How do you spend your recovery day?! | #MindIsEverything #BuiltByBergeron #BetterThanYesterday A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 29, 2015 at 12:45pm PDT
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir stóðu sig vel í steikjandi hita Þriðji keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit er í dag. 25. júlí 2015 13:45 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira
Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18
Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46
Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir stóðu sig vel í steikjandi hita Þriðji keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit er í dag. 25. júlí 2015 13:45