Klæðir stórstjörnurnar fyrir dregilinn 20. apríl 2015 15:00 Sólveig er í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. Mynd/Kimi Hammerstroem Það er óhætt að segja að fatamerkið Galvan London hafi hlotið óskabyr í tískuheiminum en Sólveig Káradóttir gegnir þar hlutverki listræns stjórnanda. Aðeins ár er síðan merkið var sett á laggirnar og hafa síðkjólar og buxnadragtir frá merkinu heillað smekklegar stjörnur á borð við Rihönnu og Siennu Miller.„Ég held að lykillinn að velgengninni sé að við uppgötvuðum glufu á markaðnum sem við fylltum upp í, fín föt sem passa á rauða dregilinn jafnt sem í kaffiboðið, á verði sem þykir ekki mikið miðað við gæðin,“ segir Sólveig Káradóttir, glöð í bragði suður frá Karíbahafi þar sem hún á smá stund milli stríða með eiginmanni sínum, Dhani Harrison. Samstarfskonur Sólveigar eru þær Anna - Christine Haas hönnuður Galvan, Katherine Holmgrener stjórnarformaður og Carolyn Hodler sölustjóri merkisins.Rihanna í samfestingnum góða frá Galvan.Galvan er til sölu í stórum verslunum á borð við Matches Fashion, Browns, Harvey Nichols, Bergdorf Goodman og Opening Ceremony svo eitthvað sé nefnt. Það var einmitt í Opening Ceremony sem stórstjarnan Rihanna féll fyrir merkinu og keypti sér kjól og samfesting frá merkinu. „Við vissum ekkert að hún hefði keypt föt frá merkinu fyrr en við sáum það á Instagram. Sem er náttúrulega bara æðislegt og það sem hún keypti seldist allt upp stuttu seinna. Alveg frábært og ótrúlega góð auglýsing fyrir okkur. Við erum með PR-skrifstofu sem sér um öll sambönd við stjörnurnar en þetta fór ekki gegnum hana. Við erum frekar strangar á hvaða stjörnur við viljum klæða enda skiptir það miklu fyrir ímynd merkisins,“ segir Sólveig og nefnir sem dæmi tískumerkið Proenza Schouler sem hóf sinn feril á að neita um 90 prósentum af fyrirspurnum varðandi að lána föt til einstaklinga. Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Glamour - sem fæst í öllum helstu verslunum og hægt að kaupa áskrift hér.Sienna Miller á rauða dreglinum í kjól frá Galvan. Mest lesið Rekstur Roberto Cavalli tekinn í gegn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Sonur Sofia Vergara gerist fyrirsæta Glamour Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Hedi Slimane kveður Saint Laurent Glamour
Það er óhætt að segja að fatamerkið Galvan London hafi hlotið óskabyr í tískuheiminum en Sólveig Káradóttir gegnir þar hlutverki listræns stjórnanda. Aðeins ár er síðan merkið var sett á laggirnar og hafa síðkjólar og buxnadragtir frá merkinu heillað smekklegar stjörnur á borð við Rihönnu og Siennu Miller.„Ég held að lykillinn að velgengninni sé að við uppgötvuðum glufu á markaðnum sem við fylltum upp í, fín föt sem passa á rauða dregilinn jafnt sem í kaffiboðið, á verði sem þykir ekki mikið miðað við gæðin,“ segir Sólveig Káradóttir, glöð í bragði suður frá Karíbahafi þar sem hún á smá stund milli stríða með eiginmanni sínum, Dhani Harrison. Samstarfskonur Sólveigar eru þær Anna - Christine Haas hönnuður Galvan, Katherine Holmgrener stjórnarformaður og Carolyn Hodler sölustjóri merkisins.Rihanna í samfestingnum góða frá Galvan.Galvan er til sölu í stórum verslunum á borð við Matches Fashion, Browns, Harvey Nichols, Bergdorf Goodman og Opening Ceremony svo eitthvað sé nefnt. Það var einmitt í Opening Ceremony sem stórstjarnan Rihanna féll fyrir merkinu og keypti sér kjól og samfesting frá merkinu. „Við vissum ekkert að hún hefði keypt föt frá merkinu fyrr en við sáum það á Instagram. Sem er náttúrulega bara æðislegt og það sem hún keypti seldist allt upp stuttu seinna. Alveg frábært og ótrúlega góð auglýsing fyrir okkur. Við erum með PR-skrifstofu sem sér um öll sambönd við stjörnurnar en þetta fór ekki gegnum hana. Við erum frekar strangar á hvaða stjörnur við viljum klæða enda skiptir það miklu fyrir ímynd merkisins,“ segir Sólveig og nefnir sem dæmi tískumerkið Proenza Schouler sem hóf sinn feril á að neita um 90 prósentum af fyrirspurnum varðandi að lána föt til einstaklinga. Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Glamour - sem fæst í öllum helstu verslunum og hægt að kaupa áskrift hér.Sienna Miller á rauða dreglinum í kjól frá Galvan.
Mest lesið Rekstur Roberto Cavalli tekinn í gegn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Sonur Sofia Vergara gerist fyrirsæta Glamour Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Hedi Slimane kveður Saint Laurent Glamour