Veiði

Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum

Karl Lúðvíksson skrifar
Finnarnir eru búnir að redda laxaselfie í sumar hjá blaðamanni Veiðivísis
Finnarnir eru búnir að redda laxaselfie í sumar hjá blaðamanni Veiðivísis
Við sem eltust við laxfiska í fleiri daga á hverju sumri erum auðvitað alltaf að bíða eftir þeim stóra.

Þegar vinirnir á Facebook og blaðamenn veiðimiðlana gera lítið annað en að pósta myndum af stórfiskum er ekki laust við að öfundin banki aðeins í mann en auðvitað fagnar maður líka góðum feng hjá veiðimönnum. Undirritaður hefur til að mynda veitt lax í 31 ár en hefur aldrei veitt stærri lax en 91 sm, sá kom á fluguna í Blöndu árið 2008 sælla minninga. Í sumar kom svo einn 90 sm á land úr Djúpós í Ytri Rangá og annar eins slapp, það var alveg jafn gaman. En hinn margfrægi 20 punda múr sem er óðum að verða 100 sm múr í almennu tali veiðimanna hefur þó ekki enn, þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt, verið brotinn.

Það er auðvitað svo að til að auka líkurnar á að komast í þennan útvalda klúbb 100 sm laxmanna þarf að veiða talsvert mikið, nema þú sért einn af þessum heppnu sem nærð fáum en alltaf stórum, og þá þarf að fara í árnar þar sem þessa laxa er að finna. Svo vill til að sú á sem mér stendur næst myndar með mér ástarsamband sem er á mörgum þess forboðna hefur ekki marga 100 sm að geyma. Mig langar samt svo mikið að eiga mynd af mér teygja fram tröllvaxinn fisk svo menn geti nú heilsað mér með virtum þegar eir mæta mér næst.

Þetta vandamál mitt hefur verið leyst. Meðfylgjandi mynd sýnir lausn sem Finnskt fyrirtæki hefur þróað og kemur aflaklóm í 1 árs laxi, eins og mér, algjörlega til bjargar. Ég vill hér með koma því á framfæri til vina og fjölskyldu að þetta er á óskalistanum fyrir jólinn.

 





×