Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júlí 2015 12:00 Blaz Roca Erpur Eyvindarson verður á sviðinu í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rapparinn Erpur Eyvindarson verður á meðal þeirra sem koma fram þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg treður upp í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rétt um áratugur er síðan Snoop kom hingað til lands síðast; hann tróð þá upp í Egilshöll 17. júlí 2005. Í bæði skiptin hefur Erpur verið fenginn til að hita áhorfendur upp fyrir stórstjörnuna. Slíkt er auðvitað fáheyrt, að tveir listamenn, annar íslenskur og hinn heimsþekkt stjarna, komi fram sama kvöld. Hvað þá að þetta hitti næstum því nákvæmlega þannig á að tíu ár séu á milli tónleikanna. „Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar,“ segir Erpur þegar hann er spurður um kvöldið sem hann tróð upp í Egilshöll á undan Snoop. Þá kom Erpur fram sem hluti af hljómsveitinni Hæsta höndin, en ásamt honum voru þeir Unnar Theódórsson, betur þekktur sem U-Manden, og Nick „Cold Hands“ Kvaran í sveitinni. Nick er þaulreyndur taktsmiður og hefur unnið með þekktum bandarískum röppurum á borð við Ice Cube. „Ég man að við komum inn á sviðið á rosalegum hjólum í „West Coast“ stíl. Þetta var á stóru sviði og það var fullt af fólki þarna. Þetta „show“ er alveg með þeim eftirminnilegri,“ bætir hann við. Erpur hefur lengi verið áhugamaður um menningu tengda Vesturstrandarrappi. „Ég alltaf haft rosalega gaman af hipphopp-tónlist frá Kaliforníu, samdri af tónlistarmönnum frá Oakland, Los Angeles og San Fransisco,“ útskýrir Erpur. Á tónleikunum í ár mun Erpur njóta liðsinnis góðra félaga. „Bróðir minn Sesar A verður með mér, en hann var einmitt líka á sviðinu fyrir tíu árum. Þarna verða líka Herra Hnetusmjör og Joe Frazier. Síðan ætlar Dabbi T að koma aftur í leikinn og verður með okkur þarna.“ Sem liður í undirbúningi fyrir tónleikana mun Erpur gefa miða á tónleikana á skemmtistöðunum Austur og Prikinu í kvöld. „Alltaf þegar plötusnúðarnir spila lag með Snoop mun ég gefa miða. Þeir fyrstu sem koma til mín eftir að laginu lýkur fá miða á kvöldið. Ég verð þarna að væflast um með fullt skott af miðum,“ segir Erpur og hlær.kjartanatli@frettabladid.is Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Rapparinn Erpur Eyvindarson verður á meðal þeirra sem koma fram þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg treður upp í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rétt um áratugur er síðan Snoop kom hingað til lands síðast; hann tróð þá upp í Egilshöll 17. júlí 2005. Í bæði skiptin hefur Erpur verið fenginn til að hita áhorfendur upp fyrir stórstjörnuna. Slíkt er auðvitað fáheyrt, að tveir listamenn, annar íslenskur og hinn heimsþekkt stjarna, komi fram sama kvöld. Hvað þá að þetta hitti næstum því nákvæmlega þannig á að tíu ár séu á milli tónleikanna. „Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar,“ segir Erpur þegar hann er spurður um kvöldið sem hann tróð upp í Egilshöll á undan Snoop. Þá kom Erpur fram sem hluti af hljómsveitinni Hæsta höndin, en ásamt honum voru þeir Unnar Theódórsson, betur þekktur sem U-Manden, og Nick „Cold Hands“ Kvaran í sveitinni. Nick er þaulreyndur taktsmiður og hefur unnið með þekktum bandarískum röppurum á borð við Ice Cube. „Ég man að við komum inn á sviðið á rosalegum hjólum í „West Coast“ stíl. Þetta var á stóru sviði og það var fullt af fólki þarna. Þetta „show“ er alveg með þeim eftirminnilegri,“ bætir hann við. Erpur hefur lengi verið áhugamaður um menningu tengda Vesturstrandarrappi. „Ég alltaf haft rosalega gaman af hipphopp-tónlist frá Kaliforníu, samdri af tónlistarmönnum frá Oakland, Los Angeles og San Fransisco,“ útskýrir Erpur. Á tónleikunum í ár mun Erpur njóta liðsinnis góðra félaga. „Bróðir minn Sesar A verður með mér, en hann var einmitt líka á sviðinu fyrir tíu árum. Þarna verða líka Herra Hnetusmjör og Joe Frazier. Síðan ætlar Dabbi T að koma aftur í leikinn og verður með okkur þarna.“ Sem liður í undirbúningi fyrir tónleikana mun Erpur gefa miða á tónleikana á skemmtistöðunum Austur og Prikinu í kvöld. „Alltaf þegar plötusnúðarnir spila lag með Snoop mun ég gefa miða. Þeir fyrstu sem koma til mín eftir að laginu lýkur fá miða á kvöldið. Ég verð þarna að væflast um með fullt skott af miðum,“ segir Erpur og hlær.kjartanatli@frettabladid.is
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira