Vinnusemi og verkfallsréttur Magnús Guðmundsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Eitt helsta stolt Íslendinga hefur löngum verið vinnusemi. Öll þekkjum við sögur af löndum okkar sem hafa lagt land undir fót til frænda okkar á Norðurlöndum þar sem viðkomandi hafa þótt með eindæmum duglegt og vinnusamt fólk. Eftirsóknarvert fólk fyrir vinnuveitendur sem sjá hag sínum vel borgið með því að hafa Íslendinga í vinnu. Ástæðan fyrir þessari vinnusemi Íslendinga hefur oft verið rakin til þess að við ölumst upp við það að vinna meira en til að mynda okkar ágætu grannþjóðir. Þannig er okkur innrætt vinnusemi frá unga aldri og svo vinnum við eins og óðar skepnur alla daga eins og okkur var kennt. En þannig á þetta ekki að vera og þannig þarf þetta ekki að vera. Við eigum nefnilega að öll að geta átt okkur mannsæmandi líf utan vinnunnar. Vinnusemin er góð en hún á helst bara að ná yfir átta stunda vinnudag og fyrir það eigum við að uppskera viðunandi laun til þess að geta dregið fram lífið sómasamlega. Þannig er það því miður ekki í dag. Langt frá því og þess vegna er nú svo komið að gripið hefur verið til verkfalla. Verkföll eru nefnilega neyðarúræði þeirra sem hafa ekkert að selja annað en vinnu sína, þekkingu og færni. Og verkföll eru líka sjálfsagður réttur þeirra sem vilja ekki selja langt undir eðlilegu söluandvirði. Fjöldi Íslendinga býr við þau afarkjör að vera með lágmarkslaun langt undir þeirri sjálfsögðu 300.000 kr. kröfu sem nú er barist fyrir á vinnumarkaði. Níu af hverjum tíu Íslendingum taka undir þessa sjálfsögðu kröfu samkvæmt könnun á vegum Gallup í liðinni viku. Einfaldlega vegna þess að þetta sama fólk gerir sér grein fyrir því að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi fyrir minna. Í sömu könnun var reyndar einnig spurt að því hver lágmarkslaun ættu að vera og var niðurstaðan 329 þúsund krónur. Það er hætt við því að forsvarsmenn atvinnulífsins hafi þurft að anda í bréfpoka í dágóða stund við að heyra af svo svimandi upphæð. Ekki síst í ljósi þess að þar með væri efalítið margumtalaður stöðugleiki fokinn út í veður og vind. Stöðugleikanum er nefnilega viðhaldið með afarkjörum þeirra sem minnst bera úr býtum í samfélaginu. Þeirra sem þurfa annaðhvort að vinna eins og enginn sé morgundagurinn ef þeir ætla að komast af í íslensku samfélagi eða fara og fá sér vinnu annars staðar. Eins og til að mynda á Norðurlöndunum þar sem vinnusemi þeirra og dugnaður er metinn að verðleikum. En við skulum vona að það komi ekki til þess. Við skulum frekar vona að þeir sem valdið hafa sjái að það er ekkert líf að vinna fyrir minna en 300 þúsund á mánuði. Þá getur hin vinnusama láglaunastétt Íslands hætt við að fara í verkfall og haldið áfram að viðhalda stöðugleikanum. Og þá geta íslenskir atvinnurekendur glaðst yfir því að hafa allt þetta duglega verkafólk í vinnu. Verkafólk sem kollegar þeirra á Norðurlöndunum horfa til með öfundaraugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Verkfall 2016 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Eitt helsta stolt Íslendinga hefur löngum verið vinnusemi. Öll þekkjum við sögur af löndum okkar sem hafa lagt land undir fót til frænda okkar á Norðurlöndum þar sem viðkomandi hafa þótt með eindæmum duglegt og vinnusamt fólk. Eftirsóknarvert fólk fyrir vinnuveitendur sem sjá hag sínum vel borgið með því að hafa Íslendinga í vinnu. Ástæðan fyrir þessari vinnusemi Íslendinga hefur oft verið rakin til þess að við ölumst upp við það að vinna meira en til að mynda okkar ágætu grannþjóðir. Þannig er okkur innrætt vinnusemi frá unga aldri og svo vinnum við eins og óðar skepnur alla daga eins og okkur var kennt. En þannig á þetta ekki að vera og þannig þarf þetta ekki að vera. Við eigum nefnilega að öll að geta átt okkur mannsæmandi líf utan vinnunnar. Vinnusemin er góð en hún á helst bara að ná yfir átta stunda vinnudag og fyrir það eigum við að uppskera viðunandi laun til þess að geta dregið fram lífið sómasamlega. Þannig er það því miður ekki í dag. Langt frá því og þess vegna er nú svo komið að gripið hefur verið til verkfalla. Verkföll eru nefnilega neyðarúræði þeirra sem hafa ekkert að selja annað en vinnu sína, þekkingu og færni. Og verkföll eru líka sjálfsagður réttur þeirra sem vilja ekki selja langt undir eðlilegu söluandvirði. Fjöldi Íslendinga býr við þau afarkjör að vera með lágmarkslaun langt undir þeirri sjálfsögðu 300.000 kr. kröfu sem nú er barist fyrir á vinnumarkaði. Níu af hverjum tíu Íslendingum taka undir þessa sjálfsögðu kröfu samkvæmt könnun á vegum Gallup í liðinni viku. Einfaldlega vegna þess að þetta sama fólk gerir sér grein fyrir því að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi fyrir minna. Í sömu könnun var reyndar einnig spurt að því hver lágmarkslaun ættu að vera og var niðurstaðan 329 þúsund krónur. Það er hætt við því að forsvarsmenn atvinnulífsins hafi þurft að anda í bréfpoka í dágóða stund við að heyra af svo svimandi upphæð. Ekki síst í ljósi þess að þar með væri efalítið margumtalaður stöðugleiki fokinn út í veður og vind. Stöðugleikanum er nefnilega viðhaldið með afarkjörum þeirra sem minnst bera úr býtum í samfélaginu. Þeirra sem þurfa annaðhvort að vinna eins og enginn sé morgundagurinn ef þeir ætla að komast af í íslensku samfélagi eða fara og fá sér vinnu annars staðar. Eins og til að mynda á Norðurlöndunum þar sem vinnusemi þeirra og dugnaður er metinn að verðleikum. En við skulum vona að það komi ekki til þess. Við skulum frekar vona að þeir sem valdið hafa sjái að það er ekkert líf að vinna fyrir minna en 300 þúsund á mánuði. Þá getur hin vinnusama láglaunastétt Íslands hætt við að fara í verkfall og haldið áfram að viðhalda stöðugleikanum. Og þá geta íslenskir atvinnurekendur glaðst yfir því að hafa allt þetta duglega verkafólk í vinnu. Verkafólk sem kollegar þeirra á Norðurlöndunum horfa til með öfundaraugum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun