Lífið

Hvað á veturinn að heita?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndir sem eru nokkuð einkennandi fyrir veturinn.
Myndir sem eru nokkuð einkennandi fyrir veturinn. vísir/vilhelm/stefán
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá nokkrum manni að veðrið að undanförnu hefur verið frekar leiðinlegt. Flesta daga er rakt, hvasst og kalt en suma dagar breytir það til og verður rennandi blautt og stormasamt með nístandi kulda.

Í gegnum tíðina hafa þónokkrir vetur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá á sig nafn sökum leiðinda sinna. Þar má nefna Nautadauðavetur 1187, Hrossafallsvetur 1313 og Hestabana 1669 og þá eru aðeins örfáir taldir til. Síðasti veturinn til að fá á sig nafn var Frostaveturinn mikli fyrir tæplega öld.

Ljóst er að veturinn í ár er einhver sá leiðinlegasti í minnum hinna yngri í það minnsta þó vafalaust finnist einhver fjörgamall sem man þá mun verri. Í tilefni af því höfum við á Vísi ákveðið að efna til lítillar könnunar um hvað veturinn sem nú er senn að renna sitt skeið (vonandi) á að kallast.

Lesendur geta sent tillögur með stuttum rökstuðningi hingað eða svarað í kommentakerfið hér að neðan. Frumlegustu og skemmtilegustu tilkynningarnar verða teknar saman og birtar í kjölfarið.


Tengdar fréttir

Stormur í kvöld og á morgun

Veðurstofa Íslands varar við stormi syðst á landinu í kvöld, einkum í Mýrdal og undir Eyjafjöllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.