Er Samsung hæfara til smíði rafbíls en Apple? Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 14:22 Skildu þessir tveir raftækjaframleiðendur halla sér brátt að smíði bíla? Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla. Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla.
Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent