Hannar þjóðfána fyrir ímynduð lönd og ríki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2015 10:00 Atli Jasonarson ásamt nokkrum fánum vísir/valli „Mér þykir ótrúlega leiðinlegt að það sé ekki verið að stofna ný ríki og þjóðir daglega. Ég væri til í að vinna við þetta,“ segir íslenskuneminn Atli Jasonarson. Í frítíma sínum hefur hann dundað sér við að búa til fána fyrir alls kyns ímyndaðar þjóðir og aðstæður. „Ég hafði mikinn áhuga á fánum þegar ég var yngri og hann kviknaði aftur þegar QuizUp-leikurinn kom út kom út.“ Hann byrjaði að hanna fána fyrir alvöru fyrir um þremur vikum. „Ég var annars hugar og að velta hollenska fánanum fyrir mér. Af hverju er appelsínugulan, lit konungsfjölskyldunnar og landsliðsins, ekki að finna í fánanum? Hvernig ætli hann liti út ef Holland væri hluti af Skandinavíu?“ Í kjölfarið bjó hann fánann til og þá varð ekki aftur snúið. Á annan tug fána hafa litið dagsins ljós og fleiri eru í vinnslu. Afrakstrinum deilir Atli með umheiminum í myndaalbúmi á Facebook en hluta fánanna má sjá hér til hliðar. Vinir Atla, og fólk sem hann rekst á á förnum vegi hefur verið duglegt við að senda honum beiðnir um mögulega fána sem hægt væri að teikna upp. Þeir muni líta dagsins ljós en fólk verði að bíða rólegt eftir þeim. „Ég óska í raun eftir fleiri ríkjum og byltingum svo ég geti haft þetta að atvinnu,“ segir Atli að lokum í gríni. Hér að ofan má sjá fána sameinaðrar Kóreu undir Ísrael, fána nýs Kalmarsambands sem samanstæði af Danmörku, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð. Sameinaða Pokémon-nýlendu Botsvana og Tansaníu og mögulegan þjóðfána Vestmannaeyjana. Fáeina í viðbót má sjá hér fyrir neðan en hina má sjá með því að smella hér.Post by Atli Jasonarson. Post by Atli Jasonarson. Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
„Mér þykir ótrúlega leiðinlegt að það sé ekki verið að stofna ný ríki og þjóðir daglega. Ég væri til í að vinna við þetta,“ segir íslenskuneminn Atli Jasonarson. Í frítíma sínum hefur hann dundað sér við að búa til fána fyrir alls kyns ímyndaðar þjóðir og aðstæður. „Ég hafði mikinn áhuga á fánum þegar ég var yngri og hann kviknaði aftur þegar QuizUp-leikurinn kom út kom út.“ Hann byrjaði að hanna fána fyrir alvöru fyrir um þremur vikum. „Ég var annars hugar og að velta hollenska fánanum fyrir mér. Af hverju er appelsínugulan, lit konungsfjölskyldunnar og landsliðsins, ekki að finna í fánanum? Hvernig ætli hann liti út ef Holland væri hluti af Skandinavíu?“ Í kjölfarið bjó hann fánann til og þá varð ekki aftur snúið. Á annan tug fána hafa litið dagsins ljós og fleiri eru í vinnslu. Afrakstrinum deilir Atli með umheiminum í myndaalbúmi á Facebook en hluta fánanna má sjá hér til hliðar. Vinir Atla, og fólk sem hann rekst á á förnum vegi hefur verið duglegt við að senda honum beiðnir um mögulega fána sem hægt væri að teikna upp. Þeir muni líta dagsins ljós en fólk verði að bíða rólegt eftir þeim. „Ég óska í raun eftir fleiri ríkjum og byltingum svo ég geti haft þetta að atvinnu,“ segir Atli að lokum í gríni. Hér að ofan má sjá fána sameinaðrar Kóreu undir Ísrael, fána nýs Kalmarsambands sem samanstæði af Danmörku, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð. Sameinaða Pokémon-nýlendu Botsvana og Tansaníu og mögulegan þjóðfána Vestmannaeyjana. Fáeina í viðbót má sjá hér fyrir neðan en hina má sjá með því að smella hér.Post by Atli Jasonarson. Post by Atli Jasonarson.
Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira