Stíliseraði Taylor Swift Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 12. mars 2015 08:00 Taylor Swift Vísir/getty „Leikstjóri myndbandsins, Joseph Kahn, bað mig um að koma og stílisera með teyminu hennar,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún vann með poppstjörnunni Taylor Swift í myndbandi við lagið hennar Blank Space, af nýjustu plötunni hennar 1989. „Ég hef unnið töluvert mikið með Kahn, en hann hefur leikstýrt yfir fimm hundruð tónlistarmyndböndum erlendis. Hann meðal annars fékk MTV Europe Icon-verðlaunin fyrir vinnu sína í tónlistarbransanum.“ Hún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Swift og hún og allt hennar teymi hafi verið einstaklega faglegt. „Það er alltaf mikið af fólki með í ákvarðanatökum fyrir verkefni af svona stærðargráðu. Fyrir Taylor í þessu tilfelli snerist þetta líka mikið um að koma með nýja ímynd fyrir hana, án þess að það hefði áhrif á aðdáendahóp hennar,“ bætir hún við.Edda er búsett í New York og vinnur mestmegnis þar og í Los Angeles. Taylor Swift er ekki eina stóra nafnið sem hún hefur unnið með, heldur hefur hún einnig unnið með Alicia Keys og Barbra Streisand. Nýlega vann hún með fatahönnuðinum Bernhard Wilhelm fyrir stóra sýningu á MOCA-safninu í Los Angeles. „Núna fyrir stuttu vann ég með Kahn að Power Ranger-stuttmynd. Sú stuttmynd varð svo vinsæl að síðan hrundi,“ segir hún, en í myndinni léku þau Katee Sackhoff og James Van Der Beek, sem flestir þekkja sem Dawson úr Dawson‘s Creek. Hún hefur lítið unnið hér heima og segir það mjög ólíkt að vinna hér og úti. „Verkefnin úti eru stór og oft er mikið fjármagn að baki. En hér heima er svo mikið af spennandi hæfileikaríku fólki sem er svo opið og tilbúið að prófa allavega hluti.“ Hildur Yeoman.VísirEdda er komin hingað til lands til þess að stílisera nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóra. „Hildur er með seiðkonuþema á sýningunni í ár. Grös, galdrar og sterkar kvenfyrirmyndir verða í aðalhlutverki. Þetta er ótrúlega spennandi uppsetning sem við erum að vinna að og mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að þessari sýningu,“ segir Edda. Sýningin verður haldin í Vörðuskóla á Skólavörðuholti í kvöld og er hluti af HönnunarMars. Húsið verður opnað klukkan 21 og sýning hefst klukkan 21.30. „Það verður eitthvað þarna fyrir alla, hvort sem þú hefur áhuga á tónlist, dansi, arkitektúr, tísku eða töfrum.“ HönnunarMars Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
„Leikstjóri myndbandsins, Joseph Kahn, bað mig um að koma og stílisera með teyminu hennar,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún vann með poppstjörnunni Taylor Swift í myndbandi við lagið hennar Blank Space, af nýjustu plötunni hennar 1989. „Ég hef unnið töluvert mikið með Kahn, en hann hefur leikstýrt yfir fimm hundruð tónlistarmyndböndum erlendis. Hann meðal annars fékk MTV Europe Icon-verðlaunin fyrir vinnu sína í tónlistarbransanum.“ Hún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Swift og hún og allt hennar teymi hafi verið einstaklega faglegt. „Það er alltaf mikið af fólki með í ákvarðanatökum fyrir verkefni af svona stærðargráðu. Fyrir Taylor í þessu tilfelli snerist þetta líka mikið um að koma með nýja ímynd fyrir hana, án þess að það hefði áhrif á aðdáendahóp hennar,“ bætir hún við.Edda er búsett í New York og vinnur mestmegnis þar og í Los Angeles. Taylor Swift er ekki eina stóra nafnið sem hún hefur unnið með, heldur hefur hún einnig unnið með Alicia Keys og Barbra Streisand. Nýlega vann hún með fatahönnuðinum Bernhard Wilhelm fyrir stóra sýningu á MOCA-safninu í Los Angeles. „Núna fyrir stuttu vann ég með Kahn að Power Ranger-stuttmynd. Sú stuttmynd varð svo vinsæl að síðan hrundi,“ segir hún, en í myndinni léku þau Katee Sackhoff og James Van Der Beek, sem flestir þekkja sem Dawson úr Dawson‘s Creek. Hún hefur lítið unnið hér heima og segir það mjög ólíkt að vinna hér og úti. „Verkefnin úti eru stór og oft er mikið fjármagn að baki. En hér heima er svo mikið af spennandi hæfileikaríku fólki sem er svo opið og tilbúið að prófa allavega hluti.“ Hildur Yeoman.VísirEdda er komin hingað til lands til þess að stílisera nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóra. „Hildur er með seiðkonuþema á sýningunni í ár. Grös, galdrar og sterkar kvenfyrirmyndir verða í aðalhlutverki. Þetta er ótrúlega spennandi uppsetning sem við erum að vinna að og mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að þessari sýningu,“ segir Edda. Sýningin verður haldin í Vörðuskóla á Skólavörðuholti í kvöld og er hluti af HönnunarMars. Húsið verður opnað klukkan 21 og sýning hefst klukkan 21.30. „Það verður eitthvað þarna fyrir alla, hvort sem þú hefur áhuga á tónlist, dansi, arkitektúr, tísku eða töfrum.“
HönnunarMars Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira