Lífið

Charlie Sheen borgaði milljónir dollara til að þagga niður HIV-smit

Birgir Olgeirsson skrifar
Charlie Sheen segist hafa verið undir stöðugum árásum síðastliðin fjögur ár vegna sjúkdómsins.
Charlie Sheen segist hafa verið undir stöðugum árásum síðastliðin fjögur ár vegna sjúkdómsins. vísir/getty
Leikarinn CharlieSheen greindi frá því að í bandaríska þættinum Today Show rétt í þessu að hann væri HIV-smitaður. Sagðist hann hafa reynt að halda því leyndu í fjögur ár. Hann sagðist vilja stíga fram með þessa játningu því hann hefði mátt þola miklar árásir og lygar.

Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum fyrir fjórum árum. Þegar hann hafði legið í svitabaði þrjár nætur í röð fór hann til lækna og fékk þá greiningu að hann væri HIV-smitaður. Sjálfur sagðist hann hafa haldið að hann væri hreinlega með heilaæxli.

Hann sagðist hafa borgað nokkrum einstaklingum fyrir að þegja yfir þessum upplýsingum. Sagði hann að hann hefði varið milljónum dollara til að halda þessum upplýsingum leyndum og sagði þessa einstaklinga ekki bara verið að taka peninga frá sér heldur einnig börnum sínum fimm og barna barni.

Hann sagðist hafa átt í samskiptum við vændiskonur og hefði verið á virkilega slæmum stað í lífinu fyrir fjórum árum. Hann hefði drukkið og neytt eiturlyfja og stundað áhættuhegðun sem hefði leitt til þess að hann hefði smitast af þessari veiru.

Hann sagði vændiskonu hafa farið inn í húsið sitt og farið inn á baðherbergi hans þar sem hún tók mynd af lyfjum hans og heimtaði peninga fyrir.

Hann var spurður hvort þetta tímabil tengdist þeim tíma þar sem hann var að yfirgefa sjónvarpsþáttinn Twoandahalf men. Þá talaði hann um að hann byggi yfir Tígrisblóði en Sheen sagði þetta ekki hafa tengst vímuefnanotkun heldur hefði hann ekki verið í andlegu jafnvægi vegna notkunar á sterum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×