Lífið

Bíða sex klukkutíma í röð eftir Jessie J

Birgir Olgeirsson skrifar
Þessi láta ekki kuldann í skugganum af Laugardalshöll stöðva sig í að bíða í nokkra klukkutíma í röð eftir tónleikum Jessie J.
Þessi láta ekki kuldann í skugganum af Laugardalshöll stöðva sig í að bíða í nokkra klukkutíma í röð eftir tónleikum Jessie J. Vísir
Mikil eftirvænting er eftir tónleikum bresku tónlistarkonunnar Jessie J í Laugardalshöll í kvöld. Fimm þúsund og fimm hundruð áhorfendur eru væntanlegir í höllina sem verður opnuð klukkan sjö en það seldist upp á tónleikana á þremur dögum.

Eftirvæntingin er þó slík að nokkrir aðdáendur tónlistarkonunnar létu sig ekki muna um að mæta í röðina fyrir utan tónleikastaðinn klukkan tvö í dag, sex klukkutímum áður en tónleikarnir hefjast klukkan átta í kvöld.

Jessie J á sér dygga aðdáendur hér á landi en miðar á tónleika hennar í Laugardalshöll seldust upp á þremur sólarhringum.Vísir/Getty
Höfðu einhverjir þeirra vonast til að sjá tónlistarkonuna á ferli við Laugardalshöllina og eiga þannig möguleika á að berja hana augum.

Jessie J spratt fram á sjónarsviðið fyrir fjórum árum en hún er fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu lista en á meðal hennar þekktustu smella eru lögin Price Tag, Bang Bang og Domino.


Tengdar fréttir

Glowie hitar upp fyrir Jessie J.

"Þetta er risastórt,“ segir hin átján ára gamla Glowie sem var að fá staðfestingu á því að hún muni hita upp fyrir átrúnaðargoðið sitt.

Jessie J heldur tónleika á Íslandi

Breska tónlistarkonan Jessie J, sem hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár, ætlar að halda tónleika í Laugardalshöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×