Hætt að skammast sín: „Þyngd er bara tala“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2015 09:16 Tinna segist hafa átt erfitt með að sætta sig við töluna á vigtinni, sem nánast heltók huga hennar. Hún greinir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló. mynd/tinna Tinna Þorradóttir er tvítug stúlka sem segist nánast alla tíð hafa skammast sín fyrir eigin líkamsþyngd, þrátt fyrir að hafa verið í fínu formi. Talan á vigtinni nær heltók huga hennar en í gær ákvað hún að hætta að skammast sín. „Þyngd er bara tala,“ segir Tinna sem hvetur konur til að láta sér líða vel í eigin skinni. Hún ritaði pistil á vefsíðu sína um þyngd og líkamsímynd kvenna sem vakið hefur mikla athygli. Kveikjan að pistlinum var sú að þegar hún var beðin um að greina frá líkamsþyngd sinni sagðist hún of óörugg með sjálfa sig til að segja frá því opinberlega. Tinna heldur úti Snapchat-aðgangi með ýmsu förðunarefni og öðru því tengdu. „Ég fattaði ekki fyrr en hún sagði það við mig hversu asnalegt það væri að ég væri að fela þessa asnalegu tölu fyrir öllum og hversu mikið ég gæti hjálpað öllum þessum stelpum sem fylgjast með mér að hætta að hugsa svona, sama hversu mörg kíló þær eru,“ segir Tinna. Mikilvægast að líta vel út á ströndinni Saga Tinnu er í stuttu máli sú að sumarið 2013 hafði hún þyngst eilítið. Hún ákvað að setja sér það markmið að fara úr 72 kílóum í 59 kíló. Ræktina stundaði hún nánast alla daga, stundum í tvær klukkustundir í senn. Fyrr en varði talaði hún nær ekki um neitt annað en líkamsrækt og mataræði, skráði niður hverja kaloríu sem ofan í hana fór og hversu mörgum hún brenndi á æfingu. Hún var á leið til Flórída og ætlaði sér að líta vel út á ströndinni. „Á tímabilinu ágúst til desember fór ég frá 72 kg og niður í 62 kg. En málið var að markmiðið mitt var að verða 59 vegna þess að ég vildi fá að sjá þessa fimmu og það var draumurinn minn. Ég hef alltaf verið með stóran rass og stór bjóst og er bara ekki vaxin í það að vera 50 og eitthvað kíló þar sem ég er 170 á hæð.“ Talan á vigtinni enn efst í huga þrátt fyrir veikindin Í mars árið 2014 veiktist Tinna illilega. Hún þurfti að fara í aðgerð en það sem henni þótti einna verst var að komast ekki í ræktina. „Eftir ótalmargar rannsóknir hérna heima og tvær ferðir í rannsóknir til Svíþjóðar komst loks í ljós einu og hálfu ári seinna að ég væri með ofvirkar betafrumur í brisinu og var þar af leiðandi 70% af brisinu mínu og miltað tekið núna í ágúst í aðgerð í Svíþjóð,“ segir hún. „Ég var látin fara á vigtina á hverjum degi uppá spítala þar sem ég var bara með vatn í æð fyrstu dagana. Daginn eftir aðgerðina var ég 81 kg og það er það þyngsta sem ég hef verið og það fyrsta sem ég hugsaði var : hvernig gat ég leyft þessu að gerast. Ég var ekkert að pæla í því hversu bjúguð og bólgin ég var eftir þessa aðgerð heldur bara í þessari tölu.“ Tinna segir að á þessu tímabili hafi hún sífellt verið að bera sig saman við aðrar konur og óskað þess að fá einn daginn að líta út eins og þær. Hún segir að í dag sjái hún hversu óraunhæf sú hugsun hafi verið og vonar að með pistli sínum átti aðrar konur sig á því „Getum við ekki bara verið ánægðar eins og við erum? Þegar ég sé þessar myndir af mér núna hugsa ég alltaf bara djöfull væri ég til í að vera svona aftur en þegar ég hugsa um það hvernig mér leið þarna þá var ég ekkert ánægð. Ég veit það eru margar sem tengja við þetta þegar þær skoða gamlar myndir og hugsa svona. Mér líður til dæmis miklu betur núna heldur en mér leið þegar ég var sem léttust,“ segir Tinna Þorradóttir sem segir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló. Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Tinna Þorradóttir er tvítug stúlka sem segist nánast alla tíð hafa skammast sín fyrir eigin líkamsþyngd, þrátt fyrir að hafa verið í fínu formi. Talan á vigtinni nær heltók huga hennar en í gær ákvað hún að hætta að skammast sín. „Þyngd er bara tala,“ segir Tinna sem hvetur konur til að láta sér líða vel í eigin skinni. Hún ritaði pistil á vefsíðu sína um þyngd og líkamsímynd kvenna sem vakið hefur mikla athygli. Kveikjan að pistlinum var sú að þegar hún var beðin um að greina frá líkamsþyngd sinni sagðist hún of óörugg með sjálfa sig til að segja frá því opinberlega. Tinna heldur úti Snapchat-aðgangi með ýmsu förðunarefni og öðru því tengdu. „Ég fattaði ekki fyrr en hún sagði það við mig hversu asnalegt það væri að ég væri að fela þessa asnalegu tölu fyrir öllum og hversu mikið ég gæti hjálpað öllum þessum stelpum sem fylgjast með mér að hætta að hugsa svona, sama hversu mörg kíló þær eru,“ segir Tinna. Mikilvægast að líta vel út á ströndinni Saga Tinnu er í stuttu máli sú að sumarið 2013 hafði hún þyngst eilítið. Hún ákvað að setja sér það markmið að fara úr 72 kílóum í 59 kíló. Ræktina stundaði hún nánast alla daga, stundum í tvær klukkustundir í senn. Fyrr en varði talaði hún nær ekki um neitt annað en líkamsrækt og mataræði, skráði niður hverja kaloríu sem ofan í hana fór og hversu mörgum hún brenndi á æfingu. Hún var á leið til Flórída og ætlaði sér að líta vel út á ströndinni. „Á tímabilinu ágúst til desember fór ég frá 72 kg og niður í 62 kg. En málið var að markmiðið mitt var að verða 59 vegna þess að ég vildi fá að sjá þessa fimmu og það var draumurinn minn. Ég hef alltaf verið með stóran rass og stór bjóst og er bara ekki vaxin í það að vera 50 og eitthvað kíló þar sem ég er 170 á hæð.“ Talan á vigtinni enn efst í huga þrátt fyrir veikindin Í mars árið 2014 veiktist Tinna illilega. Hún þurfti að fara í aðgerð en það sem henni þótti einna verst var að komast ekki í ræktina. „Eftir ótalmargar rannsóknir hérna heima og tvær ferðir í rannsóknir til Svíþjóðar komst loks í ljós einu og hálfu ári seinna að ég væri með ofvirkar betafrumur í brisinu og var þar af leiðandi 70% af brisinu mínu og miltað tekið núna í ágúst í aðgerð í Svíþjóð,“ segir hún. „Ég var látin fara á vigtina á hverjum degi uppá spítala þar sem ég var bara með vatn í æð fyrstu dagana. Daginn eftir aðgerðina var ég 81 kg og það er það þyngsta sem ég hef verið og það fyrsta sem ég hugsaði var : hvernig gat ég leyft þessu að gerast. Ég var ekkert að pæla í því hversu bjúguð og bólgin ég var eftir þessa aðgerð heldur bara í þessari tölu.“ Tinna segir að á þessu tímabili hafi hún sífellt verið að bera sig saman við aðrar konur og óskað þess að fá einn daginn að líta út eins og þær. Hún segir að í dag sjái hún hversu óraunhæf sú hugsun hafi verið og vonar að með pistli sínum átti aðrar konur sig á því „Getum við ekki bara verið ánægðar eins og við erum? Þegar ég sé þessar myndir af mér núna hugsa ég alltaf bara djöfull væri ég til í að vera svona aftur en þegar ég hugsa um það hvernig mér leið þarna þá var ég ekkert ánægð. Ég veit það eru margar sem tengja við þetta þegar þær skoða gamlar myndir og hugsa svona. Mér líður til dæmis miklu betur núna heldur en mér leið þegar ég var sem léttust,“ segir Tinna Þorradóttir sem segir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló.
Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira