Hætt að skammast sín: „Þyngd er bara tala“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2015 09:16 Tinna segist hafa átt erfitt með að sætta sig við töluna á vigtinni, sem nánast heltók huga hennar. Hún greinir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló. mynd/tinna Tinna Þorradóttir er tvítug stúlka sem segist nánast alla tíð hafa skammast sín fyrir eigin líkamsþyngd, þrátt fyrir að hafa verið í fínu formi. Talan á vigtinni nær heltók huga hennar en í gær ákvað hún að hætta að skammast sín. „Þyngd er bara tala,“ segir Tinna sem hvetur konur til að láta sér líða vel í eigin skinni. Hún ritaði pistil á vefsíðu sína um þyngd og líkamsímynd kvenna sem vakið hefur mikla athygli. Kveikjan að pistlinum var sú að þegar hún var beðin um að greina frá líkamsþyngd sinni sagðist hún of óörugg með sjálfa sig til að segja frá því opinberlega. Tinna heldur úti Snapchat-aðgangi með ýmsu förðunarefni og öðru því tengdu. „Ég fattaði ekki fyrr en hún sagði það við mig hversu asnalegt það væri að ég væri að fela þessa asnalegu tölu fyrir öllum og hversu mikið ég gæti hjálpað öllum þessum stelpum sem fylgjast með mér að hætta að hugsa svona, sama hversu mörg kíló þær eru,“ segir Tinna. Mikilvægast að líta vel út á ströndinni Saga Tinnu er í stuttu máli sú að sumarið 2013 hafði hún þyngst eilítið. Hún ákvað að setja sér það markmið að fara úr 72 kílóum í 59 kíló. Ræktina stundaði hún nánast alla daga, stundum í tvær klukkustundir í senn. Fyrr en varði talaði hún nær ekki um neitt annað en líkamsrækt og mataræði, skráði niður hverja kaloríu sem ofan í hana fór og hversu mörgum hún brenndi á æfingu. Hún var á leið til Flórída og ætlaði sér að líta vel út á ströndinni. „Á tímabilinu ágúst til desember fór ég frá 72 kg og niður í 62 kg. En málið var að markmiðið mitt var að verða 59 vegna þess að ég vildi fá að sjá þessa fimmu og það var draumurinn minn. Ég hef alltaf verið með stóran rass og stór bjóst og er bara ekki vaxin í það að vera 50 og eitthvað kíló þar sem ég er 170 á hæð.“ Talan á vigtinni enn efst í huga þrátt fyrir veikindin Í mars árið 2014 veiktist Tinna illilega. Hún þurfti að fara í aðgerð en það sem henni þótti einna verst var að komast ekki í ræktina. „Eftir ótalmargar rannsóknir hérna heima og tvær ferðir í rannsóknir til Svíþjóðar komst loks í ljós einu og hálfu ári seinna að ég væri með ofvirkar betafrumur í brisinu og var þar af leiðandi 70% af brisinu mínu og miltað tekið núna í ágúst í aðgerð í Svíþjóð,“ segir hún. „Ég var látin fara á vigtina á hverjum degi uppá spítala þar sem ég var bara með vatn í æð fyrstu dagana. Daginn eftir aðgerðina var ég 81 kg og það er það þyngsta sem ég hef verið og það fyrsta sem ég hugsaði var : hvernig gat ég leyft þessu að gerast. Ég var ekkert að pæla í því hversu bjúguð og bólgin ég var eftir þessa aðgerð heldur bara í þessari tölu.“ Tinna segir að á þessu tímabili hafi hún sífellt verið að bera sig saman við aðrar konur og óskað þess að fá einn daginn að líta út eins og þær. Hún segir að í dag sjái hún hversu óraunhæf sú hugsun hafi verið og vonar að með pistli sínum átti aðrar konur sig á því „Getum við ekki bara verið ánægðar eins og við erum? Þegar ég sé þessar myndir af mér núna hugsa ég alltaf bara djöfull væri ég til í að vera svona aftur en þegar ég hugsa um það hvernig mér leið þarna þá var ég ekkert ánægð. Ég veit það eru margar sem tengja við þetta þegar þær skoða gamlar myndir og hugsa svona. Mér líður til dæmis miklu betur núna heldur en mér leið þegar ég var sem léttust,“ segir Tinna Þorradóttir sem segir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló. Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Fleiri fréttir „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Sjá meira
Tinna Þorradóttir er tvítug stúlka sem segist nánast alla tíð hafa skammast sín fyrir eigin líkamsþyngd, þrátt fyrir að hafa verið í fínu formi. Talan á vigtinni nær heltók huga hennar en í gær ákvað hún að hætta að skammast sín. „Þyngd er bara tala,“ segir Tinna sem hvetur konur til að láta sér líða vel í eigin skinni. Hún ritaði pistil á vefsíðu sína um þyngd og líkamsímynd kvenna sem vakið hefur mikla athygli. Kveikjan að pistlinum var sú að þegar hún var beðin um að greina frá líkamsþyngd sinni sagðist hún of óörugg með sjálfa sig til að segja frá því opinberlega. Tinna heldur úti Snapchat-aðgangi með ýmsu förðunarefni og öðru því tengdu. „Ég fattaði ekki fyrr en hún sagði það við mig hversu asnalegt það væri að ég væri að fela þessa asnalegu tölu fyrir öllum og hversu mikið ég gæti hjálpað öllum þessum stelpum sem fylgjast með mér að hætta að hugsa svona, sama hversu mörg kíló þær eru,“ segir Tinna. Mikilvægast að líta vel út á ströndinni Saga Tinnu er í stuttu máli sú að sumarið 2013 hafði hún þyngst eilítið. Hún ákvað að setja sér það markmið að fara úr 72 kílóum í 59 kíló. Ræktina stundaði hún nánast alla daga, stundum í tvær klukkustundir í senn. Fyrr en varði talaði hún nær ekki um neitt annað en líkamsrækt og mataræði, skráði niður hverja kaloríu sem ofan í hana fór og hversu mörgum hún brenndi á æfingu. Hún var á leið til Flórída og ætlaði sér að líta vel út á ströndinni. „Á tímabilinu ágúst til desember fór ég frá 72 kg og niður í 62 kg. En málið var að markmiðið mitt var að verða 59 vegna þess að ég vildi fá að sjá þessa fimmu og það var draumurinn minn. Ég hef alltaf verið með stóran rass og stór bjóst og er bara ekki vaxin í það að vera 50 og eitthvað kíló þar sem ég er 170 á hæð.“ Talan á vigtinni enn efst í huga þrátt fyrir veikindin Í mars árið 2014 veiktist Tinna illilega. Hún þurfti að fara í aðgerð en það sem henni þótti einna verst var að komast ekki í ræktina. „Eftir ótalmargar rannsóknir hérna heima og tvær ferðir í rannsóknir til Svíþjóðar komst loks í ljós einu og hálfu ári seinna að ég væri með ofvirkar betafrumur í brisinu og var þar af leiðandi 70% af brisinu mínu og miltað tekið núna í ágúst í aðgerð í Svíþjóð,“ segir hún. „Ég var látin fara á vigtina á hverjum degi uppá spítala þar sem ég var bara með vatn í æð fyrstu dagana. Daginn eftir aðgerðina var ég 81 kg og það er það þyngsta sem ég hef verið og það fyrsta sem ég hugsaði var : hvernig gat ég leyft þessu að gerast. Ég var ekkert að pæla í því hversu bjúguð og bólgin ég var eftir þessa aðgerð heldur bara í þessari tölu.“ Tinna segir að á þessu tímabili hafi hún sífellt verið að bera sig saman við aðrar konur og óskað þess að fá einn daginn að líta út eins og þær. Hún segir að í dag sjái hún hversu óraunhæf sú hugsun hafi verið og vonar að með pistli sínum átti aðrar konur sig á því „Getum við ekki bara verið ánægðar eins og við erum? Þegar ég sé þessar myndir af mér núna hugsa ég alltaf bara djöfull væri ég til í að vera svona aftur en þegar ég hugsa um það hvernig mér leið þarna þá var ég ekkert ánægð. Ég veit það eru margar sem tengja við þetta þegar þær skoða gamlar myndir og hugsa svona. Mér líður til dæmis miklu betur núna heldur en mér leið þegar ég var sem léttust,“ segir Tinna Þorradóttir sem segir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló.
Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Fleiri fréttir „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Sjá meira