Carla Bruni til liðs við Ford Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 14:19 Carla Bruni. Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent