Við ætlum að gera betur og verða eitt af toppliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2015 06:00 Thea var valinn í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í vor. vísir/valli Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar Fylkir sækir Stjörnuna heim. Stjarnan hefur tapað í lokaúrslitum undanfarin þrjú ár og var spáð 3. sætinu í Olís-deildinni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á þriðjudaginn. Fylkiskonum er hins vegar spáð sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili, því sjöunda. Thea Imani Sturludóttir, örvhent skytta Fylkisliðsins og einn allra efnilegasti leikmaður deildarinnar, segir að Árbæingar stefni á að gera betur í ár. „Okkar markmið er að gera betur en í fyrra. Við höfum bætt okkur á hverju ári og nú er markmiðið að taka næsta skref og verða eitt af toppliðunum,“ sagði Thea og bætti því við að það yrði frábært að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni, en hann fellur í skaut fjögurra efstu liða deildarinnar. Thea, sem var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar árið 2014, skoraði 115 mörk í 22 deildarleikjum með Fylki á síðasta tímabili og var í kjölfarið valin í A-landsliðið fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi og vináttulandsleiki gegn Póllandi. Hún kom að vísu ekki við sögu í þessum leikjum en sagði það hafa verið góða reynslu að fá að æfa með liðinu og vera í kringum það. „Það var mjög gaman að fá að æfa með svona góðum stelpum og sjá hvernig þetta lítur allt saman út,“ sagði Thea sem stefnir á að festa sig í sessi í landsliðinu á næstu árum. Thea er ekki bara öflug handboltakona en hún leggur einnig stund á frjálsar íþróttir og hefur gert í mörg ár: „Ég hef æft frjálsar með FH frá því ég var ung og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Thea sem einbeitir sér þó eingöngu að handboltanum á veturna. En hjálpar grunnurinn í frjálsum henni að einhverju leyti í handboltanum? „Þetta hjálpaði mér mikið í yngri flokkunum að hafa þennan grunn; hafa sprettina, köstin og allt það. Þetta hefur gagnast mér mikið. Olís-deild kvenna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar Fylkir sækir Stjörnuna heim. Stjarnan hefur tapað í lokaúrslitum undanfarin þrjú ár og var spáð 3. sætinu í Olís-deildinni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á þriðjudaginn. Fylkiskonum er hins vegar spáð sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili, því sjöunda. Thea Imani Sturludóttir, örvhent skytta Fylkisliðsins og einn allra efnilegasti leikmaður deildarinnar, segir að Árbæingar stefni á að gera betur í ár. „Okkar markmið er að gera betur en í fyrra. Við höfum bætt okkur á hverju ári og nú er markmiðið að taka næsta skref og verða eitt af toppliðunum,“ sagði Thea og bætti því við að það yrði frábært að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni, en hann fellur í skaut fjögurra efstu liða deildarinnar. Thea, sem var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar árið 2014, skoraði 115 mörk í 22 deildarleikjum með Fylki á síðasta tímabili og var í kjölfarið valin í A-landsliðið fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi og vináttulandsleiki gegn Póllandi. Hún kom að vísu ekki við sögu í þessum leikjum en sagði það hafa verið góða reynslu að fá að æfa með liðinu og vera í kringum það. „Það var mjög gaman að fá að æfa með svona góðum stelpum og sjá hvernig þetta lítur allt saman út,“ sagði Thea sem stefnir á að festa sig í sessi í landsliðinu á næstu árum. Thea er ekki bara öflug handboltakona en hún leggur einnig stund á frjálsar íþróttir og hefur gert í mörg ár: „Ég hef æft frjálsar með FH frá því ég var ung og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Thea sem einbeitir sér þó eingöngu að handboltanum á veturna. En hjálpar grunnurinn í frjálsum henni að einhverju leyti í handboltanum? „Þetta hjálpaði mér mikið í yngri flokkunum að hafa þennan grunn; hafa sprettina, köstin og allt það. Þetta hefur gagnast mér mikið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira