Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Rikka skrifar 11. september 2015 10:00 Þorvaldur Davíð Þorvaldur Davíð Kristjánsson er Þróttari í húð og hár og mætti segja að hann hafi í sinni barnæsku slitið fótboltaskónum að mestu á gamla malarvellinum við Sæviðarsund. Hann sótti grunnskólanám í Langholtsskóla og fór að honum loknum í Verzlunarskóla Íslands. „Ætli ég hafi ekki valið Verzló aðallega út af vinunum og félagslífinu, það fórst aðeins fyrir að stunda námið af kappi en það var bara svo gaman,“ segir Þorvaldur með bros á vör þegar hann rifjar upp endurminningar úr menntaskólanum. Þorvaldur tók þátt í nokkrum söngleikjum í skólanum en þegar hér var komið sögu var hann þegar kominn með töluverða reynslu úr leiklistarheiminum. „Það mætti segja að ég hafi byrjað að leika þegar ég var í kringum ellefu ára en þá fengum við vinur minn þá hugmynd í kollinn að sækja um vinnu hjá barna- og unglingadeild Ríkisútvarpsins. Í kjölfarið var ég fenginn til þess að leika í Útvarpsleikhúsinu og las svo inn á nokkrar teiknimyndir eins og til dæmis Lion King og síðar Toy Story. Þegar ég var svo fjórtán ára var ég búinn að leika í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu og fékk í kjölfarið aðalhlutverkið í leikritinu Bugsy Malone sem Baltasar Kormákur leikstýrði. En hann var þá á svipuðum aldri og ég er á í dag.“Í höfuðborg heimsins Eftir útskrift úr Verzlunarskólanum fékk Þorvaldur hlutverk í jólasýningu Þjóðleikhússins en ákvað að þeirri sýningu lokinni að nú væri nóg komið af leiklistinni og tími til að feta nýjar brautir. „Mig langaði hreinlega bara að prófa eitthvað annað og fór í lögfræði í háskólanum.“ Aðspurður hvernig hann fékk þá hugdettu að fara í lögfræðinám segir Þorvaldur að á vissan hátt sé lögfræðin kannski ekki svo ólík leiklistinni. „Ég heillaðist kannski fyrst og fremst af lögfræðinni af því að mér fannst hún praktísk. Það er líka ákveðin rökhugsun í henni sem ég hrífst af en einnig ákveðinn performance. Það vantar kannski ljóðrænuna í lögfræðina en hún snertir samt sem áður flestalla fleti þjóðfélagsins á einn eða annan hátt,“ segir Þorvaldur. „Mér fannst líka tími til kominn að fullorðnast en áttaði mig fljótlega á því að þetta hentaði mér engan veginn.“ Eftir að Þorvaldur komst að þeirri niðurstöðu að kyrrsetan sem fylgdi lögfræðinni hentaði honum ekki bauðst honum hlutverk í leikhúsi sem hann hafnaði. „Á þessum tímapunkti vildi ég alls ekki fara að leika aftur og sótti þess í stað um í byggingavinnu. Ég mætti til vinnu og fékk í hönd sleggju og skilaboð um að mitt verk væri að brjóta niður veggi í rými niðri í bæ. Þarna kynntist ég honum Karli Pétri Jónssyni, vini mínum og almannatengli, sem bauð mér skrifstofuvinnu eftir að byggingaverkefninu lauk. Ég þáði það og skellti mér úr vinnugallanum í snyrtileg jakkaföt. Þarna var ég svo farinn að pikka á tölvu en hafði nokkrum dögum áður verið að brjóta niður veggi.“ Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir til þess að grafa leiklistarbakteríuna tókst ekki betur en svo að Þorvaldur fór aftur á svið og síðar í Listaháskóla Íslands á leiklistarbraut. „Ég var alltaf með þann draum í maganum að fara í leiklistarskóla í New York og fann að ég þyrfti með einu eða öðru móti að láta af því verða.“ Þorvaldur sótti um nokkra skóla í höfuðborg heimsins og komst inn í leiklistardeild í hinum virta Juilliard sem var hans fyrsta val og fékk að auki námsstyrk. „Það eru margir um þau fáu sæti sem bjóðast í skólanum en ég var svo heppinn að fá eitt af þeim,“ segir Þorvaldur. Námið var langt og strangt og löngum dögum eytt innan veggja skólans. „Við nemendurnir vorum flestir þarna frá morgni til kvölds þessi fjögur ár sem námið tók. Þar sem ég lauk einu ári í Listaháskólanum hérna heima þá er ég samtals búinn með fimm ára nám í leiklist, það er svipað langt og grunnnám í læknisfræði,“ segir Þorvaldur og hlær.Úr myndaalbúmi Þorvalds DavíðLaunmorðingi soldánsins Á síðustu skólaönninni í Juilliard var Þorvaldi boðið aðalhlutverkið í íslensku glæpakvikmyndinni Svartur á leik en þar lék hann strák utan af landi sem sogast inn í undirheima í gegnum æskuvin sinn. „Þetta var frábær lífsreynsla og gaman að fá svona tækifæri beint eftir útskrift. Þá hafði ég litla sem enga reynslu af kvikmyndaleik en náði þó fljótt að aðlagast þar sem Óskar Þór, leikstjóri, stýrði skútunni vel. Þetta var hálfklikkað ferðalag samt sem áður. Langir tökudagar þar sem maður þurfti að vera misjafnlega víraður í absúrdískum kringumstæðum. Eina klukkustundina var ég að leika það að vera að borða pulsu úti í bíl helslakur með kók í gleri og hárkollu, svo þá næstu var ég með enga hárkollu að sjúga þrúgusykur upp í nefið til að gíra mig upp eftir nokkra daga á vökunni,“ segir hann og hlær. Við tók svo stórleikur í kvikmyndinni Vonarstræti en þar lék hann Sölva, fyrrverandi atvinnumann í fótbolta sem flytur heim til Íslands og fer að vinna í banka. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda og var valin besta kvikmyndin á Eddunni í ár. Þorvaldur fékk svo hlutverk í kvikmyndinni Dracula Untold, sem framleidd var af Universal Studios og var ein vinsælasta kvikmyndin í bíóhúsum heimsins fyrstu sýningarhelgina. Myndin fjallar um hefndarför Prins Vlad gegn soldáninum og Ottómanaveldinu eftir að soldáninn gerir árás á ríki hans. En þar lék Þorvaldur persónuna Bright Eyes sem var yfirmaður launmorðingjasveitar soldánsins. Meðleikarar hans í kvikmyndinni voru ekki af verri endanum – til að mynda bresku leikararnir Luke Evans, sem hefur leikið til dæmis í Fast & Furious og The Hobbit, og svo Dominic Cooper sem leikið hefur í Captain America og lék svo hinn eftirminnilega hlutverk Sky í Abbakvikmyndinni Mamma mia. „Þetta var virkilega skemmtileg upplifun. Ég bjó á Norður-Írlandi, þar sem ég var í tökum, í um það bil þrjá og hálfan mánuð. Það var auðvitað mjög erfitt að vera frá fjölskyldunni í langan tíma. En ég lærði samt ótrúlega margt af þessu ferli bæði varðandi sjálfan mig og svo bransann úti. Fattaði samt að það er svo sem ekkert mikill munur á framleiðslu kvikmynda hér heima og í Hollywood. Munurinn felst kannski aðallega í fjármagninu sem framleiðendur hafa úr að moða. Munar sirka tíu milljörðum eða svo sem þýðir auðvitað viðameiri pródúsjón,“ segir hann og hlær. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf ekki alltaf mikið til að segja góða sögu. Gangverkið í grunninn séð er alltaf hið sama, þ.e.a.s. handrit, myndavél og fólk fyrir framan og aftan vélina.“Úr myndaalbúmi Þorvalds DavíðDróninn skall á vegg Nýlega tók Þorvaldur að sér nýtt og spennandi hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Þorvaldur stendur einnig að framleiðslu þáttanna, ásamt Stöð 2, í gegnum framleiðslufélag sitt Ísaland Pictures. „Ég kom með hugmynd að sjónvarpsþætti til Stöðvar tvö og mér var tekið opnum örmum. Síðan dró ég Eirik Sördal með mér inn í verkefnið enda er hann einn sniðugasti maður sem ég þekki. Hugmyndin er að skoða fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú, sem ég hef mikinn áhuga á. Fjölskylda mín er að austan og ég minnist sagna sem afi minn sagði mér af kynnum sínum við álfa og hugmyndin að þættinum sprettur á vissan hátt upp úr þeim sögum ásamt forvitni okkar Eiriks um þjóðsagnaarfinn og þau menningarlegu vísindi sem hindurvitni í raun eru. Þjóðtrú er sterk í íslenskri menningu og þá sérstaklega hjá eldri kynslóðinni og mætti segja að hún sé menningarlegur arfur sem yngri kynslóðir þurfa að kynnast,“ segir Þorvaldur og bætir við að því miður virðist það raunin að almenningur lesi ekki eins mikið og áður fyrr, því geti þessar sögur um ýmiss konar fyrirbæri þjóðtrúar á Íslandi hreinlega fallið í gleymsku með tímanum. „Eitthvað inni í mér kallaði á varðveislu þessa efnis sem stundum er einungis til á munnmælaformi og fannst mér því sjónvarp kjörinn vettvangur til þess að fjalla um þessi málefni.“ Þættirnir bera heitið Hindurvitni og verða sex talsins, þar verða álfar, tröll og draugar í stórum hlutverkum ásamt hjátrú, göldrum og óhugnanlegum skrímslum. Aðspurður hvort hann sjálfur trúi á yfirnáttúruleg öfl segist hann að minnsta kosti vera nær því að trúa eftir vinnslu þáttanna. „Einn daginn vorum við í Dimmuborgum í upptökum fyrir þáttinn um álfana. Sjálfur stóð ég uppi á álfakirkjunni á meðan tökumaður lét dróna sveima yfir svæðinu. Þegar kom að því að svífa inn í álfakirkjuna missti hann alla stjórn á drónanum sem skall svo síðar í kirkjuvegg og eyðilagðist. Ætli þetta hafi ekki verið skilaboð frá álfunum? Hver veit.“ Það er þó víst að meginþorri þjóðarinnar hefur skoðanir á hindurvitnum og jafnvel nokkrir sem upplifað hafa atburði sem ómögulegt er að útskýra, það verður því áhugavert að fræðast frekar um þennan arf íslensku þjóðarinnar sem fylgt hefur okkur frá fornu fari. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Þorvaldur Davíð Kristjánsson er Þróttari í húð og hár og mætti segja að hann hafi í sinni barnæsku slitið fótboltaskónum að mestu á gamla malarvellinum við Sæviðarsund. Hann sótti grunnskólanám í Langholtsskóla og fór að honum loknum í Verzlunarskóla Íslands. „Ætli ég hafi ekki valið Verzló aðallega út af vinunum og félagslífinu, það fórst aðeins fyrir að stunda námið af kappi en það var bara svo gaman,“ segir Þorvaldur með bros á vör þegar hann rifjar upp endurminningar úr menntaskólanum. Þorvaldur tók þátt í nokkrum söngleikjum í skólanum en þegar hér var komið sögu var hann þegar kominn með töluverða reynslu úr leiklistarheiminum. „Það mætti segja að ég hafi byrjað að leika þegar ég var í kringum ellefu ára en þá fengum við vinur minn þá hugmynd í kollinn að sækja um vinnu hjá barna- og unglingadeild Ríkisútvarpsins. Í kjölfarið var ég fenginn til þess að leika í Útvarpsleikhúsinu og las svo inn á nokkrar teiknimyndir eins og til dæmis Lion King og síðar Toy Story. Þegar ég var svo fjórtán ára var ég búinn að leika í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu og fékk í kjölfarið aðalhlutverkið í leikritinu Bugsy Malone sem Baltasar Kormákur leikstýrði. En hann var þá á svipuðum aldri og ég er á í dag.“Í höfuðborg heimsins Eftir útskrift úr Verzlunarskólanum fékk Þorvaldur hlutverk í jólasýningu Þjóðleikhússins en ákvað að þeirri sýningu lokinni að nú væri nóg komið af leiklistinni og tími til að feta nýjar brautir. „Mig langaði hreinlega bara að prófa eitthvað annað og fór í lögfræði í háskólanum.“ Aðspurður hvernig hann fékk þá hugdettu að fara í lögfræðinám segir Þorvaldur að á vissan hátt sé lögfræðin kannski ekki svo ólík leiklistinni. „Ég heillaðist kannski fyrst og fremst af lögfræðinni af því að mér fannst hún praktísk. Það er líka ákveðin rökhugsun í henni sem ég hrífst af en einnig ákveðinn performance. Það vantar kannski ljóðrænuna í lögfræðina en hún snertir samt sem áður flestalla fleti þjóðfélagsins á einn eða annan hátt,“ segir Þorvaldur. „Mér fannst líka tími til kominn að fullorðnast en áttaði mig fljótlega á því að þetta hentaði mér engan veginn.“ Eftir að Þorvaldur komst að þeirri niðurstöðu að kyrrsetan sem fylgdi lögfræðinni hentaði honum ekki bauðst honum hlutverk í leikhúsi sem hann hafnaði. „Á þessum tímapunkti vildi ég alls ekki fara að leika aftur og sótti þess í stað um í byggingavinnu. Ég mætti til vinnu og fékk í hönd sleggju og skilaboð um að mitt verk væri að brjóta niður veggi í rými niðri í bæ. Þarna kynntist ég honum Karli Pétri Jónssyni, vini mínum og almannatengli, sem bauð mér skrifstofuvinnu eftir að byggingaverkefninu lauk. Ég þáði það og skellti mér úr vinnugallanum í snyrtileg jakkaföt. Þarna var ég svo farinn að pikka á tölvu en hafði nokkrum dögum áður verið að brjóta niður veggi.“ Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir til þess að grafa leiklistarbakteríuna tókst ekki betur en svo að Þorvaldur fór aftur á svið og síðar í Listaháskóla Íslands á leiklistarbraut. „Ég var alltaf með þann draum í maganum að fara í leiklistarskóla í New York og fann að ég þyrfti með einu eða öðru móti að láta af því verða.“ Þorvaldur sótti um nokkra skóla í höfuðborg heimsins og komst inn í leiklistardeild í hinum virta Juilliard sem var hans fyrsta val og fékk að auki námsstyrk. „Það eru margir um þau fáu sæti sem bjóðast í skólanum en ég var svo heppinn að fá eitt af þeim,“ segir Þorvaldur. Námið var langt og strangt og löngum dögum eytt innan veggja skólans. „Við nemendurnir vorum flestir þarna frá morgni til kvölds þessi fjögur ár sem námið tók. Þar sem ég lauk einu ári í Listaháskólanum hérna heima þá er ég samtals búinn með fimm ára nám í leiklist, það er svipað langt og grunnnám í læknisfræði,“ segir Þorvaldur og hlær.Úr myndaalbúmi Þorvalds DavíðLaunmorðingi soldánsins Á síðustu skólaönninni í Juilliard var Þorvaldi boðið aðalhlutverkið í íslensku glæpakvikmyndinni Svartur á leik en þar lék hann strák utan af landi sem sogast inn í undirheima í gegnum æskuvin sinn. „Þetta var frábær lífsreynsla og gaman að fá svona tækifæri beint eftir útskrift. Þá hafði ég litla sem enga reynslu af kvikmyndaleik en náði þó fljótt að aðlagast þar sem Óskar Þór, leikstjóri, stýrði skútunni vel. Þetta var hálfklikkað ferðalag samt sem áður. Langir tökudagar þar sem maður þurfti að vera misjafnlega víraður í absúrdískum kringumstæðum. Eina klukkustundina var ég að leika það að vera að borða pulsu úti í bíl helslakur með kók í gleri og hárkollu, svo þá næstu var ég með enga hárkollu að sjúga þrúgusykur upp í nefið til að gíra mig upp eftir nokkra daga á vökunni,“ segir hann og hlær. Við tók svo stórleikur í kvikmyndinni Vonarstræti en þar lék hann Sölva, fyrrverandi atvinnumann í fótbolta sem flytur heim til Íslands og fer að vinna í banka. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda og var valin besta kvikmyndin á Eddunni í ár. Þorvaldur fékk svo hlutverk í kvikmyndinni Dracula Untold, sem framleidd var af Universal Studios og var ein vinsælasta kvikmyndin í bíóhúsum heimsins fyrstu sýningarhelgina. Myndin fjallar um hefndarför Prins Vlad gegn soldáninum og Ottómanaveldinu eftir að soldáninn gerir árás á ríki hans. En þar lék Þorvaldur persónuna Bright Eyes sem var yfirmaður launmorðingjasveitar soldánsins. Meðleikarar hans í kvikmyndinni voru ekki af verri endanum – til að mynda bresku leikararnir Luke Evans, sem hefur leikið til dæmis í Fast & Furious og The Hobbit, og svo Dominic Cooper sem leikið hefur í Captain America og lék svo hinn eftirminnilega hlutverk Sky í Abbakvikmyndinni Mamma mia. „Þetta var virkilega skemmtileg upplifun. Ég bjó á Norður-Írlandi, þar sem ég var í tökum, í um það bil þrjá og hálfan mánuð. Það var auðvitað mjög erfitt að vera frá fjölskyldunni í langan tíma. En ég lærði samt ótrúlega margt af þessu ferli bæði varðandi sjálfan mig og svo bransann úti. Fattaði samt að það er svo sem ekkert mikill munur á framleiðslu kvikmynda hér heima og í Hollywood. Munurinn felst kannski aðallega í fjármagninu sem framleiðendur hafa úr að moða. Munar sirka tíu milljörðum eða svo sem þýðir auðvitað viðameiri pródúsjón,“ segir hann og hlær. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf ekki alltaf mikið til að segja góða sögu. Gangverkið í grunninn séð er alltaf hið sama, þ.e.a.s. handrit, myndavél og fólk fyrir framan og aftan vélina.“Úr myndaalbúmi Þorvalds DavíðDróninn skall á vegg Nýlega tók Þorvaldur að sér nýtt og spennandi hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Þorvaldur stendur einnig að framleiðslu þáttanna, ásamt Stöð 2, í gegnum framleiðslufélag sitt Ísaland Pictures. „Ég kom með hugmynd að sjónvarpsþætti til Stöðvar tvö og mér var tekið opnum örmum. Síðan dró ég Eirik Sördal með mér inn í verkefnið enda er hann einn sniðugasti maður sem ég þekki. Hugmyndin er að skoða fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú, sem ég hef mikinn áhuga á. Fjölskylda mín er að austan og ég minnist sagna sem afi minn sagði mér af kynnum sínum við álfa og hugmyndin að þættinum sprettur á vissan hátt upp úr þeim sögum ásamt forvitni okkar Eiriks um þjóðsagnaarfinn og þau menningarlegu vísindi sem hindurvitni í raun eru. Þjóðtrú er sterk í íslenskri menningu og þá sérstaklega hjá eldri kynslóðinni og mætti segja að hún sé menningarlegur arfur sem yngri kynslóðir þurfa að kynnast,“ segir Þorvaldur og bætir við að því miður virðist það raunin að almenningur lesi ekki eins mikið og áður fyrr, því geti þessar sögur um ýmiss konar fyrirbæri þjóðtrúar á Íslandi hreinlega fallið í gleymsku með tímanum. „Eitthvað inni í mér kallaði á varðveislu þessa efnis sem stundum er einungis til á munnmælaformi og fannst mér því sjónvarp kjörinn vettvangur til þess að fjalla um þessi málefni.“ Þættirnir bera heitið Hindurvitni og verða sex talsins, þar verða álfar, tröll og draugar í stórum hlutverkum ásamt hjátrú, göldrum og óhugnanlegum skrímslum. Aðspurður hvort hann sjálfur trúi á yfirnáttúruleg öfl segist hann að minnsta kosti vera nær því að trúa eftir vinnslu þáttanna. „Einn daginn vorum við í Dimmuborgum í upptökum fyrir þáttinn um álfana. Sjálfur stóð ég uppi á álfakirkjunni á meðan tökumaður lét dróna sveima yfir svæðinu. Þegar kom að því að svífa inn í álfakirkjuna missti hann alla stjórn á drónanum sem skall svo síðar í kirkjuvegg og eyðilagðist. Ætli þetta hafi ekki verið skilaboð frá álfunum? Hver veit.“ Það er þó víst að meginþorri þjóðarinnar hefur skoðanir á hindurvitnum og jafnvel nokkrir sem upplifað hafa atburði sem ómögulegt er að útskýra, það verður því áhugavert að fræðast frekar um þennan arf íslensku þjóðarinnar sem fylgt hefur okkur frá fornu fari.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira