Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, er búinn að skera leikmannahóp sinn fyrir HM niður í átján leikmenn. Hann tekur þá alla með til Katar.
Patrekur hefur ákveðið að skilja tvo leikmenn úr þýska boltanum eftir heima. Það eru þeir Richard Wöss hjá Grosswallstadt og Dominik Schmid hjá Bietigheim.
Í austurríska hópnum eru sjö leikmenn sem spila í Þýskalandi og tíu leikmenn koma úr austurrísku deildinni.
Lokaæfingaleikur liðsins er gegn Frökkum í París á mánudag og svo verður flogið til Doha.
Austurríski hópurinn:
Dominik Ascherbauer, Dominik Bammer, Thomas Bauer, Nikola Bilyk, Janko Bozovic, Alexander Hermann, Maximilian Hermann, Marian Klopcic, Romas Kirveliavicius, Nikola Marinovic, Lucas Mayer, Fabian Posch, Raul Santos, Roland Schlinger, Viktor Szilagyi, Robert Weber, Markus Wagesreiter, Vytautas Ziura.
Handbolti