Sherlock leikarinn Benedict Cumberbatch og unnusta hans Sophie Hunter eiga von á sínu fyrsta barni saman. Talsmaður parsins staðfesti þetta í tilkynningu frá þeim og sagði ennfremur að þau væru í skýjunum með fréttirnar. Cumberbatch og Hunter trúlofuðu sig í lok síðasta árs og birtu tilkynningu um það í dálk hjá The Times 5.nóvember. Líklegt þykir að þau muni ganga í hjónaband með vorinu.
Það má segja að lífið leiki við þau hjú þessa dagana en Cumberbatch er tilnefndur til Golden Globe verðlauna sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni The Imitation Game.
Lífið