Sport

Þessi fékk væna sekt fyrir leikaraskap í íshokkíleik | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gustav Nyquist.
Gustav Nyquist. Vísir/Getty
Knattspyrnumenn hafa lengi verið þekktir fyrir leikaraskap inn á fótboltavellinum en núna virðist leikaraskapurinn vera kominn inn á svellið líka.

NHL-deildin í íshokkí er nú farin að sekta fyrir leikaraskap í leikjum og sænski leikmaðurinn Gustav Nyquist var á dögunum sektaður um tvö þúsund dollara eða um 262 þúsund krónur íslenskar.

Gustav Nyquist lét sig falla eftir samskipti við Chris Kelly og dómararnir féllu í gildruna og sendu Kelly í skammakrókinn fyrir að fella Nyquist. Gustav Nyquist hafði áður fengið viðvörun fyrir að reyna að plata dómarana en menn fá sekt við annað brot.

Gustav Nyquist er 25 ára gamall en hann spilar með Detroit Red Wings. Hann hefur spilað í NHL-deildinni síðan 2011. Nyquist er sænskur landsliðsmaður og vann silfur með sænska landsliðinu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.

Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband af leikaraskap Gustav Nyquist og það er vissulega svolítið broslegt að sjá bæði fall Gustav Nyquist og svo svipinn á Chris Kelly þegar hann er sendur blásaklaus í skammakrókinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×