Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. janúar 2015 18:42 Snorri Steinn Guðjónsson Vísir/Valli „Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn. HM 2015 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
„Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira