Hversu oft þarf að þrífa æfingarfötin? sigga dögg skrifar 21. janúar 2015 09:00 Vísir/Getty Hér eru nokkur ráð til að draga úr líkum á því að æfingarfötin fylli töskuna og íbúðina af storknaðir svitalykt. 1. Ekki hanga í líkamsræktarfötunum að lokinni æfingu. Líkaminn heldur áfram að svitna og því fyrr sem þú ferð úr fötunum, sturtar þig og ferð í önnur föt, því minni verður svitinn og bleytan í fötunum og þau geta þornað án þess að fá aukasvita í sig. 2. Hengdu upp fötin á meðan þú ferð í sturtu. Þetta kann að vera stuttur tími en gefur þeim þó smá stund til að þorna áður en flíkunum er vöðlað saman ofan í tösku 3. Ef fötin eru mjög blaut, þerraðu af þeim í handklæði. Ef þú færð aukahandklæði í ræktinni þá getur þú lagt fötin inn í handklæðið og rúllaði þeim þéttingsfast til að ná út sem mestu raka 4. Settu sveitt fötin í pappírspoka frekar en plastpoka Plastið myndar gróðrastíu fyrir bakteríur svo að ef þau rata ekki fljótlega í þvottavélina, settu þau í pappírspoka 5. Ef tíminn er af skornum skammti, skolaðu flíkurnar Ef þú veist að þú munt ekki ná að þvo þau í þvottavél getur verið gott að skola bara af þeim og hengja til þerris fyrir næstu æfinguVísir/GettyNú kemst þú loksins í þvottavélina og þá er gott að fara eftir þessum leiðbeiningum: - Ef það er fylling í æfingartoppnum, taktu það út áður en þværð, sérstaklega ef ætlar að setja toppinn í þurrkarann - Reyndu að þvo æfingarfötin með fötum úr líku efni og á röngunni svo ekki dragist til í þeim eða þau festist í rennilásum - Þvoðu uppúr köldu vatni, á 30 gráðum - Ekki nota mýkingarefni, það rýrir efnið og það getur misst eiginleika sína til að draga í sig raka - Ef það er fastur fnykur í fötunum þá getur verið gott að setja smá edik í hólf þvottavélarinnar þegar hún fer að skola fötin - Hengdu fötin til þerris frekar en að skella þeim í þurrkarann, þá endast þau betur og lengur Athugaðu þó að þessar leiðbeiningar eru almennar, það er alltaf best að fara eftir þvottaleiðbeiningum flíkanna. Til að þrífa æfingartösku sem ekki má fara í þvottavélina getur verið gott að blanda helming af ediki á móti vatni og spreyja í töskuna og strjúka að innan. Einnig getur verið gott að sáldra smá matarsóda í töskuna og þurrka svo úr. Heilsa Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hér eru nokkur ráð til að draga úr líkum á því að æfingarfötin fylli töskuna og íbúðina af storknaðir svitalykt. 1. Ekki hanga í líkamsræktarfötunum að lokinni æfingu. Líkaminn heldur áfram að svitna og því fyrr sem þú ferð úr fötunum, sturtar þig og ferð í önnur föt, því minni verður svitinn og bleytan í fötunum og þau geta þornað án þess að fá aukasvita í sig. 2. Hengdu upp fötin á meðan þú ferð í sturtu. Þetta kann að vera stuttur tími en gefur þeim þó smá stund til að þorna áður en flíkunum er vöðlað saman ofan í tösku 3. Ef fötin eru mjög blaut, þerraðu af þeim í handklæði. Ef þú færð aukahandklæði í ræktinni þá getur þú lagt fötin inn í handklæðið og rúllaði þeim þéttingsfast til að ná út sem mestu raka 4. Settu sveitt fötin í pappírspoka frekar en plastpoka Plastið myndar gróðrastíu fyrir bakteríur svo að ef þau rata ekki fljótlega í þvottavélina, settu þau í pappírspoka 5. Ef tíminn er af skornum skammti, skolaðu flíkurnar Ef þú veist að þú munt ekki ná að þvo þau í þvottavél getur verið gott að skola bara af þeim og hengja til þerris fyrir næstu æfinguVísir/GettyNú kemst þú loksins í þvottavélina og þá er gott að fara eftir þessum leiðbeiningum: - Ef það er fylling í æfingartoppnum, taktu það út áður en þværð, sérstaklega ef ætlar að setja toppinn í þurrkarann - Reyndu að þvo æfingarfötin með fötum úr líku efni og á röngunni svo ekki dragist til í þeim eða þau festist í rennilásum - Þvoðu uppúr köldu vatni, á 30 gráðum - Ekki nota mýkingarefni, það rýrir efnið og það getur misst eiginleika sína til að draga í sig raka - Ef það er fastur fnykur í fötunum þá getur verið gott að setja smá edik í hólf þvottavélarinnar þegar hún fer að skola fötin - Hengdu fötin til þerris frekar en að skella þeim í þurrkarann, þá endast þau betur og lengur Athugaðu þó að þessar leiðbeiningar eru almennar, það er alltaf best að fara eftir þvottaleiðbeiningum flíkanna. Til að þrífa æfingartösku sem ekki má fara í þvottavélina getur verið gott að blanda helming af ediki á móti vatni og spreyja í töskuna og strjúka að innan. Einnig getur verið gott að sáldra smá matarsóda í töskuna og þurrka svo úr.
Heilsa Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira