Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2015 20:24 Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Bosníu í B-riðli HM í Katar í kvöld. Liðið er því komið með sín fyrstu stig í riðlinum eftir naumt tap gegn sterku liði Króatíu í gær. „Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum. Við byrjuðum betur en gegn Króötum og sköpuðum okkur fullt af færum en því miður var markvörðurinn þeirra í stuði,“ sagði hann við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við vorum svo mjög þéttir í síðari hálfleik og komumst fimm mörkum yfir. Þá varð ég aðeins rólegari,“ sagði hann. Bosníumenn skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 25 mínútum síðari hálfleiks en staðan að loknum þess fyrri var 12-12. „Við vorum búnir að kortleggja þá og það var ekki mikið sem kom á óvart. Vinnslan var mjög góð hjá okkur og náði ég að dreifa álaginu hjá okkur enda vissi ég að leikurinn gegn Króötum kostaði sitt. Ég er sáttur.“ Dómararnir í kvöld voru þeir sömu og dæmdu leik Íslands og Svíþjóðar í gær og var margt furðulegt við dómgæsluna í kvöld. „Já, voru þeir frá Brasilíu? Ég vissi það ekki. En svona var þetta líka gegn Króatíu og margt sérstakt þar. Það hallaði á okkur í seinni hálfleik í dómgæslunni og það gerir sigurinn enn sætari.“ „Þessi sigur gefur okkur tvö stig og ekkert meira. Leikmenn verða ánægðir inni í klefa en næst hefst undirbúningur fyrir erfiðan leik gegn Túnis.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Bosníu í B-riðli HM í Katar í kvöld. Liðið er því komið með sín fyrstu stig í riðlinum eftir naumt tap gegn sterku liði Króatíu í gær. „Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum. Við byrjuðum betur en gegn Króötum og sköpuðum okkur fullt af færum en því miður var markvörðurinn þeirra í stuði,“ sagði hann við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við vorum svo mjög þéttir í síðari hálfleik og komumst fimm mörkum yfir. Þá varð ég aðeins rólegari,“ sagði hann. Bosníumenn skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 25 mínútum síðari hálfleiks en staðan að loknum þess fyrri var 12-12. „Við vorum búnir að kortleggja þá og það var ekki mikið sem kom á óvart. Vinnslan var mjög góð hjá okkur og náði ég að dreifa álaginu hjá okkur enda vissi ég að leikurinn gegn Króötum kostaði sitt. Ég er sáttur.“ Dómararnir í kvöld voru þeir sömu og dæmdu leik Íslands og Svíþjóðar í gær og var margt furðulegt við dómgæsluna í kvöld. „Já, voru þeir frá Brasilíu? Ég vissi það ekki. En svona var þetta líka gegn Króatíu og margt sérstakt þar. Það hallaði á okkur í seinni hálfleik í dómgæslunni og það gerir sigurinn enn sætari.“ „Þessi sigur gefur okkur tvö stig og ekkert meira. Leikmenn verða ánægðir inni í klefa en næst hefst undirbúningur fyrir erfiðan leik gegn Túnis.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50