Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson mun halda utan um snapchat-aðgang íþróttadeildar í dag.
Kári er þekktur spéfugl og með skemmtilegri mönnum í landsliðinu. Verður áhugavert að sjá hverju hann tekur upp á með félögum sínum í landsliðinu.
Landsliðið spilar ekki í dag heldur verður æfing og svo eflaust einhver frítími. Kári Kristján mun því sýna fólki hvað strákarnir eru að gera á bakvið tjöldin í Doha.
Íþróttafréttamaður 365, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, hefur verið duglegur að senda efni frá Doha á snapchat og um að gera að fylgjast með.
Snapchat-aðgangur íþróttadeildar er: sport365

