Handbolti

HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar

Heimsmeistaramótið í handbolta sem fram fer í Katar hefst í dag með upphafsleik Katar og Brasilíu, en strákarnir okkar ríða á vaðið klukkan 18.00 á morgun þegar þeir mæta Svíþjóð í fyrsta leik C-riðils.

Umfjöllun 365 miðla um mótið verður gríðarleg og bryddað upp á nýjunum, en þar má nefna HM-kvöld á Stöð 2 Sport eftir hvern leik Íslands, einkunnum á Vísi eftir hvern leik, mjög svo ítarlegri tölfræði og hlaðvarpi á Vísi.

Fyrsti þáttur HM-Handvarpsins er kominn á Vísi, en á hann má hlusta í spilaranum hér að ofan. Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður 365, og Ásgeir Jónsson, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og Akureyrar, hituðu upp fyrir mótið; fóru yfir stöðuna á íslenska liðinu og ræddu íslensku þjálfarana alla svo fátt eitt sé nefnt.

Stefnt verður að því að vera með hlaðvarpsþætti á flestum hvíldardögum íslenska liðsins og taka þá stöðu mála hjá strákunum okkar og líta á skemmtilega hluti á mótinu.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Utan Vallar: Sækjum heimsmeistaratitilinn til Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson er á leiðinni til Katar þar sem hann mun fjalla um heimsmeistaramótið í handbolta fyrir Fréttablaðið. Eiríkur Stefán skrifaði utan vallar pistil í Fréttablaðið í dag.

Refirnir fjórir með reynsluna

Stórmótareynsla strákanna í íslenska landsliðshópnum á Heimsmeistaramótinu í Katar er einstök í sögu landsliðsins á stórmóti. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.

Vísir er kominn til Katar

Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×