Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Þór Þ. 101-114 | ÍR-ingar enn í fallsæti Guðmundur Marinó Ingvarsson í Hertz-hellinum skrifar 12. janúar 2015 13:42 Vincent Sanford var frábær í kvöld. Vísir/Pjetur Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 114-101 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld í Herz Hellinum í Breiðholti.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Seljaskóla í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Afspyrnuslakur varnarleikur ÍR í takt við góðan sóknarleik beggja liða var það sem réð í raun úrslitum en Þór var með forystu frá fyrsta leikhluta og vann verðskuldaðan sigur. Leikurinn fór frábærlega af stað. Gríðarlegur hraði var í leiknum og mikið skorað. ÍR byrjaði betur en Þór vann sig fljótt inn í leikinn og með síðustu körfu fyrsta leikhluta komst Þór yfir 30-28. Þór hóf annan leikhluta með látum og náði fljótt sjö stiga forystu 41-34. Liðið átti í litlum vandræðum með að koma sér í góð færi á sama tíma og sóknarleikur ÍR hikstaði. Þór skoraði í nánast hverri sókn og náði mest 17 stiga forystu í öðrum leikhluta áður en ÍR klóraði í bakkann undir lokin og minnkaði muninn í 61-49 fyrir hálfleik. Þór jók forystuna í 16 stig snemma í þriðja leikhluta en þá fór ÍR að berjast, kasta sér á alla lausa bolta og láta finna fyrir sér. ÍR náði að minnka muninn í átta stig en því svöruðu Þórsarar með sex stigum í röð og fór um áhorfendur sem héldu jafnvel að þarna hefði Þór brotið ÍR á bak aftur. Svo var ekki því ÍR kom ákveðið inn á völlinn á ný eftir leikhlé og náði að minnka muninn í 9 stig fyrir fjórða leikhluta 87-78 og það þó Sveinbjörn Claessen fengi sína fimmtu villu þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Með svæðisvörn að vopni náði ÍR að gera hlutina erfiðari fyrir Þór í upphafi fjórða leikhluta en herslumuninn vantaði. ÍR náði að minnka muninn í fimm stig áður en Þór tók annað áhlaup og kom muninum aftur upp fyrir tíu stigin. ÍR-ingar gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn í sex stig, 103-97, þegar sléttar þrjár mínútur voru til leiksloka. ÍR kom forystu Þórs niður í fjögur stig áður en þó skoraði fimm stig á augabragði og gerði út um leikinn þó enn væri ein og hálf mínúta eftir. ÍR hefur tapað mörgum jöfnum leikjum á leiktíðinni þó þetta hafi ekki verið einn þeirra. Liðið er í bullandi fallbaráttu og ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni þarf liðið að leika mikið betri vörn. Það ber þó að hrósa liðinu fyrir hraðann og skemmtilegan sóknarleik sem gleður augað en þegar liðið neitar að spila vörn munu vandræðin halda áfram. Þórsarar geta vel við unað. Liðið hefur unnið helming sinna leikja, er í úrslitakeppnissæti og fallbaráttan í öruggri fjarlægð. Sóknarleikur liðsins í kvöld var frábær en líklegt er að Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins vilji sjá lið sitt spila betri vörn en það gerði í kvöld. ÍR er enn í næst neðsta sæti deildarinnar en Þór er um miðja deild. Benedikt: Það komu þrjú, fjögur grá hár eftir þennan leik„Það var ekkert um varnir hérna í kvöld. Við vorum að hleypa þeim í fullt af stigum og þeir voru að hleypa okkur í fullt af stigum. Ef annað hvort liðið klikkaði á þrem, fjórum skotum í röð þá var áhlaup hinum megin,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfar Þórs í kvöld. „Það var ekki til varnarleikur hér í kvöld. Þetta var ábyggilega áhorfenda vænt en fyrir þjálfara er þetta skelfilegt. Ég verð bara að tékka í spegil á eftir. Ég er viss um að það hafi komið þrjú, fjögur grá hár eftir þennan leik. Þetta er ekki gott. „Þetta er ekki boðlegt en við vorum góðir sóknarlega og þetta snýst um að skora meira en hinir en þetta gengur ekki til lengdar. Maður fer ekki langt á svona. Ég vona að við leikum betri vörn á fimmtudaginn. „Þetta gerist oft í fyrsta leik eftir jól að þú hleypur meira á þig en oft áður,“ sagði Benedikt. Vincent Sanford fór mikinn í leiknum í kvöld og skoraði 42 stig. Það kom þjálfaranum skemmtilega á óvart. „Hann hefur ekki átt svona leik áður og ekki nálægt því. Hann kom sterkur inn í kvöld og átti stóran þátt í þessum sigri.“ Það munaði sex stigum á liðunum fyrir leikinn en með sigrinum er nánast hægt að fullyrða að Þór hafi skilið fallbaráttuna eftir og það tók Benedikt að vissu leyti undir. „Það er óneitanlega mun þægilegra að þurfa ekki að horfa aftur fyrir sig og niður töfluna. Það er skemmtilegra staða að geta horft upp og reyna að ná sér í góða stöðu með úrslitakeppnina í huga,“ sagði Benedikt. Bjarni: Drullu léleg vörn á alla kanta„Eigum við ekki bara að nota góða íslensku. Þetta var drullu léleg vörn á alla kanta. Við náðum að eins að trufla tempóið hjá þeim með að fara í svæði en maður á mann vörnin var mjög léleg,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari ÍR. „Vörnin hefur verið nokkuð stöðug hjá okkur í vetur og ég hélt ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af varnarleiknum þegar ég kom inn í þennan leik í dag. Ég er mjög óánægður með það hvernig menn komu varnarlega inn í leikinn. „Við höfum ekki skorað svona mikið en við leyfðum þeim að leika á sínum hraða. Þeir vilja spila hratt og taka snögg skot. Það er ekki okkar leikur. Við vorum ekki að mæta þeim nógu snemma. Þeir voru endalaust að komast fram hjá okkur einn og einn og þeir fengu mikið af sniðskotum. Maður var orðlaus þegar ég labbaði inn í klefa í hálfleik því ég hef ekki séð þetta frá þeim fyrr í vetur,“ sagði Bjarni sem var ánægðari með seinni hálfleikinn. „Við náðum þessu niður í leik í seinni hálfleik. Við fengum tækifæri til að koma okkur ennþá betur inn í leikinn en vorum ekki nógu skynsamir í sókninni í nokkur skipti. „Þeir skora yfir 60 stig í fyrri hálfleik og hátt í það í seinni hálfleik. Það drepur okkur í dag. Við verðum að fara vel yfir það. „Ég er fúll yfir því hvernig við komum inn í þetta varnarlega því stór hluti af varnarleiknum er uppi í kollinum á mönnum og hvað menn eru tilbúnir að koma einbeittir til leiks. „Við lið sem erum þarna eitt af þremur í botninum, nýtt ár, heimavöllur á móti Þór sem er í fjórða neðsta sæti. Þess vegna er ég mjög óánægður með það hvernig við komum innstilltir í þennan leik,“ sagði Bjarni. ÍR - Þór Þorlákshöfn [Bein textalýsing]:Leik lokið (101-114): Sanngjarn sigur Þórs staðreynd í hröðum og skemmtilegum leik þar sem varnir liðanna voru í aukahlutverki.40. mínúta (101-110): Það eru 47 sekúndur eftir.39. mínúta (99-108): Þristur hjá Þrosteini Má fer langt með þetta.38. mínúta (99-103): Hampton kominn með 38 stig og munurinn bara fjögur stig.37. mínúta (97-103): Fljótt skipast veður í lofti. Sex stig geta verið fljót að fara.36. mínúta (91-103): Þórsarar svara áhlaupi ÍR. Komnir með vænlega stöðu.35. mínúta (89-97): Sanford með þrist. Hann er kominn með 39 stig.34. mínúta (87-94): ÍR fer illa með tvö hraðaupphlaup í röð og Þór refsar.33. mínúta (87-92): Ef vörn ÍR heldur út á liðið von. Þetta er orðið mun erfiðara fyrir Þór.32. mínúta (85-90): Svæðisvörnin að virka hjá ÍR og þetta er leikur!31. mínúta (81-90): Liðin skiptast á þristum hér í upphafi.3. leikhluta lokið (78-87): Úrslitin eru engan vegin ráðin. Matthías með 20 stig fyrir ÍR og Hampton 32. Sanford er með 34 stig fyrir Þór og Emi Karel 15.29. minúta (76-85): Jæja, þetta er ekki nema 9 stig.28. mínúta (74-85): Aftur nær ÍR að minnka muninn. Kemst liðið nær?27. mínúta (69-83): Sex stig Þórs í röð og ÍR tekur leikhlé.26. mínúta (69-77): Hampton er kominn með 32 stig.25. mínúta (65-75): ÍR minnkar muninn í tíu stig og það er líf í Hellinum.24. mínúta (62-75): Hampton með rosalega troðslu en það hjálpar lítið þegar liðið neitar að verjast.23. mínúta (55-71): Og Þór heldur áfram að fá opin skot.22. mínúta (52-66): Sanford er kominn með 30 stig og seinni hálfleik var bara að byrja.21. mínúta (49-63): Í þriðju sókn seinni hálfleiks skorar Þór fyrstu stig hálfleiksins.Hálfleikur: Hjá ÍR er Trey Hampton atkvæðamestur með 23 stig og 5 fráköst. Matthías Orri Sigurðsson er með 10 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar.Hálfleikur: Vincent Sanford hefur farið á kostum í liði Þórs og skorað 27 stig. Emil Karel Einarsson er með 10 stig og Tomas Heiðar Tómasson 8.Hálfleikur (49-61): Það er 12 stiga munur í hálfleik og ljóst að ÍR þarf að gera betur til að gera leikinn spennandi en það skal samt enginn afskrifa heimamenn. Ljóst er þó að Þór vinnur sigur ef liðið heldur áfram að skora 30 stig í hverjum leikhluta.19. mínúta (42-59): Það er allt ofan í hjá Þór. Sanford er kominn í 27 stig!18. mínúta (38-54): Loksins skorar ÍR en þá svarar Þór með þrist. Það er farið að fara um áhorfendur hér í Hellinum.17. mínúta (36-51): Löng sókn þar sem skotaklukkan var nýtt eftir sóknarfrákost skilar erfiðri körfu. Leikurinn í hnotskurn í öðrum leikhluta.16. mínúta (36-49): ÍR getur ekki keypt körfu þessar mínútur og Þór skorar í hverri sókn.15. mínúta (36-47): Eru gestirnir að stinga af?14. mínúta (36-45): Þór er 9 stigum yfir. Þetta er fljótt að gerast.13. mínúta (34-41): Sanford kominn með 18 stig fyrir Þór og ÍR tekur leikhlé.13. mínúta (34-39): Sovic einn fyrir utan. Það vilja Þórsarar sjá.12. mínúta (32-34): Liðin skiptast á að leiða.11. mínúta (30-31): Hampton kominn með 15 stig.1. leikhluta lokið (28-30): Hampton hefur farið á kostum fyrir ÍR og skorað 13 stig. Hjá Þór er Sanford ekki síðri með 14 stig, þar af þrist í lokin á leikhlutanum sem kom Þór yfir.9. mínúta (28-25): Með þessu áframhaldi verða skoruð vel á þriðja hundruð stig hér í kvöld.8. mínúta (26-23): Sveiflur. Jú þannig er þessi leikur.7. mínúta (19-23): Þórsarar eru komnir yfir. Engin læti í þeirra leik en leika samt vel.6. mínúta (19-19): Það rignir hérna inni og öllum virðist heitt. Hitnin er í það minnsta þannig hér í upphafi.5. mínúta (17-14): Hampton er að setja menn á veggspjöld. Rosaleg troðsla.4. mínúta (13-9): Þór er ekki kominn hingað til að láta rúlla yfir sig.3. mínúta (11-4): Hampton er kominn með sex stig, þau síðustu voru rosaleg troðsla.2. mínúta (7-2) Þvílík byrjun á leiknum og þá sérstaklega hjá ÍR. Heimamenn eru hungraðir.1. mínúta (3-0): ÍR byrjar með látum, vinnur uppkastið bruna upp og Kristján Pétur setur niður þrist.Fyrir leik: Það hafa ekki margir stuðningsmenn Þórs lagt í þrengslin en þó eru nokkrir sem klappa þegar lið Þórs er kynnt til sögunnar.Fyrir leik: Það eru 20 mínútur í leik og leikmenn á fullu við að mýkja strokuna. Áhorfendur eru teknir að streyma í salinn. Það verður vonandi fullt hús.Fyrir leik: Gaupi og Svali eru búnir með sitt innlegg í íþróttafréttum Stöðvar 2. Nú lýsa þeir upp Stöð 2 Sport þar sem leikurinn er sýndur beint. Þar verður ekki töluð vitleysa. Það er eina vissan fyrir þennan leik fyrir utan að botlanum verður kastað upp þegar leikur hefst.Fyrir leik: Hjá Þór hefur Vincent Sanford verið atkvæða mikill í vetur. Hann hefur skorað 20,5 stig að meðaltali og tekið 8,5 fráköst. Baldur Þór Ragnarsson hefur gefið 4,1 stoðsendingu að jafnaði.Fyrir leik: Matthías Orri Sigurðarson hefur farið fyrir ÍR í vetur. Hann hefur skorað 21,5 stig og gefið 5,2 stoðsendingar í leik. Trey Hampton er frákastahæstur hjá liðinu með 11 fráköst í leik.Fyrir leik: Leikur Þórs hefur verið risjóttur í vetur. Liðið vann síðast Fjölni á heimavelli með 23 stiga mun. Síðan þá hefur liðið tapað tveimur leikjum, með 35 stigum og 28 stigum. Vonandi verður meiri spenna í leiknum í kvöld.Fyrir leik: ÍR hefur ekki unnið síðan liðið lagði Grindavík á heimavelli 20. nóvember. Síðan þá hefur liðið tapað fjórum leikjum og þar af tveimur þeirra með einu stigi og einum með þremur stigum.Fyrir leik: Þór er í 9. sæti með 10 stig en liðið hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum í deildinni í vetur.Fyrir leik: ÍR er í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig en liðið hefur þótt óheppið í vetur og tapað mörgum jöfnum leikjum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 114-101 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld í Herz Hellinum í Breiðholti.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Seljaskóla í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Afspyrnuslakur varnarleikur ÍR í takt við góðan sóknarleik beggja liða var það sem réð í raun úrslitum en Þór var með forystu frá fyrsta leikhluta og vann verðskuldaðan sigur. Leikurinn fór frábærlega af stað. Gríðarlegur hraði var í leiknum og mikið skorað. ÍR byrjaði betur en Þór vann sig fljótt inn í leikinn og með síðustu körfu fyrsta leikhluta komst Þór yfir 30-28. Þór hóf annan leikhluta með látum og náði fljótt sjö stiga forystu 41-34. Liðið átti í litlum vandræðum með að koma sér í góð færi á sama tíma og sóknarleikur ÍR hikstaði. Þór skoraði í nánast hverri sókn og náði mest 17 stiga forystu í öðrum leikhluta áður en ÍR klóraði í bakkann undir lokin og minnkaði muninn í 61-49 fyrir hálfleik. Þór jók forystuna í 16 stig snemma í þriðja leikhluta en þá fór ÍR að berjast, kasta sér á alla lausa bolta og láta finna fyrir sér. ÍR náði að minnka muninn í átta stig en því svöruðu Þórsarar með sex stigum í röð og fór um áhorfendur sem héldu jafnvel að þarna hefði Þór brotið ÍR á bak aftur. Svo var ekki því ÍR kom ákveðið inn á völlinn á ný eftir leikhlé og náði að minnka muninn í 9 stig fyrir fjórða leikhluta 87-78 og það þó Sveinbjörn Claessen fengi sína fimmtu villu þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Með svæðisvörn að vopni náði ÍR að gera hlutina erfiðari fyrir Þór í upphafi fjórða leikhluta en herslumuninn vantaði. ÍR náði að minnka muninn í fimm stig áður en Þór tók annað áhlaup og kom muninum aftur upp fyrir tíu stigin. ÍR-ingar gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn í sex stig, 103-97, þegar sléttar þrjár mínútur voru til leiksloka. ÍR kom forystu Þórs niður í fjögur stig áður en þó skoraði fimm stig á augabragði og gerði út um leikinn þó enn væri ein og hálf mínúta eftir. ÍR hefur tapað mörgum jöfnum leikjum á leiktíðinni þó þetta hafi ekki verið einn þeirra. Liðið er í bullandi fallbaráttu og ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni þarf liðið að leika mikið betri vörn. Það ber þó að hrósa liðinu fyrir hraðann og skemmtilegan sóknarleik sem gleður augað en þegar liðið neitar að spila vörn munu vandræðin halda áfram. Þórsarar geta vel við unað. Liðið hefur unnið helming sinna leikja, er í úrslitakeppnissæti og fallbaráttan í öruggri fjarlægð. Sóknarleikur liðsins í kvöld var frábær en líklegt er að Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins vilji sjá lið sitt spila betri vörn en það gerði í kvöld. ÍR er enn í næst neðsta sæti deildarinnar en Þór er um miðja deild. Benedikt: Það komu þrjú, fjögur grá hár eftir þennan leik„Það var ekkert um varnir hérna í kvöld. Við vorum að hleypa þeim í fullt af stigum og þeir voru að hleypa okkur í fullt af stigum. Ef annað hvort liðið klikkaði á þrem, fjórum skotum í röð þá var áhlaup hinum megin,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfar Þórs í kvöld. „Það var ekki til varnarleikur hér í kvöld. Þetta var ábyggilega áhorfenda vænt en fyrir þjálfara er þetta skelfilegt. Ég verð bara að tékka í spegil á eftir. Ég er viss um að það hafi komið þrjú, fjögur grá hár eftir þennan leik. Þetta er ekki gott. „Þetta er ekki boðlegt en við vorum góðir sóknarlega og þetta snýst um að skora meira en hinir en þetta gengur ekki til lengdar. Maður fer ekki langt á svona. Ég vona að við leikum betri vörn á fimmtudaginn. „Þetta gerist oft í fyrsta leik eftir jól að þú hleypur meira á þig en oft áður,“ sagði Benedikt. Vincent Sanford fór mikinn í leiknum í kvöld og skoraði 42 stig. Það kom þjálfaranum skemmtilega á óvart. „Hann hefur ekki átt svona leik áður og ekki nálægt því. Hann kom sterkur inn í kvöld og átti stóran þátt í þessum sigri.“ Það munaði sex stigum á liðunum fyrir leikinn en með sigrinum er nánast hægt að fullyrða að Þór hafi skilið fallbaráttuna eftir og það tók Benedikt að vissu leyti undir. „Það er óneitanlega mun þægilegra að þurfa ekki að horfa aftur fyrir sig og niður töfluna. Það er skemmtilegra staða að geta horft upp og reyna að ná sér í góða stöðu með úrslitakeppnina í huga,“ sagði Benedikt. Bjarni: Drullu léleg vörn á alla kanta„Eigum við ekki bara að nota góða íslensku. Þetta var drullu léleg vörn á alla kanta. Við náðum að eins að trufla tempóið hjá þeim með að fara í svæði en maður á mann vörnin var mjög léleg,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari ÍR. „Vörnin hefur verið nokkuð stöðug hjá okkur í vetur og ég hélt ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af varnarleiknum þegar ég kom inn í þennan leik í dag. Ég er mjög óánægður með það hvernig menn komu varnarlega inn í leikinn. „Við höfum ekki skorað svona mikið en við leyfðum þeim að leika á sínum hraða. Þeir vilja spila hratt og taka snögg skot. Það er ekki okkar leikur. Við vorum ekki að mæta þeim nógu snemma. Þeir voru endalaust að komast fram hjá okkur einn og einn og þeir fengu mikið af sniðskotum. Maður var orðlaus þegar ég labbaði inn í klefa í hálfleik því ég hef ekki séð þetta frá þeim fyrr í vetur,“ sagði Bjarni sem var ánægðari með seinni hálfleikinn. „Við náðum þessu niður í leik í seinni hálfleik. Við fengum tækifæri til að koma okkur ennþá betur inn í leikinn en vorum ekki nógu skynsamir í sókninni í nokkur skipti. „Þeir skora yfir 60 stig í fyrri hálfleik og hátt í það í seinni hálfleik. Það drepur okkur í dag. Við verðum að fara vel yfir það. „Ég er fúll yfir því hvernig við komum inn í þetta varnarlega því stór hluti af varnarleiknum er uppi í kollinum á mönnum og hvað menn eru tilbúnir að koma einbeittir til leiks. „Við lið sem erum þarna eitt af þremur í botninum, nýtt ár, heimavöllur á móti Þór sem er í fjórða neðsta sæti. Þess vegna er ég mjög óánægður með það hvernig við komum innstilltir í þennan leik,“ sagði Bjarni. ÍR - Þór Þorlákshöfn [Bein textalýsing]:Leik lokið (101-114): Sanngjarn sigur Þórs staðreynd í hröðum og skemmtilegum leik þar sem varnir liðanna voru í aukahlutverki.40. mínúta (101-110): Það eru 47 sekúndur eftir.39. mínúta (99-108): Þristur hjá Þrosteini Má fer langt með þetta.38. mínúta (99-103): Hampton kominn með 38 stig og munurinn bara fjögur stig.37. mínúta (97-103): Fljótt skipast veður í lofti. Sex stig geta verið fljót að fara.36. mínúta (91-103): Þórsarar svara áhlaupi ÍR. Komnir með vænlega stöðu.35. mínúta (89-97): Sanford með þrist. Hann er kominn með 39 stig.34. mínúta (87-94): ÍR fer illa með tvö hraðaupphlaup í röð og Þór refsar.33. mínúta (87-92): Ef vörn ÍR heldur út á liðið von. Þetta er orðið mun erfiðara fyrir Þór.32. mínúta (85-90): Svæðisvörnin að virka hjá ÍR og þetta er leikur!31. mínúta (81-90): Liðin skiptast á þristum hér í upphafi.3. leikhluta lokið (78-87): Úrslitin eru engan vegin ráðin. Matthías með 20 stig fyrir ÍR og Hampton 32. Sanford er með 34 stig fyrir Þór og Emi Karel 15.29. minúta (76-85): Jæja, þetta er ekki nema 9 stig.28. mínúta (74-85): Aftur nær ÍR að minnka muninn. Kemst liðið nær?27. mínúta (69-83): Sex stig Þórs í röð og ÍR tekur leikhlé.26. mínúta (69-77): Hampton er kominn með 32 stig.25. mínúta (65-75): ÍR minnkar muninn í tíu stig og það er líf í Hellinum.24. mínúta (62-75): Hampton með rosalega troðslu en það hjálpar lítið þegar liðið neitar að verjast.23. mínúta (55-71): Og Þór heldur áfram að fá opin skot.22. mínúta (52-66): Sanford er kominn með 30 stig og seinni hálfleik var bara að byrja.21. mínúta (49-63): Í þriðju sókn seinni hálfleiks skorar Þór fyrstu stig hálfleiksins.Hálfleikur: Hjá ÍR er Trey Hampton atkvæðamestur með 23 stig og 5 fráköst. Matthías Orri Sigurðsson er með 10 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar.Hálfleikur: Vincent Sanford hefur farið á kostum í liði Þórs og skorað 27 stig. Emil Karel Einarsson er með 10 stig og Tomas Heiðar Tómasson 8.Hálfleikur (49-61): Það er 12 stiga munur í hálfleik og ljóst að ÍR þarf að gera betur til að gera leikinn spennandi en það skal samt enginn afskrifa heimamenn. Ljóst er þó að Þór vinnur sigur ef liðið heldur áfram að skora 30 stig í hverjum leikhluta.19. mínúta (42-59): Það er allt ofan í hjá Þór. Sanford er kominn í 27 stig!18. mínúta (38-54): Loksins skorar ÍR en þá svarar Þór með þrist. Það er farið að fara um áhorfendur hér í Hellinum.17. mínúta (36-51): Löng sókn þar sem skotaklukkan var nýtt eftir sóknarfrákost skilar erfiðri körfu. Leikurinn í hnotskurn í öðrum leikhluta.16. mínúta (36-49): ÍR getur ekki keypt körfu þessar mínútur og Þór skorar í hverri sókn.15. mínúta (36-47): Eru gestirnir að stinga af?14. mínúta (36-45): Þór er 9 stigum yfir. Þetta er fljótt að gerast.13. mínúta (34-41): Sanford kominn með 18 stig fyrir Þór og ÍR tekur leikhlé.13. mínúta (34-39): Sovic einn fyrir utan. Það vilja Þórsarar sjá.12. mínúta (32-34): Liðin skiptast á að leiða.11. mínúta (30-31): Hampton kominn með 15 stig.1. leikhluta lokið (28-30): Hampton hefur farið á kostum fyrir ÍR og skorað 13 stig. Hjá Þór er Sanford ekki síðri með 14 stig, þar af þrist í lokin á leikhlutanum sem kom Þór yfir.9. mínúta (28-25): Með þessu áframhaldi verða skoruð vel á þriðja hundruð stig hér í kvöld.8. mínúta (26-23): Sveiflur. Jú þannig er þessi leikur.7. mínúta (19-23): Þórsarar eru komnir yfir. Engin læti í þeirra leik en leika samt vel.6. mínúta (19-19): Það rignir hérna inni og öllum virðist heitt. Hitnin er í það minnsta þannig hér í upphafi.5. mínúta (17-14): Hampton er að setja menn á veggspjöld. Rosaleg troðsla.4. mínúta (13-9): Þór er ekki kominn hingað til að láta rúlla yfir sig.3. mínúta (11-4): Hampton er kominn með sex stig, þau síðustu voru rosaleg troðsla.2. mínúta (7-2) Þvílík byrjun á leiknum og þá sérstaklega hjá ÍR. Heimamenn eru hungraðir.1. mínúta (3-0): ÍR byrjar með látum, vinnur uppkastið bruna upp og Kristján Pétur setur niður þrist.Fyrir leik: Það hafa ekki margir stuðningsmenn Þórs lagt í þrengslin en þó eru nokkrir sem klappa þegar lið Þórs er kynnt til sögunnar.Fyrir leik: Það eru 20 mínútur í leik og leikmenn á fullu við að mýkja strokuna. Áhorfendur eru teknir að streyma í salinn. Það verður vonandi fullt hús.Fyrir leik: Gaupi og Svali eru búnir með sitt innlegg í íþróttafréttum Stöðvar 2. Nú lýsa þeir upp Stöð 2 Sport þar sem leikurinn er sýndur beint. Þar verður ekki töluð vitleysa. Það er eina vissan fyrir þennan leik fyrir utan að botlanum verður kastað upp þegar leikur hefst.Fyrir leik: Hjá Þór hefur Vincent Sanford verið atkvæða mikill í vetur. Hann hefur skorað 20,5 stig að meðaltali og tekið 8,5 fráköst. Baldur Þór Ragnarsson hefur gefið 4,1 stoðsendingu að jafnaði.Fyrir leik: Matthías Orri Sigurðarson hefur farið fyrir ÍR í vetur. Hann hefur skorað 21,5 stig og gefið 5,2 stoðsendingar í leik. Trey Hampton er frákastahæstur hjá liðinu með 11 fráköst í leik.Fyrir leik: Leikur Þórs hefur verið risjóttur í vetur. Liðið vann síðast Fjölni á heimavelli með 23 stiga mun. Síðan þá hefur liðið tapað tveimur leikjum, með 35 stigum og 28 stigum. Vonandi verður meiri spenna í leiknum í kvöld.Fyrir leik: ÍR hefur ekki unnið síðan liðið lagði Grindavík á heimavelli 20. nóvember. Síðan þá hefur liðið tapað fjórum leikjum og þar af tveimur þeirra með einu stigi og einum með þremur stigum.Fyrir leik: Þór er í 9. sæti með 10 stig en liðið hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum í deildinni í vetur.Fyrir leik: ÍR er í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig en liðið hefur þótt óheppið í vetur og tapað mörgum jöfnum leikjum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira