Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Orri Freyr Rúnarsson skrifar 27. janúar 2015 14:25 Hljómsveitin Blink 182 minnir á sig. Vísir/Getty Nú gengur mikið á í herbúðum Blink 182 en í gær var tilkynnt að hljómsveitin myndi koma fram á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum án söngvarans og gítarleikarans Tom Delonge. Við það tilefni sendu þeir Mark Hoppus og Travis Barker, bassaleikari og trommari Blink 182, frá sér yfirlýsingu þess efnis að Tom Delonge hefði yfirgefið hljómsveitina. Þegar að fréttir af þessu fóru að berast birti Tom Delonge hinsvegar nýja yfirlýsingu á Instragram aðgangi sínum þar sem hann sagðist alls ekki vera hættur í hljómsveitinni og væri að skipuleggja frekari viðburði tengda Blink 182, hann viðurkenndi þó að svo virtist sem þessi yfirlýsing kæmi frá hljómsveitinni. Sagan hélt svo áfram í gærkvöldi þegar að þeir Barker og Hoppus staðfestu að Tom Delonge væri ekki lengur meðlimur í Blink 182 og hljómsveitin væri nú laus við þennan óþakkláta mann. Í viðtali við Rolling Stone tímaritið sögðu þeir Hoppus og Barker að gítarleikarinn hefði hætt við að taka þátt í upptökuferli vegna næstu plötu sveitarinnar auk þess sem hann hefði hætt við að koma fram með hljómsveitinni á fyrirhuguðum tónleikum. Sögðust þeir hafa bókað hljóðver þann 5. janúar en 30. des barst þeim tölvupóstur frá umboðsmanni Tom Delonge þar sem fram kom að hann hefði ekki áhuga á að taka þátt í upptökunum heldur ætlaði sér að sinna öðrum málum og sé því hættur í hljómsveitinni um óákveðinn tíma. Mark Hoppus sagði að í framhaldinu hafi allar aðilar reynt að komast að því hvað þetta þýddi og hvenær upptökur gætu þá hafist þangað til að umboðsmaðurinn sendi anna póst þar sem fram kom að Tom væri hættur í hljómsveitinni. Um yfirlýsingu Tom Delonge um að hann hefði ekki hætt í sveitinni sögðu þeir hann eflaust vera fúlan yfir því að þeir hefðu loks afhjúpað hann en ekki hylmt yfir með honum eins og vanalega. Þá sögðu þeir hann skorta manndóm til að hringja sjálfur og segja þeim fréttirnar heldur hafi hann látið umboðsmann sinn sjá um öll samskipti. Hljómsveitin Muse virðist hafa staðfest að nafnið á væntanlegri plötu þeirra sé Drones en þetta kom fram í nýju 10 sekúndna myndbandi sem þeir birtu á Instagram aðgangi sínum í gær. En síðustu daga hafa þeir verið duglegir að setja inn myndbönd sem tekin eru í hljóðveri þeirra. Meðlimir Muse hafa áður sagt að þeir ætla að hafa þetta ekta rokkplötu þar sem áherslan verður á gítar, bassa og trommur. En hljómsveitin er á leið á tónleikaferð í lok maí og því má búast við að platan komi út fyrir þann tíma. Leikstjóri heimildarmyndarinnar Cobain: Montage of Heck hefur nú staðfest að Dave Grohl komi ekki við sögu í myndinni. En myndin, sem byggir á ævi Kurt Cobain, er beðið með mikillri eftirvæntinu eftir að hún var forsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni um helgina. Leikstjórinn staðfesti að hann hafi tekið viðtal við Dave Grohl vegna myndarinnar fyrr í mánuðinum en því miður hafi það verið tekið of seint þannig að ekki var hægt að bæta því við myndina. Hann sagði myndina hafa verið tilbúna þegar að viðtalið var tekið og það hefði nánast þurft að klippa hana alla pp á nýtt á aðeins 10 dögum til að koma viðtalinu fyrir og það hafi reynst of erfitt. A video posted by @muse on Jan 26, 2015 at 4:17am PST Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Sex sveitarfélög alveg nóg Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon
Nú gengur mikið á í herbúðum Blink 182 en í gær var tilkynnt að hljómsveitin myndi koma fram á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum án söngvarans og gítarleikarans Tom Delonge. Við það tilefni sendu þeir Mark Hoppus og Travis Barker, bassaleikari og trommari Blink 182, frá sér yfirlýsingu þess efnis að Tom Delonge hefði yfirgefið hljómsveitina. Þegar að fréttir af þessu fóru að berast birti Tom Delonge hinsvegar nýja yfirlýsingu á Instragram aðgangi sínum þar sem hann sagðist alls ekki vera hættur í hljómsveitinni og væri að skipuleggja frekari viðburði tengda Blink 182, hann viðurkenndi þó að svo virtist sem þessi yfirlýsing kæmi frá hljómsveitinni. Sagan hélt svo áfram í gærkvöldi þegar að þeir Barker og Hoppus staðfestu að Tom Delonge væri ekki lengur meðlimur í Blink 182 og hljómsveitin væri nú laus við þennan óþakkláta mann. Í viðtali við Rolling Stone tímaritið sögðu þeir Hoppus og Barker að gítarleikarinn hefði hætt við að taka þátt í upptökuferli vegna næstu plötu sveitarinnar auk þess sem hann hefði hætt við að koma fram með hljómsveitinni á fyrirhuguðum tónleikum. Sögðust þeir hafa bókað hljóðver þann 5. janúar en 30. des barst þeim tölvupóstur frá umboðsmanni Tom Delonge þar sem fram kom að hann hefði ekki áhuga á að taka þátt í upptökunum heldur ætlaði sér að sinna öðrum málum og sé því hættur í hljómsveitinni um óákveðinn tíma. Mark Hoppus sagði að í framhaldinu hafi allar aðilar reynt að komast að því hvað þetta þýddi og hvenær upptökur gætu þá hafist þangað til að umboðsmaðurinn sendi anna póst þar sem fram kom að Tom væri hættur í hljómsveitinni. Um yfirlýsingu Tom Delonge um að hann hefði ekki hætt í sveitinni sögðu þeir hann eflaust vera fúlan yfir því að þeir hefðu loks afhjúpað hann en ekki hylmt yfir með honum eins og vanalega. Þá sögðu þeir hann skorta manndóm til að hringja sjálfur og segja þeim fréttirnar heldur hafi hann látið umboðsmann sinn sjá um öll samskipti. Hljómsveitin Muse virðist hafa staðfest að nafnið á væntanlegri plötu þeirra sé Drones en þetta kom fram í nýju 10 sekúndna myndbandi sem þeir birtu á Instagram aðgangi sínum í gær. En síðustu daga hafa þeir verið duglegir að setja inn myndbönd sem tekin eru í hljóðveri þeirra. Meðlimir Muse hafa áður sagt að þeir ætla að hafa þetta ekta rokkplötu þar sem áherslan verður á gítar, bassa og trommur. En hljómsveitin er á leið á tónleikaferð í lok maí og því má búast við að platan komi út fyrir þann tíma. Leikstjóri heimildarmyndarinnar Cobain: Montage of Heck hefur nú staðfest að Dave Grohl komi ekki við sögu í myndinni. En myndin, sem byggir á ævi Kurt Cobain, er beðið með mikillri eftirvæntinu eftir að hún var forsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni um helgina. Leikstjórinn staðfesti að hann hafi tekið viðtal við Dave Grohl vegna myndarinnar fyrr í mánuðinum en því miður hafi það verið tekið of seint þannig að ekki var hægt að bæta því við myndina. Hann sagði myndina hafa verið tilbúna þegar að viðtalið var tekið og það hefði nánast þurft að klippa hana alla pp á nýtt á aðeins 10 dögum til að koma viðtalinu fyrir og það hafi reynst of erfitt. A video posted by @muse on Jan 26, 2015 at 4:17am PST
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Sex sveitarfélög alveg nóg Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon