Hvað gerist í nuddi? sigga dögg skrifar 27. janúar 2015 11:00 Nudd getur aukið vellíðan Vísir/Getty Það hugsa margir með hlýhug til þess að fara í nudd, svo ekki sé minnst á heilsulind þar sem hægt er að slappa af fyrir og eftir nudd í heitum potti. Nudd mýkir vöðva með því að örva blóðrásina. Því gagnast nudd vel við kvillum líkt og vöðvabólgu en til er ýmiskonar nudd. Það gæti því verið gott að taka fram ástæður fyrir nuddinu uppá að rétt nudd verði fyrir valinu. Nudd þarf ekki alltaf að vera framkvæmt af sérfræðingi því létt nudd á kvið með fingrum getur til dæmis létt á tíðarverkjum. Þá getur nudd einnig haft róandi áhrif á ungabörn og er ungabarnanudd alltaf að aukast í vinsældum. Nokkur atriði er gott að hafa í huga þegar kemur að nuddi. Á ég að vera nakin/-nn? Það er enginn skylda að vera nakin og venjulega erfólk á nærbuxum einum fata. Í einhverjum tilfellum, sérstaklega ef þú biður um nudd neðarlega á bakinu, þá gæti verið betra að vera nakin, svo nærfatnaður flækist ekki fyrir. Þó er gott að vita að ef þú ert nakin þá eru kynfæri og rass eru oftast hulin með handklæði. Þarf ég að fara úr fyrir framan nuddarann? Oftast nær fer nuddarinn fram á meðan þú ferð úr fötunum og kemur aftur inn þegar þú hefur komið þér fyrir á nuddbekknum. Ef nuddarinn fer ekki, þá getur þú beðið viðkomandi um að fara fram í nokkrar mínútur.Vísir/GettyMá sofna? Hvað ef ég hrýt eða slefa? Það mætti líta á það sem gæðastimpil á gott slökunarnudd ef þú nærð það góðri slökun að þú slefar og hrýtur. Nuddarar eru öllu vanir, þú þarft ekkert að skammast þín. Oft er handklæði undir höfðinu á meðan nuddinu stendur svo það dregur í sig slefið. Þarf ég að spjalla á meðan nuddi stendur? Sumum finnst notalegt að spjalla en öðrum ekki. Oft spyr nuddarinn þig að einhverjum spurningum en þú getur líka bara sagts vera þreytt/-ur ef þú nennir ekki að spjalla. Ef þú ert í nuddi vegna álagsmeiðsla þá getur nuddarinn þurft að spyrja þig spurninga varðandi sársauka og annað. Þú skalt samt láta í þér heyra ef: þú upplifir sársauka, það er of kalt eða of heitt inni í herberginu, ef þú vilt biðja um að einhver líkamshluti verði nuddaður sérstaklega eða skuli forðast að nudda.Vísir/GettyHvað ef ég fæ standpínu? Það er mjög algengt að fá stinningu lims við nudd. Ekki hafa neinar áhyggjur af því. Nuddarinn veit að þú ert ekki að reyna kynferðislega við sig. Limurinn getur fengið stinningu við nudd og það er algengt og eðlilegt. Er fastara nudd betra nudd? Sársauki er ekki fylgihlutur nudds. Hart nudd þarf ekki að þýða að nuddið verki betur eða dýpra. Það er gott að miða við að ef sársauki er á skala þar sem 0 er enginn sársauki og 10 mikill sársauki þá ætti nudd ekki að fara yfir 7. Heilsa Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það hugsa margir með hlýhug til þess að fara í nudd, svo ekki sé minnst á heilsulind þar sem hægt er að slappa af fyrir og eftir nudd í heitum potti. Nudd mýkir vöðva með því að örva blóðrásina. Því gagnast nudd vel við kvillum líkt og vöðvabólgu en til er ýmiskonar nudd. Það gæti því verið gott að taka fram ástæður fyrir nuddinu uppá að rétt nudd verði fyrir valinu. Nudd þarf ekki alltaf að vera framkvæmt af sérfræðingi því létt nudd á kvið með fingrum getur til dæmis létt á tíðarverkjum. Þá getur nudd einnig haft róandi áhrif á ungabörn og er ungabarnanudd alltaf að aukast í vinsældum. Nokkur atriði er gott að hafa í huga þegar kemur að nuddi. Á ég að vera nakin/-nn? Það er enginn skylda að vera nakin og venjulega erfólk á nærbuxum einum fata. Í einhverjum tilfellum, sérstaklega ef þú biður um nudd neðarlega á bakinu, þá gæti verið betra að vera nakin, svo nærfatnaður flækist ekki fyrir. Þó er gott að vita að ef þú ert nakin þá eru kynfæri og rass eru oftast hulin með handklæði. Þarf ég að fara úr fyrir framan nuddarann? Oftast nær fer nuddarinn fram á meðan þú ferð úr fötunum og kemur aftur inn þegar þú hefur komið þér fyrir á nuddbekknum. Ef nuddarinn fer ekki, þá getur þú beðið viðkomandi um að fara fram í nokkrar mínútur.Vísir/GettyMá sofna? Hvað ef ég hrýt eða slefa? Það mætti líta á það sem gæðastimpil á gott slökunarnudd ef þú nærð það góðri slökun að þú slefar og hrýtur. Nuddarar eru öllu vanir, þú þarft ekkert að skammast þín. Oft er handklæði undir höfðinu á meðan nuddinu stendur svo það dregur í sig slefið. Þarf ég að spjalla á meðan nuddi stendur? Sumum finnst notalegt að spjalla en öðrum ekki. Oft spyr nuddarinn þig að einhverjum spurningum en þú getur líka bara sagts vera þreytt/-ur ef þú nennir ekki að spjalla. Ef þú ert í nuddi vegna álagsmeiðsla þá getur nuddarinn þurft að spyrja þig spurninga varðandi sársauka og annað. Þú skalt samt láta í þér heyra ef: þú upplifir sársauka, það er of kalt eða of heitt inni í herberginu, ef þú vilt biðja um að einhver líkamshluti verði nuddaður sérstaklega eða skuli forðast að nudda.Vísir/GettyHvað ef ég fæ standpínu? Það er mjög algengt að fá stinningu lims við nudd. Ekki hafa neinar áhyggjur af því. Nuddarinn veit að þú ert ekki að reyna kynferðislega við sig. Limurinn getur fengið stinningu við nudd og það er algengt og eðlilegt. Er fastara nudd betra nudd? Sársauki er ekki fylgihlutur nudds. Hart nudd þarf ekki að þýða að nuddið verki betur eða dýpra. Það er gott að miða við að ef sársauki er á skala þar sem 0 er enginn sársauki og 10 mikill sársauki þá ætti nudd ekki að fara yfir 7.
Heilsa Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira