Handbolti

Snorri Steinn: Getum strítt bæði Dönum og Pólverjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar
„Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag.

„Við vorum með þægilegt forskot í hálfleik og vörnin var að halda. Það var svolítið mikið af tveim mínútum og það kemur eins og oft er þegar það er, þá riðlast leikurinn og maður missir smá damp.

„Þeir fara í 6-0 og það kemur smá hik á okkur. Það er kannski líka eðlilegt í svona leik en mér fannst við vera fljótir að átta okkur á þessu og þetta var nokkuð þægilegt í lokin.

„Það vita allir hvernig þessi riðill er búinn að vera. Þetta er búið að vera svart og hvítt og það er erfitt að finna einhverjar skýringar á því. Við ætlum ekkert að eltast við þær lengur.

„Nú erum við komnir áfram sem var okkar fyrsta markmið. Það býður okkar erfiður leikur og það er ljóst að við þurfum alvöru leik til að eiga möguleika gegn næsta liði.

„Það hafa verið tvær hliðar á liðinu og ef þessi slæma verður þá veistu hvernig næsti leikur verður. Ef við náum svipuðum leik og í dag eða á móti Frökkum þá er ljóst að við getum strítt bæði Dönum og Pólverjum, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×