Stjörnumerkin og líkamsrækt Rikka skrifar 21. janúar 2015 14:00 visir/getty Við erum ekki öll sett í sama mótið og þar af leiðandi hentar sama líkamsræktin ekki öllum. Sumir vilja keyra upp keppnisskapið á meðan aðrir vilja ná jafnvægi og innri styrk í jóga. En ætli að stjörnumerkin spili eitthvað inn í? John Marchesella, stjörnuspekingur kíkti í kortin og tengdi hvert og eitt stjörnumerki við líkamsrækt sem hentar best hverju þeirra.Hrútur(21 mars-20 apríl) Hrúturinn þrífst á samkeppni, ævintýri og átökum. Hann er þrjóskur og elskar líkamleg átök. Sú líkamsrækt sem hentar hrútnum endurspeglar þessi einkenni og nýtur hann sín best í crossfitt, bootcamp sem og öðrum bardagaíþróttum.Naut(21 apríl - 21 maí) Nautið er mikill náttúruunnandi og vill helst njóta sín þar í rólegheitum. Það er mikill hugsuður og hentar best að reyna samtímis á andlegan og líkamlegan styrk. Jóga er líkamsrækt nautsins með blöndu af útiskokki. Best þætti því þó að stunda jóga úti.Tvíburar(22 maí - 21 júní) Tvíburinn er félagslyndur og elskar mannleg samskipti. Þéttsetnar líkamsræktarstöðvar eru staðurinn fyrir hann. Spinning, hóptímar eða hvað sem er, bara svo lengi sem að það er troðfullt af skemmtilegu fólki.Krabbi(22 júní - 23 júlí) Krabbinn er orkumikill og alltaf á fleygiferð, hann er líka mikill vatnsunnandi og henta honum allskyns vatnsíþróttir eins og sund og vatnapóló. Þar nær hann líka að tappa af allri þessari orku.Ljón(24 júlí - 23 ágúst) Ljónið þarf að vera miðpunktur athyglinnar. Það elskar leiki og önnur skemmtilegheit. Það vill líka leiða hópinn og hentar því handbolti, fótbolti og körfubolti ljóninu afskaplega vel.Meyja(24 ágúst - 23 september) Meyjan á það stundum til að vera áhyggjufull yfir engu. Hún er einbeitt í öllu sem að hún tekur sér fyrir. Góð öndunartækni er eitthvað sem meyjan ætti að tileinka sér. Pilates, hot jóga og ashtanga jóga eru tilvalin fyrir hana.Vog(24 september - 23 október) Vogin er mikill fagurkeri og félagsvera. Hún vill helst vera eins nálægt þeim sem að hún elskar og mögulegt er. Dansíþróttin og þá með maka eða góðum vini er ákjósanleg fyrir vogina. Einnig gæti hún unað sér vel með góðum einkaþjálfara.Sporðdreki(24 október - 22 nóvember) Sporðdrekinn þarf alltaf að vera með allt í hæstu hátíðni. Líkamrækt sem hentar honum þarf að fela í sér mikla áskorun. Þríþraut, klettaklifur, sjósund og spennandi fjallahjólaferðir eru alveg tilvaldar fyrir spennufíkilinn sporðdrekann.Bogamaðurinn(23 nóvember - 21 desember) Bogamaðurinn er hugsandi ævintýramaður. Líkamsræktin sem hentar honum best þarf að skila honum einhverju fræðandi í leiðinni. Ganga upp um fjöll og firnindi og þá helst með einhverju sögulegu ívafi henta bogamanninum best. Þess á milli þætti honum áhugavert að kíkja í bogfimi eða jafnvel skotfimi.Steingeit(22 desember- 20 janúar) Steingeiturnar njóta þess að teygja sig í fjalllendið en vilja líka finna fyrir eigin styrk. Þær eru duglegar og einbeittar. Lyftingar ýmiskonar eru alveg tilvaldar fyrir steingeiturnar sem og fjallgöngur.Vatnsberi(21 janúar - 19 febrúar) Hausinn á vatnsberanum er alltaf á fleygiferð og hann þolir ekki rútínu annars fer honum að dauðleiðast. Hann vill sífellt eitthvað nýtt og villt. Í rauninni falla margar íþróttir hér undir, vatnsberinn þarf að prófa allt en helst aldrei það sama.Fiskur(20 febrúar - 20 mars) Fiskurinn er mjög tónelskur og elskar allt með takti. hann nýtur sín best í Zumba, afrískum dönsum eða samkvæmisdönsum. Hluti af honum er líka sveipaður dulúð og nýtur hann sín einnig í ýmiskonar hugleiðslum. Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Við erum ekki öll sett í sama mótið og þar af leiðandi hentar sama líkamsræktin ekki öllum. Sumir vilja keyra upp keppnisskapið á meðan aðrir vilja ná jafnvægi og innri styrk í jóga. En ætli að stjörnumerkin spili eitthvað inn í? John Marchesella, stjörnuspekingur kíkti í kortin og tengdi hvert og eitt stjörnumerki við líkamsrækt sem hentar best hverju þeirra.Hrútur(21 mars-20 apríl) Hrúturinn þrífst á samkeppni, ævintýri og átökum. Hann er þrjóskur og elskar líkamleg átök. Sú líkamsrækt sem hentar hrútnum endurspeglar þessi einkenni og nýtur hann sín best í crossfitt, bootcamp sem og öðrum bardagaíþróttum.Naut(21 apríl - 21 maí) Nautið er mikill náttúruunnandi og vill helst njóta sín þar í rólegheitum. Það er mikill hugsuður og hentar best að reyna samtímis á andlegan og líkamlegan styrk. Jóga er líkamsrækt nautsins með blöndu af útiskokki. Best þætti því þó að stunda jóga úti.Tvíburar(22 maí - 21 júní) Tvíburinn er félagslyndur og elskar mannleg samskipti. Þéttsetnar líkamsræktarstöðvar eru staðurinn fyrir hann. Spinning, hóptímar eða hvað sem er, bara svo lengi sem að það er troðfullt af skemmtilegu fólki.Krabbi(22 júní - 23 júlí) Krabbinn er orkumikill og alltaf á fleygiferð, hann er líka mikill vatnsunnandi og henta honum allskyns vatnsíþróttir eins og sund og vatnapóló. Þar nær hann líka að tappa af allri þessari orku.Ljón(24 júlí - 23 ágúst) Ljónið þarf að vera miðpunktur athyglinnar. Það elskar leiki og önnur skemmtilegheit. Það vill líka leiða hópinn og hentar því handbolti, fótbolti og körfubolti ljóninu afskaplega vel.Meyja(24 ágúst - 23 september) Meyjan á það stundum til að vera áhyggjufull yfir engu. Hún er einbeitt í öllu sem að hún tekur sér fyrir. Góð öndunartækni er eitthvað sem meyjan ætti að tileinka sér. Pilates, hot jóga og ashtanga jóga eru tilvalin fyrir hana.Vog(24 september - 23 október) Vogin er mikill fagurkeri og félagsvera. Hún vill helst vera eins nálægt þeim sem að hún elskar og mögulegt er. Dansíþróttin og þá með maka eða góðum vini er ákjósanleg fyrir vogina. Einnig gæti hún unað sér vel með góðum einkaþjálfara.Sporðdreki(24 október - 22 nóvember) Sporðdrekinn þarf alltaf að vera með allt í hæstu hátíðni. Líkamrækt sem hentar honum þarf að fela í sér mikla áskorun. Þríþraut, klettaklifur, sjósund og spennandi fjallahjólaferðir eru alveg tilvaldar fyrir spennufíkilinn sporðdrekann.Bogamaðurinn(23 nóvember - 21 desember) Bogamaðurinn er hugsandi ævintýramaður. Líkamsræktin sem hentar honum best þarf að skila honum einhverju fræðandi í leiðinni. Ganga upp um fjöll og firnindi og þá helst með einhverju sögulegu ívafi henta bogamanninum best. Þess á milli þætti honum áhugavert að kíkja í bogfimi eða jafnvel skotfimi.Steingeit(22 desember- 20 janúar) Steingeiturnar njóta þess að teygja sig í fjalllendið en vilja líka finna fyrir eigin styrk. Þær eru duglegar og einbeittar. Lyftingar ýmiskonar eru alveg tilvaldar fyrir steingeiturnar sem og fjallgöngur.Vatnsberi(21 janúar - 19 febrúar) Hausinn á vatnsberanum er alltaf á fleygiferð og hann þolir ekki rútínu annars fer honum að dauðleiðast. Hann vill sífellt eitthvað nýtt og villt. Í rauninni falla margar íþróttir hér undir, vatnsberinn þarf að prófa allt en helst aldrei það sama.Fiskur(20 febrúar - 20 mars) Fiskurinn er mjög tónelskur og elskar allt með takti. hann nýtur sín best í Zumba, afrískum dönsum eða samkvæmisdönsum. Hluti af honum er líka sveipaður dulúð og nýtur hann sín einnig í ýmiskonar hugleiðslum.
Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira